Alþýðublaðið - 02.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.03.1926, Blaðsíða 2
2 ALEÝÐUBL'Ax, TS Ný koinngsheimsökn Síðasta heimsóknin kostaði yfir 200 000 krónur. Verkamenn þurfa nú að stimp- ast við atvinnurekendur um kaup sitt, en ; forsætisráðherra tilkynnir nýtt konnngskomubrnðl. Verkamenn lifa hér í Reykjavík við sult og seyru. Atvinnurekend- ur vilja ekki greiða þeim nægi- legt kaup. Verkakonur heimta 85 aura um stundlna, en atvinnurek- endur bjóða 80 aura. Það ern 5 aurar, sem á milli ber. Kosti konungsheimsöknin i sumar 200,000 krönur, má með konungs- komukostnaðinum greiða pá 5 aura, sem á milli ber, í 4 00 000 stunda. öðru samlagssvæði, svo að t. d. ef maður, sem er í Sjúkrasamlagi Reykjavikur, dvelur á Akureyri, þá geti hann notið hjálpar sam- lags þar, ef hann þarf á að halda, og eins geti samlagsmaður af öðru samlagssvæði skift við Sjúkrasamlag Reykjavikur á með- an hann dvelur hér í bænum. Sama regla ætti og að gilda um nágrannalöndin. í sambandi við það skoraði fundurinn á aiþingi, að veita fé handa föstum starfs- manni, sem verði sjúkrasamlags- boðí, reyni að stofna ný samlög sem víðast á landinu og efla þau, sem fyrir eru. Ferðist hann um landið i því skyni, líkt og reglu- boðar Góðtemplara gera. Stjórn samlagsins var og falið að athuga útgáfu minningar- spjalda. Pau tvö mál eru komin frá stjórninni, en jarðarfararsjóðs- málið frá ísleifi Jónssyni, gjald- kera félagsins. Guðm. R. Ólafsson úr Grinda- vík fór þess á leit við stjórnina, að hún vekti riiáls á því við þá lækna, sem hlut eiga að máli, að þeir létu henni í té skýrslur eða áætlanir um, hvað mikið fé sam- lagið myndi þurfa til að greiða einnig þær lækningar fyrir félag- ana, sem nú eru undanskildar, þ. e. tannlækningar, ljóslækning- ar og nudd og böö til fullnustu, eða til vara, ef læknarnir ekki treystu sér til að gefa ákveðnar bendingar þar um, þá bæði stjórn samlagsins þá að koma á skýrslu- gerðum um það efni, svo sem föng eru á, svo að leiðbeiningu mætti fá af þeim í framtíðinni. Alpingi. Neðri deild. Þar var í gær myntsamningsfrv. umræðulaust afgreitt sem lög, og eru það fyrstu lögin, sem samþykt hafa verið á þessu þingi. Þá var löggildingu verzlunarstaðar í Málmey vísað umr.laust til 3. umr. Síðan var framhaldsumræða um stýfingarfrv. í nærri 3 stundir, og var henni þá frestað aftur, en frv. vísað til fjárhagsnefndar. Við þessa umræðu var það, að Ólafur Thórs hélt jómfrúræðu sína og lýsti fóstbræðralagi við „Tíma“-flokkinn í gengismálinu. Alþýðublaðið tók það fram, er Morgunblaðið var með fyrsta konungskomufleipur sitt um dag- inn, að það væri hvorki hægt né rétt að reyna að hindra konung frá að koma hingað sem „prívat“- maður eins og hver annar ferða- maður, en bætti því hins vegar við, að íslenzk alþýða væri alls ekki reiðubúin til aÖ taka á móti „konungsheimsókn" í dýrustu merkingu þess orðs. Þó að nú séu liðin framt að því 20 ár síðan, er öllum enn í fersku minni hið gengdarlausa brutl landsstjórnar- ínnar eða umboðsmanna hennar á landsfé, er Friðrik 8. kom hingað 1907, og hvernig þjóðvegir þeir, sem konungur fór um, flutu i kampavíni, sem konungssveitin ekki gat torgað þrátt fyrir karl- mannlegan þorsta, eða að það eitt kostaði um 30 000 kr. að láta „smakka“ á vínum þeim, sem kon- ungur átti að drekka. Þegar kon- ungur sá, er nú situr að völdum, kom hingað 1921, kostaði heimsóknin yfir 200 000 krönur, og auk þess var stofnuð svo nefnd fálkaorða til þess, að þeir dindlar stjórnarinnar, sem höfðu hina sönnu halanegra-náttúru dindilsins, gætu „tattóverað" á sér hnappagatið með þessu merki. Alþýðublaðinu gat því ekki dottið í hjartans hug, að nokkur stjórn gæti verið konungi svo óheilráð að ýta undir hann í nýja heim- sókn, hvað þá heldur, að hún þyrði að taka ábyrgð á slíku, eins og núístendur á. En nú tilkynnir forsætis- róðherra nýja konungskomu í sumar. Það er þá hann, sem ber ábyrgðina og það að því, er sýnist, brjóst- sviðalaust. Verkamönnum og atvinnurek- endum bera á milli 15 aurar á klukkustund. Koniingskomukostn- aðurinn gœti pví borgað pessa 15 aura l 1 333 333 stundir. Atvinnurekendur ætla að láta vinna utan bæjar það, sem þeir geta, fyrir lægri verkalaunin úti á landsbygðinni. En á móti konungi á að taka fyrir svo mikið af pen- ingum alþýðunnar, sem myndi nægja til að greiða að miklu leyti það, sem verkamenn og atvinnu- rekendur greinir á um. Það gæti því næstum litið svo út, eins og ætti að grciða konungskomukostn- aðinn með pví, sem dregið er aj kaupi verkamanna. En nú er nóg komið! Þetta læt- ur alþýðan ekki bjóða sér. Al- pgða polir enga konungskomu, nema kröjum verka-manna og -kvenna sé sint. Að þjóðernis- og sjálfstæðis- hanarnir, sem hæst gala á móti öllu dönsku, nú rifna af gleði yfir því, að „komingur lslands“, eins og þeir orða það, kemur hingað á dönsku herskipi, finst alþýðunni að eins hlægilegt sýnishorn af hinu alþekta „samræmi“ milli orða og gerða burgeisanna. Engin konungs-helmsökn, nema verkakaup haldist óbreyttl Sjúkrasamlag Reyk javlkur. ('IN) Stjórninni var falið að reyna, svo sem unt verður, að koma á samböndum milli sjúkrasamlag- anna, sem starfandi eru á landinu, um gagnkvæma hjálp við þá félagsmenn, er staddir eru á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.