Alþýðublaðið - 02.03.1926, Side 3

Alþýðublaðið - 02.03.1926, Side 3
ALRÝÐUBLAÐID 9 Síðar lýsti Tr. F>. ánægju sinni yfir því, að hafa fengið hann við hlið sér. Annars talaði Ólafur um kreppu vegna of mikillar fram- leiðslu og gengishækkunar og um íækkun framleiðslukostnaðar við togarana með því að láta þá liggja í höfn, og kvað verið geta, að til þess yrði gripið. Kvartaði hann undan því, að stóratvinnu- rekendur hér væru ekki eins ríkir og í Danmörku og Noregi. Fyr- ir því mætti ekki láta þá tapa á gengishækkun. Hitt mintist hann ekki á, hvort þeir hefðu mátt græða á lággengi á kostnað verkamanna. Hann kvartaði jafn- framt undan háum sköttum á út- gerðarmönnum, en vildi ekki ræða til hlitar á opinberum pingfundi, hvernig úr því mætti bæta. Jón Þorl. kvartaði einnig undan því, hve verkakaupið væri hátt, og þótti honum það víst ekki æski- legur árangur af hækkun krón- unnar. Þó kvaðst hann vera hækk- unarmaður. Svíar hefðu einu sinni fyrrum stýft krónuna sína. Jafn- vel 50 árum síðar hefðu þeir orðið að greiða hærri vexti af erlend- um lánum heldur en Norðmenn, sein þá hefðu þó verið fátæk þjóð. Ásg. Ásgeirsson kvaðst ekki vilja láta íslendinga elta neina aðra þjóð í gengismálinu, — þá víst jafnvel ekki Finna. Hann kvaðst að eins ineð einu skilyrði myndu verða með hækkun krónunnar, þ. e. því, að verkamenn samþyktu með fúsu geði að lækka kaup sitt fullkomlega að sama skapi og krónan hækkaði. Enginn þing- mannanna mintist á áhrif stýf- ingar á hag innflutnings kaup- manna eða annara alþýðustéttar- manna, svo sem verkamanna. Jón Baldvinsson var veikur. Samgmn. n. d. vill láta sam- þykkja samninginn við Mikla nor- ræna ritsímafélagið. Efri deild. Þar var að eins eitt xnáL á dag- skrá, frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1925. Var því umræðulaust vísað til 2. umr. og fjárveitingan. Halldór Steinsson flytur fyrir- spurn um, hvað stjórnin hafi gert til þess að fá Landsbankaútbú sett á stofn í Stykkishólmi. Ný frumvðrp. Jón Baldvinsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins á alþingi, flytur frumv. um, að styrk vegna ómegðar megi ekki telja sveitarstyrk. f frv. er slík ómegð talin, ef fleiri eru en þrír skylduómagar karlmanns eða fleiri en einn skylduómagi konu. — Stj.frv. um að gera verðtollinn að föstum tolli var lagt fram í dag. Samkv. gildandi lögum á hann að falla niður um næstu ára- mót, en við það mun Jón Þorl. ekki hafa kunnað. — Landbún- aðarn. n. d. flytur frv., er dýra- læknir hefir samið að mestu, um bann gegn innflutningi lifandi spendýra og fugla, nema atvinnu- málaráðuneytið leyfi í samráði við dýralækni og á það ásamt öðrum bannákvæðum að vera Reynið nýju Waverley- slgaretturnar með og án korkmunnstykkis. HT Vandfundnar betri. Einkasalar á íslandi. Tóbaksverjlun Islandsh.f. vörn gegn dýrasjúkdómahættu. Þá flytur Einar Árnason frv. um 6katt af lóðum og húsum í Siglu- fjarðarkaupstað til bæjarsjóðs þar fyrst um sinn, til greiðslu kostn- aðar við byggingu sjóvarnargarðs- ins þar. Næturlæknir er i nótt Ólafur Jónsson, Vonar- stræti 12, slmi 959. Togararnir. Snorri goði kom frá Englandi í morgun, en Gylfi i gær. Einnig kom inn i gær þýzkur togari, sem eitthvað hafði bilað hjá. Einar skálaglain: Húsið við Norðurá. var timburhús-hjallur, á öðrum torfbær, og þótt timburhúsið að vísu væri eitthvað reisu- legra en bærinn, var hann þó miklu heitari og betri. En sú var nú tíðin, að rnenn vildu heldur sýnast en vera, og því var auðvitað hver jörð kot, sem var með torfhúsum, þótt / búskapur þar væri miklu betri en þar, sem bárujárnsbaukarnir voru. Ein af þessum jörð- um var Halastaðakot, og var hún ein af beztu jörðunum upp með ánni. Jarðarhúsin voru ljót og niðurgrafin, og sá varla annað af þeim en strompinn, og var hann sízt burðugur; — Það var gömul sementstunna frá nafntogaðasta sementssalanum i Reykja- vik. Hafi bærinn ekki valdið kotsnafninu, er illskiljanlegt, af hverju það stafaði, því að bóndinn, sem bjó þar, var í sæmilegum efn- um eins og allir, sem á kotinu höfðu búið. Að vísu var bóndinn þar eins og hér um bil allir bændur með óþrjótandi, háværan barlóm og stöðugar spásagnir um það, að hann myndi þá og þegar segja sig til sveitar. En það sá á, að bóndi var í sínu föðurlandi, því að enn höfðu spárnar ekki ræzt, og virtist langt í land með það, að þær rættust. Svo sem til að sanna fátækt sína var hann alt af illa til fara og skítugur, sem ekki þurfti að vern, því að hann komst vel af. Auk þess var hann lágur, samanrekinn og gífurlega hjól- fættur, og var þetta honum ekki sjálfrátt eins og hitt, heldur hafði listfeng náttúran bersýnilega verið að leika sér að því að byggja hann hálfgert i rómönskum stíl, og mynduðu fæturnir línuhreinan bogagluggn. Hann minti því einna helzt á ítalska sveita- kirkju frá fyrri hluta miðalda, sem var látin hrörna eftir vild, svo að hún sannfærði ferða- langana enn betur um aldur sinn og forn- menjagildi. Hann hafði og það sameigintegt

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.