Alþýðublaðið - 26.02.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 26.02.1926, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 deild Landsbanka Islands til aö gefa út ný bankavaxtabréf. (Sjá blaðið i fyrra dag!). — Frv. um kynbætur hesta var til 1. umr. Var því vísað til 2. umr. og land- búnaðarnefndar. Frumvarp um að bæta laun ljósmæðra flyt- ur Halldór Steinsson. Eftir því eiga þær að fá 400 kr. árslaun í sveitum, er hækki um 50 kr. þriðja hvert ár upp í 700 kr., og 1200 kr. árslaun í kaupstöðum, er hækki á sama hátt um 100 kr. í senn upp í 1500 kr. Þær hafi og dýrtíðaruppbót og ókeyp- is síma og eftirlaunarétt, sem nemi eftir 10 ára starf þriðjungi árslaunanna, en helmingi þeirra eftir 15 ára starf eða iengra auk dýrtíðaruppbótar. Sem greinar- gerð frv. fyigir því skjal frá Ljós- mæðrafélagi Islands, þar sem 80 ljósmæður kveðast ekki geta hald- ið áfram starfi sínu, ef kröfum þeirra um launabætur verði ekki sint. — Munu og flestir verða að viðurkenna, að laun þeirra séu ósæmilega lág. — Meiri hluti allshn. n. d. hefir sltilað áliti um frv. Jóns Baldv. um, að sextugir menn séu ekki sviftir réttindum vegna styrkþágu. Vilja þeir vísa því frá með dag- skrársamþykt. Góður afli. Hafþór koni í gær af veiðum m,eð 99 skippund af fiski eftir 7 daga útivist. Um dagima og veginn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Uppsöl- um, sími 1900. Togararnir. Gulltoppur kom af velðum í morgun með 1100 kassa. — Rán og Imperialist eru nýlega komnir til Hafnarfjarðar frá Englandi. ísfiskssala. Ari seldi í gær afla sinn fyrir 940 sterlingspund, Baldur fyrir 1053 og Karlsefni fyrir 1034, og hafn- firsku togararnir: Ver fyrir 900, Víðir fyrir 601 og Ýmir fyrir 742 sterlingspund. Veðrið. Hiti mestur 3 st. (á Seyðisf.); minstur 6 st:. frost (á Grímsst.). Átt víðast suðvestlæg; fremur hæg. Loftvægislægð fyrir norðvestan iand. Veðurspá: Suðvestlæg og vest- læg átt. Hríðarveður á Suður- og Vesturlandi. I nótt: svipað veðurlag, en kaldara. Útvarpsstöðin. Hvers vegna sendir hún hvorki út ræður, grammófónmúsik né fyrir- lestra, úr því að hún getur það? Eru þeir Lárus og Ottó búnir að missa áhugann? Ro. BW&T Allir reykja Uð! O Elephant p Ljúf f engar og kaldar Einkasalar ú Islandi. Tóbaksverjlun íslands h.f. B B og hjálpa þeim við. Á sjóöurinn að vera tii minningar um Guðbjörgu sálugu Ingvarsdóttur og bera nafn hennar. í markaðsleit. Hendrik J. Ottósson og Björn Ölafsson fóru með „Lyru“ í gær á- leiðis til Tékkó-Slóvakíu og Rúss- lands í markaðsleit fyrir islenzka síld. Sjóðsstofnun. Sigurjón Pétursson hefir gengist fyrir stofnun sjóðs til þess að styrkja drykkjumenn til læknlnga Esperantö. Nýung er það, að kostur gefst hér á tilsögn í Esperanto, hinu á- gæta allsherjarmáli, og það hjá höf- undi greinarinnar „Esperanto", sem birtist hér í blaðinu í júní s. 1. (sbr. augl. á 4. síðu). Esperanto eykst nú óðum fylgi víða um lönd, einkum hjá verkamönnum og verzl- unarlýð, því þeim er ljósust þýð- ing þess. Einar Skálaglain: Húsið -við Norðurá. enginn þjónn drykkjufólsku hans. Hann var því þrátt fyrir þjóninn alt af jafneinmana. Þjónn majórsins, Maxwell, var alt annar maður. Hann var á reki við húsbónda sinn, mjór og spengilegur, fríður sýnum, hógvær og fátalaður, en einkar-þunglyndislegur á svipinn. Samferðamönnum majórsins hafði líkað vel við hann, því að hann hafði marg- sinnis á ferðinni sefað yfirgang húsbónda síns, þegar hann hafði ætlað að hlaupa á sig á ferðinni. Yfir höfuð gat enginn vafi leikið á því, að engum hefði að óreyndu máli dottið annað í hug, en að Maxwell væri fyrirmaður, en enginn þjónn. Majórinn hafði náð í Maxwell eftir auglýsingu í Lundúna- blaði. Hann gat ekki annað en játað það með sjálfum sér, að Maxwell yæri fyrir- myndarþjónn, en þótt svo væri, stóð hon- um einkennilegur stuggur af hógværð hans, og honum fanst Maxwell oft líta svo til sín, að honum rann kalt milli skinns og hörunds. En það líkaði honum verst, að hann gat ekki fengið hann til að drekka með sér. „Bara að við komumst með þetta alt gegn- um tollinn,“ sagði Maxwell, skelti aftur kof- fortinu og gekk upp á þilfar til að sjá, hvert kornið væri. Skipið var nú búið að hafna sig, og búið var að setja upp landgöngubrúna, og á henni var orðið heljarmikið öfugstreymi, því þeir, sem um borð voru, leituðu í land, en þeir, sem á landi voru, leituðu um borð. I strauminum upp á skipið var Eiríkur með augað. Hann lét skipsþjóninn segja sér til klefa majórsins, gekk rakleitt inn, heilsaði og sagði til sín. Majórinn lá endilangur uppi í rúmi meó

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.