Alþýðublaðið - 05.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.03.1926, Blaðsíða 3
5. marz 1926. ALÞÝÐUBLAÐID snatri og afbrigði leyfð gegn 3 atkv. til að ganga þegar til síðari urnræðu. Kom þá hik á Þórarin og spurði hann, hvort þessi sam- þykt væri til annars en að spila tryggingunni úr höndum ríkisins. Við það vildi Jón Þorl. ekki kann- ast, og var þá gengið til atkvæða í annað sinn. Varð hún þá dálítið treg í fyrstu, svo að forsetinn á- kvað nafnakall. Var þá betligjöfin .samþykt til hlítar í n. d. með 19 atkv. gegn 5, og sögðu „já": Árni frá Múla, Ásgeir, B. Líndal, H. Stef., Jakob, Jón Auðunn, J. Kjart., J. Sig., Jón Þorl., Jör. Br., Kl. J., M. Guðm., Magnús dós., M. Torfason, Öl. Th., P. Þ., Sigur- jón, Sv. Öl. og Þorleifur. „Nei" sögðu: Bernh., Hákon, Ing. Bj., P. Ott. og Þórarinn. Ben. Sv. og Tr. Þ. sátu hjá og greiddu ekki atkvæði, en Jón Baldv. og Bj. f. V. voru veikir. — Einhverju •sinni hefir n. d. verið seinni í vöfunum. Að þinghneyksli þessu verður nánara vikið á morgun. EM deild. Þar var til umr. í gær frv. um hreytingu á yfirsetukvennalögun- nm frá 1919; 1. umr. Var frv. eftir nokkrar umr. vísað til 2. umr. «g fjárhagsn. með öllum greidd- um aíkv. Þá var og á dagskrá till. 111 þingsál. um ríkisborgararétt; hvemig ræða skuli. Var ákveðin 1 umr. um frv. Leikfélag Reykjavíkur. „Á útleið", sjónleikur i þrem þáttum eftir Sutton , Vane. „ Frh. Meðal farþeganna er enn frem- ur kona ein, írú Midget, er í jarð- vist sinni var þvottakon. Hún er óbrotið náttúrubarn, einföld, en fórnfús og lítilþæg, enda hefir það fallið í hlutskifti hennar hér í lífinu að þoka fyrir öðrum. Hún er móðir Toms Priors, en hefir orðið að sjá af honum út í hring- iðu lífsins. Hún hefir þó haft vakandi auga á honum, en hefir forðast að láta hann eða aðra verða vara við, hver hún er, af ótta við að verða þrándur í götu hans til' vegs og virðingar. Og nú hefir hún fylgt honum á þess- ari ferð hans yfir í annað líf. Og enn þá veit hvorki hann né aðrir, hver hún er. En launin fyrir hina miklu fórnfýsi hennar og móðurást eru þau, að hún fær að annast hann á hinu nýja tilveru- stigi. Þá eru enn ótaldir tveir far- þegar, Anna og Henry. Yfir þeim hvílir einhver annarlegur hlær og þau eiga ekkert samneyti við hina farþegana. Ástæðan er sú, að þau eru enn þá eigi alveg skilin við jarðlífið. Þau unnast hugástum, en hafa eigi treyst sér til að lifa, og því hafa þau reynt að fyrir- fara sér með því að láta gas OO^ oo Ljúff engar og kaldap JEfnkasalar á ísJaisdi. L|J Tóbaksverjiun íslandsh.f. I|j ,VUti Tarzaii4 erkoiinn. streyma inn í herbergi það, er þau eru í. Lífið er smám saman Einar skálaglam: Húsið við Norðnrá. að sér, kunni nokkuð í ensku og öðrum málum, góður maður og gæfur og hinn snotrasti hið ytra. Hafði Jón vel veitt því eftirtekt, að hugir þeirra Guðrúnar hneigð- ust saman, og var fastráðinn í, að ekki yrði úr því neinn hjúskapur, þó að Bera reynd- ar hefði verið að talfæra það við hann og leggja Guðrúnu og Þorsteini liðsyrði. Ekki hafði hann þó verið með neinn sletti- rekuskap át úr því, þó að þau hittust eins- lega, því að hann óttaðist, að Þorsteinn ryki þá úr vistinni. En hann gætti þess engu að síður, hverju fram vatt. . Því var það eitt kvöld þetta sumar, þegar fólk var komið af engjum, að þaU Þorsteinn vorú stödd frammi í gestastofu svo nefndri. Þár var þeim óhætt að talast við, sem þau vildu, því að Jón gamli var syo mikill nirfill, að hann tímdi ekki að ganga um þá stofu, nema þegar ekki varð hjá því komist. Og J)ó var stofan ekki neitt sérstaklega skraut- leg. I henni var ferstrent furuborð á miðju gólfi, en fyrir öðrum gafli stóð kommóða. Á henni voru tvö blómaglös úr spegilgleri og í þeim nokkur puntstrá, en tveir postu- línshundar, nauðrakaðir um afturhlutann, en logagyltir á trýninu, sátu á henni og störðu aðdáunaraugum á „Aldur mannsins", sem hékk á hinum gaflveggnum. Var það mynd agaleg álitum, af dönskum manni, tekin á hverjum tíu ára fresti frá því að hann var, í móðurlífi, og þar til, er hann var 100 ára, sem fæstir menn verða, sem betur fer. En beggja vegna við kommóðuna hékk mynd af Nikulási Rússakeisara og drotningu hans i öllum regnbogans litum . Þau Þorsteinn sátu sitt hvörum megin við borðið og héldust í hendur yfir um þaö þvert. Það var auðséð á þeim, að viðtals- efnið var þeim ekki geðfelt. Svona getum við þraukað árum saman, Pabbi þinn giftir þig aldrei mér. Hann ætlar þig einhverjuni höfðingjanum, þegar hana

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.