Alþýðublaðið - 27.02.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.02.1926, Blaðsíða 1
3B|'í:3 p@ lp KS ^a^1 »| Gefið áf af AlpýðpfiokkmuaB 1926. Laugardaginn 27. febrúar. 50. tölublað. Erlend simskeyti. Khöfn, FB., 26. febr. Uppreisnin i Damaskus. Frá Damaskus er símað, að ó- eirðirnar séu byrjaðar aftur; sex þúsundir uppreistarmanna séu i nánd við borgina og reyni til að einangra hana. Khöfn, FB., 27. febr. Þjóðverjar ætla að lánaRússum, Frá Berlín er símað, að í sam- bandi við nýsaminn verzlunar* samning við Rússland hafi stjórn- in gengíð að því að ábyrgjast 35 a. h. af 300 „milljóna ríkis- markaláni, sem þýzkur iðnaður ætlar að lána rússneska iðnað- inum. Jslandsför konungshiónanna. Rvík, FB., 26. febr. Forsætisráðherrann tilkynnir: Konungurinn og drotningin koma að forfallalausu til íslands í sumar á beitiskipinu „Niels Juei", en á skipinu verður Knútur prinz starfandi sjóliðsforingi. Gert er ráð fyrir, að komið verði til Reykjavíkur 12. . júní, og eftir stutta viðdvöl þar er ferðinni heitið kringum land með viðkomu á ísafirði, Akureyri og Seyðis- firði. Wóðbandalagið og vinnustéitln. Þjóðabandalagsráðið hefir á- kveðið að bjóða vinnustéttum þeirra Janda, sem í bandalaginu eru, að senda fulltrúa sína til að- stoðar á fjárhagsráðstefnu banda- lagsins. 1 því skyni hefir full- trúum verkamanna verið boðið að sitja fund undirbúningsnefndar ráðstefnunnar. Þeim Arthur Balfour, Herbert Llewellyn Smith og Layton, rit- stjóra blaðsins „Economist", hef- ir þegar verið boðið á fundinn, sem fulltrúum auðvaldsins í Eng- landi. Harðstiórnin 1 firlkklandi. Fyrir skömmu fóru fram bæjar- stjórnarkosningar í borginni Sa- loniki í Grikklandi, og vann verkamannaflokkurinn þar glæsi- legan sigur. Ónýtti iandsstjórnin kosningarnar með úrskurði sín- um, þegar er úrslitin urðu kunn. Minnir þetta tiltæki eigi alllítið á úrskurð íslenzku stjórnarinnar um borgarstjórakosningarnar hér í bæ fyrir skömmu. Verður eigi annað sagt um íslenzku stjórnina, en að hún fylgist vel með tím- anum i þessu efni og sverjí sig mætavel í ættina. 0r útlendum blöðum. Ensku kolanámurnar. Enskir námaeigendur segja, að nauðsynlegt sé að lengja vinnu- tímann í námunum, ef enskar kolanámur eigi að geta staðist samkeppnina við kolanámurnar á meginlandinu. Vinnutiminn i köla- námunum er nú 6 tímar, en náma- eigendur vilja láta vinna í 8 tíma fyrir sömu daglaun. Námaverka- menn halda aftur á móti fram, að þjóðnýting námanna sé lausn- in á málinu, þvi að það sé aðal- iega af því, hve námunum sé illa stjórnað, að námaiðnaðurinn enski beri sig illa. Sanocrysin-íundur i Berlin. Nýlega var berklaveikismeðalið sanocrysin til umræðu á fjöl- mennum læknafundi í Berlín. Var málshefjandi þar Klemperer pró- fessor þar i borginni. Niðurstaða af fundinum var, að þó að sano- crysinið gætí stundum hjáipað gegn berklum, þá vasri það ekki betra en önnur gullsðlt, aem not- uð hafa verið. Er bagalegt, að meðal þetta, er menn gerðu sér svo góðar vonir um, skuli reyn- ast svona illa. Dresehsel borgarstjóri f Árósum hefir verið dæmdur í 1000 kr. ftekt og 182 þús. 558 kr. skaðabætur. Sektin er fyrír að hafa vanrækt að hafa eftirlit með fulltrúa einum og Öðrum undir- manni, sem höfðu síolið þessum 182 þús. kr. úr sjálfs sin hendi. Það sannaðist, að Dreschsei borg- arstjóri hafði enga hugmynd haft um, hvað þarna haibi fram farið, og var þvi ekkí á nokkurn hátt meðsekur. Samt var hann dæmdur til að endurgreiða alt, »m stplið hafði verið. Pað er nokkur mun- ur á meðfert) þessara mála í Dau- mðrku og á Islandi! Pussyfoot. Nýiega kom skeyti um það, að hinn frægi bannmaður Johnson, sem vanalega er kallaður Pussy- foot (Kisulöpp), væri snúinn gegn banninu. Þetta er nú búið aö bera til baka hér fyrír milligöngu Sig- urbj. Á Glslasonar. 1 döneku blaði segir Larsen-Ledet, er hér kom fyrir þrem árum, að sams konar lygaskeyti og sent var um Pussy- foot, hafi verið símað út um allan heim um sig fyrir nokkrum árum. Það er svo að sjá, sem andbanningar úti i iöndum þekki ékki málsháttinn um tkammgðia verminn. Roger Henrichseh tónskáld, er stjórnaði stúdewta- söngvurunum dðnsku, er hlngað komu i sumar, lézt í Khðfn 12. jan, eftir riokkurra mánaða legu. Hann varð að eina 4ð ára gamall. Ó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.