Alþýðublaðið - 01.03.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.03.1926, Blaðsíða 4
ALÞ?ÐUBLAÐID ina, að leggja íram á næsta þingi frv. um endurbætur á fátækralög- unum, en hann bætti við: „En vitaskuld .get ég ekki ábyrgst það." Benti Magnús Torfason þá á, að þetta væri ekkert loforð hjá 'M. G. Sagðist hann vænta þess, að ef frv. yrði mót von sinni felt, þá kæmu þeir þingmenn, sem ^treystu á ellistyrktarsjóði, fljót- lega fram með frv. um að efla þá. Jörundur kvað það verið hafa skemtilegra, að meiri hluti allshn. hefði tekið það fram í dagskrártil- lögunni, ef hann ætlaðist til að réttarbót frumvarpsins kæmi samt sem áður bráðlega aftur fyrir al- þingi til samþyktar. Kvað hann það mælikvarða á skilning deild- arinnar á þessu mannréttinda- máli og á réttlæti hennar, hvað hún gerði við frumvarpið. Dag- skrártillagan um að vísa því frá var þá samþ. og frv. þar með felt með 14 atkv. gegn 13 að við höfðu nafnakalli. Með dagskrár- till. voru íhaldsmehnirnir allir nema Sigurjón, og auk þeirra P. Þ. og Sveinn í Firði, en á móti Jón Baldv., Magn. Torf., Ben. Sv., Jakob, „Framsóknar"-flokksmenn- irnir aðrir en þeir P. Þ. og Sveinn, og Sigurjón. Bjarni f. V. var fjar- staddur. — Þá var stýfingarfrv. tekið út af dagskrá og ákveðnar tvær umræður um leigu á 500 smálesta skipi til strandferða. Það er þingsál.till. frá samgöngu- málanefnd n. d. Er skipinu ætlað að vera í förum ásamt „Esju" frá í ágústmánuði og fram í dezem- ber ri. k. Annist það einkum vöru- flutninga, en hafi þó nokkurt far- þegarúm. Er þetta ein af tillögum 5 manna milliþinganefndarinnar í strandferðamálinu. Allshn. n. d. hefir skilað nefnd- arálitum um frv. Jóns Baldv. um sérstakan þingmann fyrir Hafnar- fjörð. Auk Jóns Baldv. er Pétur Þórðarson með frv., og fylgir með áliti þeirra áskorun til al- þingis um að samþ. slíkt frv. nú þegar, vegna mismunandi hags- muna kaupstaðar og sýslna, og með tilliti til fólksfjölda annara kaupstaða, sem eru sérstök kjör- dæmi. Hefir öll bæjarstjórn Hafn- arfjarðar ritað undir áskorunina. Meira hluti allshn., þeir J. Kjart, Arni frá Múla og P. Ott., leggj- ast þrátt fyrir það á móti frum- varpinu. Efri deUd. Þar var frv. um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða vísað til 3. umr. með nokkrum breytingum, eh rakarafrv. felt að gömlum vana í 3. sinn eftir tals- verðar deilur. Var nafnakall haft, og voru allir föstu íhaldsmenn- irnir á móti að meðtöldum Gunn- ari Ólafssyni, en hinir með. Féll það þannig með 7 atkv. gegn 7. Samf'ók alþýðimnar. Verkakvennafélag stofnað i Vestmannaeyjum. í gær var stofnað verkakvenna- félag í Vestmannaeyjum að til- hlutun verkamannafélagsins „Dríf- anda" með 100 félögum. I stjórn eru: Þóranna Ögmundsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Kristín Óladóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Félagið ákvað þegar í stað að ganga' í Al1- þýðusamband Islands. Vinnusamningur, er gildir i Hafnarfirði. Við undirritaðir, Kjartan Ólafs- son, Guðjón Gunnarsson og Björn Jóhannsson, f. h. verkamannafé- lagsins „Hlíf", og við undirritaðir atvinnurekendur í Hafnarfirði ger- um með oss svo feldan samning: 1. gr. Almennur vinnudagur reiknast frá kl. 7 árdegis til kl. 7 síðdegis, og skal einri klukku- tími dragast frá til matar og auk þess skal tvisvar fjórðung stund- ar gefið frí til kaffidrykkju, sem þó ekki dregst frá vinnutímanum. Helgidagar reiknast helgidagar þjóðkirkjunnar, svo og sumardag- urinn fyrsti , en engin vinna skal framkvæmd frá kl. 12 aðfaranótt og til kl. 7 árdegis annars dags stórhátíðanna: jóladags, nýjárs- dags, páskadags og hvítasunnu- dags. Föstudagurinn langi skal einnig friðhelgur frá kl. 12 að- faranótt til kl. 4 árdegis á laugar- dagsmorgun fyrir páska. 2. gr. Tímakaup verkfærra karl- manna skal vera, sem hér segir: Fyrir dagvinnu kr. 1,20 — ein króna og tuttugu aurar — fyrir klukkustund. Fyrir helgidaga- og nætur-vinnu kr. 2,20 — tvær krón- ur og tuttugu aurar — fyrir klukkustund. 3. gr. Vinnuveitendur skuldbínda sig til að láta innanbæjarmenn sitja fyrir allri vinnu, meðan þeirra er kostur; sama gildir einn- ig um vinnu þá, er þeir láta vinna í samningsvinnu. Vinnuveitendur skuldbinda sig enn fremur- til, að gera ekki á~ kvæðisvinnusamning í stærri istíl, nema verktakinn hafi áður undir- skrifað þenna verkkaupssamning. 4. gr. Samningur þessi gildir frá 1. janúar 1926 til 1. janúar 1927, og skal uppsegjanlegur fyrir 1. nóvemberár hvert, en sé honum ekki sagt upp af öðrum hvorum aðilja, gildir hann alt komandi ár, 5. gr. Samningur þessi ,er gerð- ur í tveim samhljóða frumritum, og heldur hvor aðili sínu. Hafnarfirði, 6. jan. 1926. Fyrir hönd verkamannafélagsins „Hlífar". Kjartan Ólafss. Björn Jóhannss; Gudjón Gunnarsson. Einar Þorgilsson, Þórður og Ingólfur Flygenring. Ingólfur Flygenring. pr. s.f. Akurgerði, Þórarinn Egílson. pr. Hellyer Bros Ltd. Þórður Einarsson Verzlun Böðvarsbræðra, Ólafur Böðvarsson. pr." Forst. G. Zoega. Geir Zoega. F. h. h. f. Víðir. Þórarinn Böðvarsson. pr Jón Einarsson og fél. Sigurg. Gíslason. Sjúlkrasamlág Reykj.avikn^r hélt aðalfund sinn í gærkveldL Tala hluttækra samlagsmanna var 1. jan. s. 1. 1802 (645 karl- menn og 1157 konur) og 20 hlut- lausir. Tala hluttækra samlags-m. 1. jan. 1925 var 1592. Formaður var endurkosinn Jón Pálsson bankagjaldkeri og i stjórn Guðgeir Jónsson, Jón Jóns- son frá B'ala og Felix Guðmunds- son, allir endurkosnir. 1 stjórrt-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.