Alþýðublaðið - 04.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 6 Um dapiissi og veginu. Nœturlækuir Ölafur Ounnarsson, Laugavegi 16, simi 272. Hljómsveit Reybjavikur heldur hljómleika næstkomandi sunnudag, en aðalæfing er annað kvöld kl. 7,15 í Nýja Bíó, eins og auglýst var í gær. Á efnisskránni eru verk eftir alkunna meistara. Að- stoð veitir í þetta skifti frú Guðrún Sveinsdóttir. Hefir hún lært söng í tónlistarskólanum i Kaupmannahöfn og síðar í Þýzkalandi. Hér hefir hún ekki sungið fyrr á opinberum hljómleikum. Isfisksala. Tryggvi gamli seldi afla sinn i gær fyrir rúm 1400 sterl.pd. Krossganga er 1 Landakotskirkju kl. 6 e. m. á morgun. Bæjarstjörnarfundur <er í d'ag. 7 mál eru á dagskrá. Verkakvennafélagið „Framsókn“ heldur fund í kvöld kl. 8,30 í G.-T.-húsinu. Rætt verður um kaup- gjaldsmálið, og skorar stjórn fé- iagsins á allar konur, er vinna eða ætla að vinna á fiskstöðvunum, að sækja fundinn, hvort sem þær eru í félaginu eða ekki. Tregt að leiðrétía. Ekki hefir „Mgbl.“ enn pú haft fyrir því að birta leiðréttingu Lar- sen-Ledets, þá, er Sigurbjörn Á. Gíslason bað 21. jan. blöð þau aö birta ,er flutt höfðu rógskeytið, er sent var hingað um bindindisfröm- uðinn Pussyfoot, og það flutti 14. jan. Er þess varla að vænta, að það birti leiðréttinguna hér eftir. Herluf Clausen, Síml 39. ,ViIti Tno‘ erkominn. Hvernig líst þeim ihaldsmönnum, sem telja sig bannmenn, á þetta háttalag? „Vilti Tarzan,“ sagan, sem er ný búin í blaðinu, er nú komin út. Þeir hér í bænum, sem hafa pantað bókina, eru úmintir um að- sækja hana innan viku; ann- ars verður húu seld öðrum, þar sem upplagið er mjög takmarkað. Veðrið. Frost mest 12 st. (á Grímsst.); minst 4 st. (í Vestm.eyjum og víðar)! Átt norðaustlæg, fremur hæg. Veð- urspá: í dag: Norðlæg og norð- austlæg átt, — allhvass og dálftil snjókoma við Norðvesturland. Hæg- ur á Suður- og Austur-landi. I nótt: Norðan og norðaustan, fremur hægur. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 118,45 100 kr. sænskar .... — 122,42 100 kr. norskar .... — 98.25 Dollar.....................- 4,57^4 100 frankar franskir . . — 17,35 100 gyllini hollenzk . . — 183,06 100 gullmörk þýzk... — 108,74 Einar skúlaglam: Húsið við Norðixrá. fallið reglulegt og svipurinn hreinn og gáfu- iegur. Var hún eins í lund, og var hún víst eini maðurinn i sveitinni, sem enga hugmynd hafði um, að hún væri falleg. En fegurð hennar var á vörum allra sveitarbúa, sem vonlegt var. Faðir hennar var og manna glöggastur á fegurð dóttur sinnar og nota- gildi hennar. Hann var fastráðinn í því, að láta Guðrúnu giftast einhverjum höfðingja — presti, kaupfélagsstjóra eða einhverri slíkri höfuðskepnu, áður en lyki. En hann hafði veitt því eftirtekt, að ungir menn seildust eftir að vistast hjá honum, og voru kjörin, sem þeir gerðu sér að góðu, svo lítilfjör- leg, að Jón gamli skyldi, að það var Guð- rún, sem dró þá. Þótti honum gott, meðan þessa ódýra vinnukraftar nyti við, og fanst því Guðrúnu ekkert liggja á i hjúskaparstétt fyrst um sinn; hún var ekki nema 23 ára. Ekki hafði Jón sett Guðrúnu til menta; hún hafði hvorki verið á kvenna- né hússtjórnar- skólanum, og ekki hafði hún lært guitar- spil eða karlmannafatasaum, en hún hafði þá fátíðu andagift, að alt, sem hún snerti á, fór henni vel úr hendi. Beru og Jóni hafði oft borið á milli um börnin; sérstaklega hafði henni verið illa við, að Jón notaðj Guðrúnu hálfgert eins og beitu fyrir vinnu- menn; en fékk engu ráðið. En Guðrún sjálf var kát og hýr, eins og alt væri í bezta lagi. Síðustu þrjú árin hafði Þorsteinn nokkur Eyjólfsson verið vinnumaður hjá Jóni gamla. Hafði Jóni líkað ákaflega vel við hann, því að hann var afbragðs-vinnumaður og eftir því verklaginn. Hafði Jón aldrei borgað hon- um kaup allan þann tíma, og var ekki ann- að að sjá en að Þorsteinn léti sér það vel lynda, og fanst karlinum það, sem von var, höfuðkostur. Þorsteinn var gáfaður og vel .4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.