Alþýðublaðið - 06.02.1920, Side 1

Alþýðublaðið - 06.02.1920, Side 1
Alþýðublaðið G-eíið út af Alþýðuílokkiium. 1920 Föstudaginn 6. febrúar 27. tölubl. S==— — Khöfn 4. febr. Gengisimmur peninga í Suður- Jótlandi kostar Danmörk 107 milj. króna. Habstoot»gaj»aj* til valdffl. Khöfn 4. febr. Símfregn frá Washington segir, a*5 sendiherraráðið hafi aftur viður- kent yfirráð Hab3borgara í TJng- Verjalandi. frá Stberín. Kköfn 4. febr. Pregn frá Washington hermir, a^ herráð byltingamanna hafi tekið Vladivostock (við Kyrrahaf). ssAuðvaldið44. (Niðurl.) Verksmiðjueigendar og kaup- ^nn. Einar segir að verksmiðju- ^naður sé ekki til í landinu. Það er líka rétt, að lítið er um hann. tví segir hann, að átt muni vib ^aupmenn, þegar talað sé um ailðvald. Það gildir einu, hvort það 6ru kaupmenn, sem eru atvinnu- r0kendur, eða verksmiðjueigendur, aðir reta atvinnu á sama hátt. Hann segir að jafnaðarmenn akifti sér lítið af skrifstofufólki. að er rétt, en það er því sjálfu Q kenna. Það skoðar sig sem »ai'istokrati“ (o: heldrafólk) og vill 6kki við félagsskap eiga, enda sýpur að seiðið af því, því það er mjög illa launað, húsbændum þess til einkis sóma. Kaupgjaldið. „Eru menn píndir til að vinna fyrir óheyrilega lágt kaup?“ spyr Einar. Hann svarar, að því fari fjarri. En eg segi að svo sé, óbeinlínis. Á meðan verkamenn hafa ekki rótgrónari félagsskap með sér, en þeir hafa nú, verða þeir að ganga að boðum atvinnurekenda, hvort sem þau eru sanngjörn eða ekki Prófessorinn heldur því fram, að atvinnurekendur hafi orðið við kröfum verkamanna, og megi þeir vel við una. Það findist honum líklega,, ef hann ætti sjálfur að lifa á launum þeirra. En væri Einar nægjusamur, eins og hann vill að verkamenn séu, þá væri hann ekki að snuðra eftir beini í hverjum krók, þegar hann hefir fullar ámur kjöts! Yerkamenn hafa orðið meira en að þrefalda kaupið síðan fyrir stríðið, segir Einar. Hvað er þá kaup verkamanna? Maður, sem gengur alt árið í vinnu, getur þá borið úr býtum 3640 kr. En þess er að gæta, að hann hefir að jafnaði ekki vinnu alt árið. Það er mikill hluti vetr- arins, sem alment gengur írá. Kaupið var alt of lágt fyrir stríðið, og það er það enn. Og það er t. d. tiltölulega dýrara að lifa á íslandi en nokkurstaðar annars- staðar. Vinnutíminn. Þá heldur Einar fram, að verkamenn hafi fengið vinnutíman styttan svona þegjandi. Ojæja. Ekki tókst það þó fyrir prenturum. Og víðast er vinriu- tíminn 10 tímar á dag. Og erum við þar langt á eftir öðrum þjóðum. í sveitum hafa menn verið þrælkaðir, þó það sé að minka, og á sjó vinna. menn gegndarlaust, og löggjöfin hefir látið sér sæma að þverskallast við réttmætum kröfum sjómanna. Tekjuskattsskráin og gjafmildi. Það á ekki að vera til auðvald á íslandi, nema þegar tekjuskattskrá Rvíkur er á feröinni og vinnuleysi eða pestir þjá bæinn. Tekjuskatt- skráin ber með sér auðmenn og öreiga. Um gjafmildina vil eg segja það, að hún ætti helst ekki að vera til. Hún gerir menn þýlynda. Það væri sæmra, að menn (þeir sem vinna allan ársins hring) hefðu svo mikið kaup fyrir vinnu sína, að þeir þyrftu ekki að flýja á náðir ann- ara, þegar andstreymi ber að höndum. Það gerir þá minni menn, og skaðar þá og þjóðfélagið. En það er eins og atvinnurekendum falli betur það fyrirkomulag. Hann veit hver áhrif það hefir. En þess vegna er fátæktin til, að fólk fær ekki fyrir vinnu sína, það sem það þarf til þess, að geta lifað sómasamlegu lífi. Þurfi hæstaréttardómari 10 þús. kr., eða prófessor við háskólann 9500 kr., þá þarf óbreyttur verka- maður 6000 kr. En Einar skilur ekki, að aðrir geri kröfu til lífsins en prófessorar og aðrir „lærðir“ menn. Að endingu! Hvort, sem Einar prófessor Arnórsson vill halda því fram, að til séu auðmenn á íslandi eða ekki, þá er áreiðanlega alt of mikill munur á milli hinna ein- stöku stétta í landinu, og of mikið gert að því, að halda fjöldanum frá hinum ýmsu auðsuppsprettum landsins. En það er þyrnir í augum Ein- ars og hans nóta, að greiða götu almennings til velmegunar. Það er nú hans brauð. En þeir, sem trúa á framtíð íslands, vita, að þegar fram líða stundir, mun ís- lenzk alþýða vakna af því deyfð- armóki, sem húu nú er i og ryðja af sér okinu, sem Einar vill sjálfs sín og húsbænda sinna vegna, að hvíli sem lengst á henni. Það er ekki tími til þess að sinni, að árétta fleira í áður- nefndri grein prófessorsins, en það getur verið, að vikið verði að þessu síðar hér í blaðinu, og þá rækilegar. Enda virðist þörf á því.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.