Alþýðublaðið - 04.03.1926, Side 2

Alþýðublaðið - 04.03.1926, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAx, U Alpingi. Neðri deild. Þar var í gær löggilding verzl- unarstaðar í Málmey og þingsál,- till. um samþykt samningsins við „Mikla norræna“ afgreitt til e. d., verzlunarbókafrv. vísað til 3. umr. og till. um leigu á strandferða- skipi til síðari umr. „Kára“-félagið hefir nú að nýju hafið betliferð tii alþingis. Árið Í923 var félagi þessu gefin ríkis- sjóðsábyrgð gagnvart Islands- banka fyrir 5 000 sterl.pd. skuld þess við enskan banka, og fékk ríkið þá 2. veðrétt í tveimur tog- urum þess, næst á eftir 20000 sterl.pd. veðskuld þess við sama banka. Nú biður það um að gefa sér aftur veðréttinn til að nota hann handa lslandsbanka, þannig, að 150 þús. kr. skuld þess við hann gangi fyrir veðskuld þess við ríkissjóð, því að þá muni bankinn lána því enn á ný. Fjár- hagsnefnd n. d., þeir Jón Auð- unn, Magn. dós., Bj. Líndal, Kle- menz, Ásgeir, Halld. Stef. og Jak- ob, voru ekki seinir á sér að mæla með þvi, að alþingi leyfi Jóni Þorl. að gera „Kára“-félaginu þenna „smágreiða“. Það er hvort sem er ekki hætta á, að Jóni verði skotaskuld úr að vinna tapið upp aftur með verðtollinum á nauð- synjavörur almennings. Svo mik- ils þótti við þurfa, að aukafundur var settur í deildinni til að ákveða tvær umræður um betligjöfina. Efri deild. Þar var frv. um skatt af hús- um og lóðum á Siglufirði visað til 2. umr. og allshn. Ný frumvðrp. Samkvæmt beiðni bæjarstjórn- ar Reykjavíkur flytja þeir Jón Baldv., Jakob og Magnús dósent frumvarp um lögveð hafnarsjóðs Rvíkur í skipum fyrir greiðslu á skemdum á mannvirkjum hafn- arinnar, ef af þeim hljótast, og um lengingu samningartíma kjör- skrár um mánuð í hvert sinn. Magnús dósent og Jakob flytja að ósk sóknarnefndar dómkirkjusafn- aðarins hér og safnaðarstjórnar fríkirkjunnar frv. um, að kostn- aður við líkhús, er söfnuöur læt- ur reisa, skuli lagður á á sama hátt og- kirkjugarðsgjald. í. H. Bjarnason flytur þingsál.till. um endurskoðun á ríkisborgararéttar- lögunum . Drukknanir. I gær drukknuðu þrír menn af vélabátum, sem voru að fiska í Miðnessjó. Tók þá alla út, sinn af hverju skipi. Bátarnir voru: „Ingólfur" og „Hrefna" frá Akra- nesi og „Guðrún“ úr Hafnarfirði. Af „Guðrúnu“ tók út tvo menn, en annar náðist aftur. „Hrefna“ misti einnig bátinn. Maðurinn, sem drukknaði af „Ingólfi", hét Öskar Þorgilsson úr Hafnarfirði, stýrimaður bátsins, nærri 27 ára gamall. Eftir lifa ekkja hans og barn. Sá, sem drukknaði af „Hrefnu", hét Bergþór og var af Akranesi. Hver þriðji maðurinn var, hefir enn ekki frézt. Innlend tíðindi. ísafirði, FB., 3. marz. Áskoranir til alþingis um áfengismálið. Umdæmisstúkuþing Vestfjarða, haldið á Isafirði, samþykti í gær áskorun til Alþingis, svo hljóð- andi: „Sjötta ársþing umdæmisstúk- unnar nr. 6 skorar á alþingi 1926: 1. Að veita bæja- og sveita- félögum heimild til þess að á- kveða með almennri atkvæða- greiðslu, hvort þau vilji hafa út- sölu áfengis eða ekki, á meðan Spánar-undanþágan er í gildi. 2. Að gera nú þegar ráðstafanir til þess að losa landið við Spánar- vínin og fela þeim mönnum einum trúnaðarstörf í því efni, sem eru bannstefnunni fylgjandi. 3. Að fella úr nú gildandi lög- um heimild lyfsala og lækna til þess að selja mönnum áfengi eftir lyfseðlum, 4. Að setja skýr lagaákvæði um, að ekkert skip megi hafa óinn- slglað áfengi innan borðs, frá því það kemur fyrst í höfn hér við land, og þar til það leggur úr síðustu höfn hér. 5. Að auka bannlagaeftirlit og tollgæzlu að miklum mun. 6. Að láta ríkissjóð eða viðkom- andi bæjarsjóði annast rekstur lyfjabúÖa hér á landi og koma því svo fljótt á, sem unt er." F. Eldvigfslaii. IV. Þórði Þórðarsyni bregður fyrir við og við á leiksvæðinu. Kem- ur hann prýðilega fyrir sig orði og væri vel fær um að leika erf- iðara hlutverk. Láru mál er létt og þýtt; lætur henni sízt að skamma; Anna syngur angurblítt, enda grætur tengdamamma. Kveðjuathöfnin á Siglufirði er ósvikinn skrípaleikur úr daglegu lífi. Er þar hispurslaust beruð blygðun tungumjúkra dindil- menna. Takast fíflalætin að von- um, og daðrið nýtur sín eftir að- stæðum. Tryggvi er ágætur á ræðupalli og talar dönsku eins og Islending- ur. En fremur eru bjálfarnir fáir, sem í kringum ræðupallinn standa. Loks sér inn í háborg islenzkrar menningar. Blasir þar við fangahús, kirkja og sökudólgur í gálga. Eru þá breyttir siðir. Orð spámannsins hafa ræzt. Verða klerkar að vaða elda. Flýja þeir og finnast ekki, en bræður þeirra eru á bál leiddir. (Frh.) H. J. Kappteflið norsk'islenzka. (Tilk. frá Taflfélagi Reykjavíkur.) Rvík, FB. 2. marz. 51. leikur Norðmanna (hvítt), K c 1 — d 1. 51. leikur íslendinga (svart), H e 4 — a2. 52. leikur Norðmanna (hvítt), e 2 — e 5. 52. leikur íslendinga (svart), f 6 x e 5. 53. Ieikur Norðmanna (hvitt), R d 6 x c 4. Skipafréttir. „Gullfoss" og „Lagarfoss" eru væntanlegir i nótt.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.