Alþýðublaðið - 06.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Almenningi gengur svo illa að átta sig á tilgangi Morgunblaðsins og þess fylgiíiska. Prándur. yiœeríkahjálp. Khöfn 4. febr. Símað frá London, að fjárhjálp Ameríku sé færð niður, úr 30 milj. sterlingspunda í 10 miljónir. (Áður hefir þess verið getið, að enskur fjármálamaður fór til Ame- ríku til þess að útvega Evrópu fjárlán; honum gekk lengi þung- lega að fá nokkurt lán, en eftir skeyti þessu hefir hann verið bú- inn að fá loforð fyrir 30 miljónum sterlingspunda, sem nú hefir verið fært aftur niður í 10 miljónir. Mun það sannast, að lán þetta hrekkur skamt til þess, að reisa við fjárhag Evrópu, því svo eru kröggur hennar miklar, að betur má ef duga skal). Bolsivikar vinna á. Khöfn 4. febr. Pregn frá London hermir, að bolsivíkar hafi tekið Nikolajevsk, og að Odessa sé í hættu. Erzberger. Khöfn 4. febr. Erzberger er nú aftur tekinn að mæta í réttinum. [Hefir þá minna orðið úr áverka þeim, er hann fekk, en í fyrstu áhorfðist]. Eldar bremia. Eldar brenna bölvunar, brögðin spenna kífsins, þrautir grenna þægðirnar, — þung er senna lífsins. J. Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. ðsamræmi. Eg var í vinnu í dag inni á Kirkjusandi (sem er nú varla í frásögur færandi). Þar sáum við verkamenn að vatnið rann við- stöðulaust úr stórum krana, og sögðum við hver við annan, að nær væri að þetta vatn, sem þarna rann allan daginn væri komið heim til bæjarins, til þess fólks sem er vatnslaust allan daginn. En sagan er ekki öll enn. Þegar eg kom heim og ætlaði að fara að þvo mér, var ekki nokkur dropi af vatni til i húsinu, og hafði ekki verið meiri hluta dags- ins. Mér varð það til ráða að fara í næsta hús til að fá vatn. Nei; allstaðar sama svarið: „Ekkert vatn í dag.“ Að síðustu varð eg að fara út í snjófönn og þvo mér um höndur og andlit úr snjó, því mér þótti óviðeigandi að sofna með salthúðina á mér; en það er væg- ast sagt „hálf pirrandi“, að sjá vatnið renna allan daginn engum til gagns, en hafa svo ekki vatn til daglegs brúks. Væri nú til of mikils mælst við hina heiðruðu vatnsnefnd bæjarins, að hún sæi um að vatnið rynni ekki viðstöðulaust á fiskverkunar- stöðvunum á sama tíma og fjöldi bæjarmanna hefir engan dropa af vatni, hvað mikið sem á liggur; ekki mun verða gleymt að inn- heimta vatnsskattinn fyrir því. Að síðustu vil eg ráðleggja verkamönnum, sem vinna inni á Kirkjusöndum, að hafa með sér sápu og handklæði til að þvo sér með þar innfrá, eða þá að taka vatn á flösku með sór, til að geta þó fengið vatn í kaffið, þegar heim er komið; því þeir geta reitt sig á að þar er nóg vatn, þó vatns- laust sé í þeim húsum, sem þeir búa í hér í bænum. 3. febr. 1920. Jón Guðnason. Berg. 44. Um daginn og veginn. Veðrið í dag. Reykjavík, Logn, hiti -í-0,2. ísafjörður, Logn, hiti -í-0,7. Akureyri, S, hiti 3,0. Seyðisfjörður, S, hiti 6,3. Grímsstaðir, Logn, hiti 0,0. Vestmannaeyjar, S, hiti 2,1. Þórsh., Færeyjar, SA, hiti 6,0. Stóru stafirnir merkja áttina, -f- þýðir frost. Loftvog einna lægst á Vestur- landi; nú kyrt veður þar, en hvöss sunnanátt með hlýindum á Aust- urlandi. ÁrsMtíð verkakvennaféiagsins „Framsókn" verður annað kvöld kl. 8 í Bárubúð. Aðgöngumiða skal sækja til kl. 7 f kvöld, og á morgun milli kl. 2 og 7; þeif verða ekki afhentir við innganginn. Fnlltrúaráðsfundnr verklýðs- félaganna verður kl. 8 í kvöld á venjulegum stað. Reikningar brauð- gerðarinnar lagðir fram endurskoð- aðir. Stúkan „Mínerva“ heldur fund annað kvöld kl. 8V2. Innsetning embættismanna. Vegabréf til Noregs. Nú hefir verið gefin út tilkynning um það, að þeir, sem fara vilja til Noregs, verði að hafa meðferðis vegabréf undirritað af ræðismanni Norð* manna hér á landi. Ekki er oss kunnug ástæðan til þessa hátta* lags, en það virðist fremur ein* kennilegt, að ekki skuli duga vegabréf frá íslenzkum valdsmönn* um. Eða hafa slíkir óþarfamenn komið þangað frá íslandi, að ís* Ienzkum embættismönnum sé ekk* treystandi í þessu efni? Skírnir, 1. hefti 94. árs, er ný* útkominn. Hann hefir inni að hálda: Jóhann Sigurjónsson eftif Kristján Albertsson; Dr. Paul Caf* us eftir Matthías Jochumsson; Hve* nær er Jón Arason fæddur? eftit Kl. Jónsson; Eiias Söhot og Kale* vala, eftir Jón Helgason; Ritfreg*1 eftir ýmsa og loks ísland 19l9 eftir V. Þ. Gíslason. Ritið er vel úr garði gert að vanda og eigu' legt mjög.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.