Alþýðublaðið - 27.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1926, Blaðsíða 3
27. febr. 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 skipinu meira en því smærra. Það er sameiginlegt fyrir alla sjó- menn. Hitt gerir aftur hinn mikla mun á opnum bátum og mótor- báturn, að þar er skift um tegund- ir skipa, sem útheimta alveg ólíka sjómannaþekkingu, og hefir það vitanlega haft sínar alvarlegu af- leiðingar, þar sem menn hafa orð- ið að skifta skyndilega um mjög svo breytt hlutverk. Aðalorsökin hefir verið þekkingarleysi. Menn vissu blátt áfram ekki, hvernig þe'ir áttu að búa skipin út, hvorki skrokk né seglreiða. Gangur vél- anna var í mestu óreiðu, en það virðist nú, sem vélgæzlan hafi tekið mestum framförum í starf- rækslu mótorbátanna, því að hún er nú víða orðin í ágætu lagi. Aftur virðist mjög skorta á, að stjórnsemi og sönn sjómenska sé alment i góðri framföTv , . . Þá verður og einnig að geta þess stórvítaverða trassaskapar, sem því miður er alt of almennur, hvað menn eru hirðulausir um umbúnað og frágang á lestarop- um á mótorbátum. Þetta hefir gengið svo langt, að sumir skálka aldrei lúu, hvaða veður sem þeir fá á sjó, og er þetta líklega lang- algengast:. . . . ’Hvað þetta hirðu- leysi hefir valdið miklu skipa- tjóni eða hve margir mótorbátar hafa sokkið í sjó af þessum á- stæðum, veit enginn og verður aldrei vitað. . . .“ „Þá er að minnast á eftirlit með skipum, og er víst skemst þar af að segja, eins og um annað, að það er víst víða lélegt. Hér í Reykjavík mun það vera strang- ast, en því lengra sem komið, er frá höfuðstaðnum, því meira mun úr því draga, og mun um svipað- ar orsakir að ræða í þessu sem öðru, að mestu veldur skilnings- og þekkingar-leysi manna í þess- um efnumj. . . .“ „Ekki virðist það verða lengur umflúið að gera einhverjar al- varlegar ráðstafanir hér til um- bóta. . . . Má ef til vill benda á Reynið nýju Waverley- sigaretturnar með og án korkmunnstykkis. Vandfundnar betri. Einkasalar á ísiandi. Tóbaksverjlun Islandsh.r. ýmsar leiðir til þess. Þó mætti sýnast helzt ráð í því, að valinn Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. fæturna fram á gólf, og rurndi önuglega í honurn. Svo litu þeir stundarkorn hvor á annan, og er þeir höfðu athugað andlitin hvor á öðrum, glaðnaði yfir báðum. Eiríkur sá það, að ekkert þurkasumar var fyrir hendi að því, er til hans kæmi, og majórinn sá, að nú gat honum staðið á sama, hvort Maxwell vildi drekka með hon- um eða ekki. Svo tygjuðu þeir sig, tóku saman föggurn- ar og gengu á land með koffortið og tösk- una og fóru upp í tollbúð. Þegar tollþjónarnir ætluðu að fara að opna föggurnar, gaulaði majórinn upp yfir sig, að hann væri majór í „His Britanic Majestys Army“, og það var eins og við manninn mælt, því að óðara ætluðu tollþjónarnir að brotna í bugti og beygingum með augun fljótandi af lotningu fyrir heimsveldi Breta og þessu ágæta sýnishorni af þegnum Breta- kóngs. Svo labbaði majórinn sætkendur með alt fylgdarlið sitt upp á Hotel Island, að whisky- inu ógleymdu, en um leið var lögreglan að gera upptæka brennivínsflösku hjá fiskikarli úr Vestmannaeyjum og gerði sig líklega til að láta hann í steininn. II. KAFLI. Húsið við Norðuvá og Halastaðakot. Það var regnúði, en sá þó til sólar. „Suður- Jand“ var að leggjast inn á höfnina svo kallaða í Borgarnesi, og báturinn var að koma úr landi til að taka farþegana. Eiríkur með augað og majórinn stóðu kátir og glað- ír úti við borðstokkinn og voru að viðra morgunblýhattinn, en Maxwell stóð þung- lyndur og þögull hjá föggunum. Akkerið féll; stiginn var látinn síga, og fólkið veltist í einum kút hvað um annað þvert ofan í bátinn, en góðir menn á þilfari réttu hnakka, sængurfatapoka og annan far- angur niður, en báturinn hallaðist út í aðra hliðina, svo að kvenfólkið æpti upp yfir sig. Þegar að bryggjunni kom, fór alt á sömu leið. Fólksbendan tróðst upp úr bátnum svo þétt, að öldurnar skullu upp yfir fæturna á sumu af því. Á bryggjunni stóð bifreið. Eiríkur með augað hafði verið svo hugulsamur að panta hana símleiðis, svo að hún væri til taks, þegar í Borgarnes kæmi. Föggurnar voru látnar í bifreiðina, og Max- well settist hjá bifreiðarstjóranum, en ma- jórinn og Eiríkur með augað sátu í aftara sætinu. Svo var lagt af stað. Majórinn lagðist þegar fyrir í horninu, en Eiríkur lét dæluna ganga, — sagði laust og fast um náttúruna, landslag og sögu hér- aðsins og alt þetta, sem ferðalangar vilja heyra, þótt þeim hundleiðist það. Öll ræðuhöld Eiríks voru flutt með annað augað á náttúrufegurðinni, en hitt á whisky- pytlu majórsins, sem hann við og við fékk skvettu úr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.