Alþýðublaðið - 05.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.03.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLA^ D Landhelgisgæzlan Og fiskiþingið. (Nl.) Fiskiþingsnefndin, er fjallaði um málið að þessu sinni, er ein- luiga um það, að landhelgismál- ið sé í slíkri óreiðu, að eigi sé vió það unandi. Er það aðallega tvent, sem hún leggur áherzlu á í því efni, sem sé, að skipakostur lil vörzlunnar sé ónógur, og að landhelgin sé of þröng. Um fyrra atriðið getur hún þess, að úr því muni rætast með varðskipinu nýja, er væntanlega kemur í sum- ar. Þó telur hún nauðsynlegt, þar lil skipið kemur, að styrkja Aust- firði til landhelgisvarna. Kveður hún skip vaða þar uppi innan landhelginnar, alveg uppi við landssteina, og spilla þar óáreitt veiði landsmanna. Getur nefndin þess, að um langt skeið hafi það verið áhugamál þeirra, er sjó- mensku stunda á heimamiðum, að fá landhelgina rýmkaða og heizt svo, að flóar og firðir yrðu al- friðaðir fyrir togurum. Um þetta farast nefndinní meðal annars þannig orð: „Sé hægt með vaxandi rann- sóknum um líf fiska hér við land að sannfæra þær þjóðir, er fiska hér, um, að nauðsynlegt sé að fá hreiðara svæði friðað vegna upp- vaxtar ungfiskjarins, verður að telja það mjög líklegt, að breyt- ing fáist á landhelgistakmörkun- um, og það því frekar, sem eng- in föst alþjóðavenja er um land- helgistakmörk, og mikilsmegandi þjóðir telja rýmkun landhelginnar enga fjarstæðu.1' Tillögur þær, er nefndin bar fram um landhelgismálið, eru svo hljóðandi: „1. Fiskipingið skorar á stjórn og ping að fá bát tafarlaust til landhelgisuarna fyrir Austurlandi, par til hið nýja varðskip kemur. 2. Fiskipingið skorar á stjórn og ping að reyna að fá landhelg- ina rýmkaða og að styðja eftir megni alla viðleitni, sem kemur fram í pá átt að vinna pvi máli gagn.a Nefndin hefir réttilega bent á nauðsynina á umbótum að því, er ánertir þessa tvo þætti land- helgismálsins, varðskipakostinn og landhelgissvæðið, en henni hefir láðst að kveða upp álit sitt og gera tillögur um atriði það, er hlýtur alt af að vera eitt af meg- inatriðum landhelgisgæzlunnar og landhelgismálsins í heild sinni, sem sé framkvæmd yfirvaldanna á landhelgislögunum. En það er sá þáttur landhelgismálsins, sem svo er ábótavant, að það er þjóð- inni eigi einungis til stórkostlegs fjárhagslegs tjóns, heldur einnig til hinnar mestu vansæmdar. Hefir verið sýnt fram á það hér í blað- inu fyrir nokkru með þeim rök- um, er eigi verða hrakin. Hefði nefndin átt að koma fram með tillögu þess efnis, að fiskifiingið skoraði á landsstjórnina að hlut- ast til um pað, að yfirvöldin beittu landhelgislögunum pannig, aðpau mœttu að gagni koma, en eigi eins og peim hefir verið beitt til pessa. Með því hefði nefndin ef til vill unnið það ágætisverk, að fyrir- byggja í framtíðinni öll uppboðs-, Cardinal- og Júpíters-hneyksli. S. Or. Alþingi. Neðri deild. Þar var í gær frv. um viðauka víð Flóaáveitulögin samþ. til e. d. og frv. um innflutningsbann á dýrum (án leyfis) og um raf- orkuvirki til 3. umr. Hafði á- veitufrv. tekið nokkrum breyting- um. — Um dýrafrv, benti J. A. J. á þá ósamkvæmni, að það und- antæki engin spendýr, en myndi þó ekki eiga að teljast bannfrv. gegn innflutningi mannfólks, sem þó væri ein spendýrategundin, og annar þingmaður minti á, að erfitt myndi reynast að beita því gegn rottunum. Þvi svaraði Halld. Stef. þannig, að varla myndi neinn fara að flytja inn fólk á sama hátt og vöru. Það kæmi þá sjálft. Og rotturnar flyttu menn ekki inn viljandi. J. A. J. gat þess, að fólk hefði þó verið flutt inn til landsins á likan hátt og önnur dýr, þ. e. án þess að það sjálft hefði frumkvæðið að flutningnum. Þá kom til umræðu heimildar- beiðnin handa stjórninni eða Jóni Þorl. að mega gefa „Kára“-félag- inu þaö eftir, að skuld þess við Islandsbanka gangi fyrir ábyrgð- arskuld þess við ríkissjóð um tryggingu með 2. veðrétti í tog- urum félagsins gegn því, að bank- inn láni því fé til útgerðar núna á vertíðinni. Var látið heita svo, að veðréttur ríkissjóðs Víeri tal- inn nær einskis virði, þar sem 1. veðréttur gengi fyrir, en skipin væru fallin í veröi, en öðru vísi virðist Islandsbankastjórnin líta á það mál. Hafði Björn Líndal íramsögu fjárhagsnefndar. Lagði hann áherzlu á, að afgreiðslu málsins þyrfti að flýta; þó upp- lýsti hann þaö, að deila hefði áður fyrri staðiö um það í þinginir, þegar ríkið gekk í ábyrgðina, hvort skilja bæri svo, sem trygg- ingin, er ríkissjóður fengi, væri í 1. eða 2. veðrétti skipanna, en svo reyndist hún vera að eins í 2. veðrétti (Vel af sér vikið!) og að félagið skuldaði ríkissjóði 42 fiús. kr. í tekjuskatt, sem hann taldi elcki myndu unt að fá greiddan. Jón Þorl. kvað fjárhags- nefnd hafa flutt tillöguna eftir beinum tilmælum stjórnarinnar. 20 000 sterlingspunda skuldin, sem gengi fyrir veöi ríkissjóðs, væri með áföllnum vöxtum 487 000 ísl. kr. — Það var því óhætt að hleypa enn ineiri skuld fram fyrir veðskuld félagsins viö ríkið( !)• Síðar kvað hann samt sem áöur geta farið svo, að félagið færi á höfuðið í vertíðarlokin. Pétri Otte- sen reiknaðist, að tap ríkissjóðs á „Kára“-félaginu að með töldum ógreidda tekjuskattinum liti út fyrir að verða upp undir 170 þús. kr. Hefðu þó eigendur félagsins sumir verið vel efnaðir menn, sem gjarna hefðu getað lagt fram féð í stað þess að fá ríkisábyrgðina 1923. Var þá nokkuð deilt um, hverjum ábyrgðarlánið væri að kenna. Jón Þorl. kvað „Kára“-fél. ekki standa hallari fótum nú en í árslok 1923, Virtist honum það víst vera góð röksemd fyrir sanr- þykt betligjafarinnar. Hákon kvað rök B. Líndals heimskuleg. Kvaðst hann hafa frétt, að fisksala „Kára“-félagsins hefði farist fyrir í sumar sökum klaufalegrar stjórnar. — Var svo betligjafar- tillagan borin upp og samþ. mót- atkvæðalaust til síðari umræðu. Stóð þá Jón Þorl. upp og óskaði, að, deildin afgreiddi málið til fullnustu þegar i stað. Var þá fundi slitið og annar settur í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.