Alþýðublaðið - 01.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1926, Blaðsíða 2
ALEÝÐUBLA^D' Afií og tillögur björgunarmála- nefndar Fiskiféiagsins. v. Um, að lögskipað sé að hafa rekakkeri á skipum. Um það fer nefndin svo feld- um orðum: „Rekakkeri er það áhald, sem ætti að véra um borð á hverju einasta af hinum smærri fiski- skipum, og getur jafnvel verið á- litamál, hvort ekki væri nauðsyn- legt að hafa þau einnig á hinum stærri fiskiskipum, t. d. togurum. Þegar vél bilar í skipi, eða það getur ekki haldið áfram ferð sinni af einhverjum orsökum bg verður því að láta reka flatt fyrir sjó og vindi, þá er ekkert áhald, sem þekt er, eins hentugt og rekakkeri til þess að halda skipinu upp í, svo það geti frekar varist á- föllum. Það ætti að vera lítil þörf að skrifa langt mál um þetta hér, því svo rækilega hefir Sveinbjörn Egilson skrifað um þetta í blöð- in. . . ." „Sjálfsagt er að reyná að lög- skipa það, að rekakkeri sé til á hverjum einasta mótorbáti, stærri eða smærri. Geta mætti þess um leið hér, ao kaðall sá, sem æt-last er tii að fylgi rekakkerinu, ætti að vera tjörukaðall, og að rek- akkerið, áður en það er látið um borð, sé vel makað í tjöru. . . . Það virðist mega minna á það hér í þessu sambandi, að heppilegast myndi vera að láta skip hafa með sér á sjóinn poka með ca. 3 kg. af táðu tóverki og hella olíu í hann og hengja utan á skipið til þess að lægja öldugang, ef skipið kynni að eiga ilt með að verja sig." Þetta kynni að geta komið í stað bárubrjóts. f þessu máli leggur nefndin það til: Að lögskipaö sé að hafa rek- akkeri um borö í skipum peim, sem œtla má að pað gœti komið að notum." (Frh.) Fram til nírrar baráttu! Aldrei í sögu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar hefir riðið feins mikið á góðum skilningi verka- manna eins og einmitt nú. Allir, sem þurfa að selja vinnu sína, mega í næstu framtíð eiga von á harðri baráttu gegn þvi, að þeir fái nægilegt verð fyrir hana, — eins og verkamaður þarf til þess að geta séð sér og sínum nokkurn veginn fyrir allra nauð- synlegustu lífsnauðsynjum. Skilningur margra verkamanna hefir — því miður — verið of lítill á þýðingu samtaka sinna, og þótt það sé mikið' að batna, sem sést bezt á ^því, hve margir hafa gengið í „Dagsbrún" á síð- ustu fundum, þá verður að hefja þegar í dag enn harðari baráttu gegn öllum, sem enn þá standa fyrir utan samtökin. Svo búið má ekki lengur standa, áð „á eyrinni" eða við daglaunavinnu finnist verkamenn, sem njóta ávaxtanna af baráttu stéttarbræðranna, en vilji ekki á nokkúrn hátt vinna í þeirri baráttu sjálfir. Allir inn i verkamannafélagið! Þeir verkamenn, sem framvegis standa fyrir utan þau, verða skoð- aðir eins og þeir hafa unnið til. Við verðum allir að finna og þekkja þá skyldu okkar', sem heilsa og líf barna og kvenna og vinnuþrek sjálfra okkar Jeggur okkur á herðar. Allir sameinaðir! Því að eins getum við framkvæmt kröfur okkar, sem allar miða að því að bæta okkar líkamlega og andlega hag. Munum það, allir stéttarbræð- ur! verkamenn! hvort sem við stöndum sameinaðir — með því að vera í „Dagsbrún" —, og þið, sem enn þá eruð fyrir utan fylk- ingu okkar, að framtíðin — börn okkar — leggja þá skyldu á herð- ar okkur, að við störfum allir sem einn og einn sem allir að hagsmunamálum okkar stéttar. Trúum að eins á okkar eigin mátt, og verum alt af viðbúnir hinu versta frá vinnukaupendum. Þeir horfa að eins á sína eigin hags-x muni. Þess vegna gerum við hið sama. Munum alt af, að fortíðin hefir stunið undir sam- takaleysi okkar sjálfra og skiln- ingsleysi. Hrindum því ámæli af okkur. Burt með alla deyfð og drunga úr baráttu verkalýðsins! Fram með hnefana, verkamenn! Þeir hafa alt af reynst okkur bezt. Allir verkamenn i verkamanna- félagið! Allir í starfið! Þá sigrum við alt. Munum pað. Stéttarkveðjur til allra verka- manna. Útbreiðslunefnd „Dagsbrúnar". Eldvigslanu i. Daglegur skrípaleikur mann- anna er festulítill og hringlanda- legur. Er allvandasamt að herma fíflalætin nákvæmlega eftir. Tekat það þeim einum, sem glöggskygnir eru. Fara þar skáld- in fremst. Þau rissa myndir af því, sem fyrir augu ber. En það er marg- víslegt og ósamstætt. Birta þau skopmyndir sínar í kvæðum, sög- um, æfintýrum og leikritum. Sé nú aðaltilgangur háðskáld- anna sá að siða leikbræður sína, þá er það lofsvert. Háðskáld vor, Gústaf Adólf Jónasson og Páll Skúlason, hafa erin á ný samið gamanleik. Búið er að sýna hann í nokkur kvöld. Þessi leikur heitir Eldvígslan. Nafnið er ágætt og minnir á Þórberg. Skopleikur þessi bregður upp smámyndum úr þjóðlífi voru. Verður ekki annað sagt, en höfundum hafi tekist vel að stæla skrípalæti, hégómaprjál, hringl og flónsku fyrirmyndarinnar. (Frh.) H. J. » Alpingi. Neðri deild. Forseti lýsti því meðal annars í fundarbyrjun í fyrra dag, að fjármálaráðh. ætli að leggja fram frv. um verðtoll á nokkrum vör- um. Frv. þetta er um að festa verdtollinn framvegis lítið eitt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.