Alþýðublaðið - 27.02.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 27.02.1926, Side 1
Gefid út af Alpýðisflokknum 1926. Erlend simskeyti. Khöfn, FB., 26. febr. Uppreisnin i Damaskus. Frá Damaskus er símaÖ, að ó- eirðirnar séu byrjaðar aftur; sex þúsundir uppreistarmanna séu í nánd við borgina og reyni til að einangra hana. Khöfn, FB., 27. febr. Þjóðverjar ætla að lánaRússum. Frá Berlín er simað, að í sam- bandi við nýsaminn verzlunar- samning við Rússland hafi stjórn- in gengið að því að ábyrgjast 35 a. h. af 300 milljóna ríkis- markaláni, sem þýzkur iðnaður ætlar að lána rússneska iðnað- inum. íslandsfðr kommgshjónanna. Rvík, FB., 26. febr. Forsætisráðherrann tilkynnir: Konungurinn og drotningin koma að forfallalausu til Islands i sumar á beitiskipinu „Niels Juel“, en á skipinu verður Knútur prinz starfandi sjóliðsforingi. Gert er ráð fyrir, að komið verði til Reykjavíkur 12. júní, og eftir stutta viðdvöl þar er ferðinni heitið kringum land með viðkonm á ísafirði, Akureyri og Seyðis- firði. Þjóðbandalagið og vinnustéítin. Þjóðabandalagsráðið hefir á- kveðið að bjóða vinnustéttum þeirra landa, sem í bandalaginu eru, að senda fulltrúa sína til að- stoðar á fjárhagsráðstefnu banda- lagsins. I því skyni hefir full- trúum verkamanna verið boðið að sitja fund undirbúningsnefndar ráðstefnunnar. Laugardaginn 27. febrúar. Þeim Arthur Balfour, Herbert Llewellyn Smith og Layton, rit- stjóra blaðsins „Economist", hef- ir þegar verið boðið á fundinn, sem fulltrúum auðvaldsins í Eng- landi. Harðstjórnin i firlkklandi. Fyrir skömmu fóru fram bæjar- stjórnarkosningar í borginni Sa- loniki i Grikklandi, og vann verkamannaflokkurinn þar glæsi- legan sigur. Ónýtti landsstjórnin kosningarnar með úrskurði sín- um, þegar er úrslitin urðu kunn. Minnir þetta tiltæki eigi alllítið á úrskurð íslenzku stjórnarinnar um borgarstjórakosningarnar hér í bæ fyrir skömmu. Verður eigi annað sagt um íslenzku stjórnina, en að hún fylgist vel með tlm- anum i þessu efni og sverji sig mætavel i ættina. tJr útlendum blöðum. Ensku kolanámurnar. Enskir námaeigendur segja, að nauðsynlegt sé að lengja vinnu- tímann í námunum, ef enskar kolanámur eigi að geta staðist samkeppnina við kolanámurnar á meginlandinu. Vinnutíminn í kola- námunum er nú 6 tímar, en náma- eigendur vilja láta vinna í 8 tíma fyrir sömu daglaun. Námaverka- menn halda aftur á móti fram, að þjóðnýting námanna sé lausn- in á málinu, því að það sé aðal- iega af þvi, hve námunum sé illa stjórnað, að námaiðnaðurinn enski beri sig illa. Sanocrysin-fundur i Berlín. Nýlega var berklaveikismeðalið sanocrysin til umræðu á fjöl- mennum læknafundi í Berlín. Var málshefjandi þar Klemperer pró- fessor þar 1 borginni. Niðurstaða 50. tölublað. af fundinum var, að þó að sano- crysinið gæti stundum hjáipað gegn berklum, þá væri það ekki betra en önnur gullsölt, sem not- uö hafa veriö. Er bagalegt, að meðal þetta, er menn gerðu sér svo góðar vonlr um, skuli reyn- ast svona illa. Dreschsel borgarstjóri í Árósum hefir verið daemdur í 1000 kr. íekt og 182 þús. 558 kr. skaðabætur. Sektin er fyrír að hafa vanrækt að hafa eftirlit með fulltrúa sinum og öðrum undir- manni, sem höfðu stoiið þessum 182 þús. kr. úr sjálfs sin hendi. Það sannaðist, að Dreschsei borg- arstjóri hafði enga hugmynd haft um, hvað þarna haiði fram farið, og var þvi ekkí á nokkurn hátt meðsekur. Samt var hann dæmdur til að endurgrelða alt, aem stolið hafði verið. Það er nokkur mun- ur á meðfeif) þeasara mál* í Dan- mörku og á Islandi! Pussyfoot. Nýlega kom skeyti um það, að liinn frægi bannmaður Johnson, sem vanalega er kallaöur Pussy- foot (Kisulöpp), væri snúinn gegn banninu. Þetta er nú búið að bera til baka hér fyrir milligöngu Sig- urbj. Á Gíslasonar. ! dönsku blaði segír Larsen-Ledet, er hér kom fyrir þrem árum, að sams konar lygaskeyti og sent var um Pussy- foot, hafi verið símað út um allan heim um síg fyrir nokkrum árum. Það er svo að sjá, sem andbanningar úti i iöndum þekki ékki málsháttinn um íkammgóSa verminn. Roger Henrichseh tónskáld, er stjórnaðl stádenta- söngvurunum dðnsku, er hingað komu í sumnr, lézt í Khöfn 12. jan. eftir nokkurrn mánaða legu. Hann varð að eins 40 ára gamait. Ó.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.