Alþýðublaðið - 09.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.03.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 urum félagsins, sem er til trygg- ingar 5000 steriingspunda eða á annað hundrað þús. kr. ábyrgð, er ríkissjóður tók á sig fyrir fé- lagið. Kvað hann stjórnina fúsa til þessa vegna þess, að veðréttur- inh, sem um væri að ræða, væri i sjálfú sér einskis virði. Hins veg- ar gat hann þess, að íslandsbanki vildi eigi veita félaginu rekstrar- lán nema því að eins, að hann (Isl.b.) fengi þennan (einskisverða) veðrétt. Enn fremur gat fjármála- ráðherrann þess — iíklega til frek- ari skýringar þess, hvers vegna hann vildi afsala í hendur Is- landsbanka veðrétti landsins —, að „Kára“-félagiÖ hefði fyrir nokkru lagt mikið fé í það að bæta veð það, sem sett hefði verið til tryggingar ábyrgð landssjóðs, og væri það því meira virði nú en áður. Jónas Jónsson skaut því að fjármálaráðherra, hvort hann vildi eigi, ef hann afsalaði þessum 2. veðrétti landsins til Isl.b., út- vega landinu persónulega ábyrgð hluthafanna í stað veðréttarins. Kvaðst fjármálaráðh. gjarna vilja gefa Jónasi umboð til þess, en sjálfur treysti þann sér ekki til þess. Hins vegar upplýsti hann það, að íslandsbanki hefði áskilið sér auk þessa 2. veðréttar lands- ins persómdega ábyrgð hluthaf- anna, er þeir að Öjlum líkindum mýndu láta í té. Að lokum gat fjárm.ráðh. þess, að allar líkur væru til þess, að „Kára“-félagið færi á hausinn, hvað sem gert yrði í máli þessu, — þó líklega ekki fyrr en eftir vertíð. Jónas Jónsson talaði alllangt mál um till. og sýndi með rökum fram á ósamræmið í ræðu fjárm.ráðh. Fór fjárm.ráðh. mjög halloka í þeim orðaskiftum, sem von var. Var málinu vísað til síðari umr. með 11 shlj. atkv. og til fjhn. með 10 shlj. atkv. Ný frumvörp. BernharÖ flytur frv. um stofnun mentaskóla á Akureyri. Jónas frá Hriflu flytur frv. um gróðaskatt af skattskyldum tekjum, sem nema 15 þús. kr. eða meiru á ári, frá 25 til 200 kr. af þúsundi eftir tekjuhæð, og 15 kr. af þús- undi skuldlausra eigna, sem nema 50 þús. kr. eða meiru. Vill hann láta skattinn renna í byggingar- og landnáms-sjóð, sem hann ætl- ar að flytja frv. um, svipað því, sem hann bar 'fram í fyrra, en pá varð ekki útrætt. Tr. Þ. flyt- ur frv. um verzlun Búnaðarfélags Islands með tilbúinn áburð árin 1927—1930, og nokkrir e. d. þing- menn um löggildingu verzlunar- staðar að Melstað í Selárdal (við- bót við sams konar frv. um Málm- ey). Jön Baldvinsson er kominn á fætur aftur og var á þingfundi í gær í fyrsta sinn eftir það. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg 10, sími 1185. Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. 6 séra Friðrik Hallgrímsson. I fríkirkj- unni kl. 8 e. m. séra Friðrik Friðriks- son. í Landakotskirkju kl. 6. e. m. bænaliald. I aðventkirkjunni kl. 8 séra O. J. Olsen. Bát vantar. Vélarbáturinn „Eir“ frá ísafirði, sem var einn af þeim, er voru á sjó á laugardaginn var, hefir ekki komið til hafnar enn. Eru menn orðnir hræddir um hann. Símað hefir verið til allra togara að svipast eftir honum. Báturinn er eign Jóhanns Þorsteins- sonar á ísafirði og sagður traustur og góður bátur. Heilsufarsfréttir. (Eftir simtali við landlækninn.) Hér í bæ vita læknar um 5 barnaveiki- sjúklinga í tveimur húsum s. 1. viku. Annars er gott heilsufar hér. I Hofs- óshéraði í austanverðum Skagafirði hefir einn maður fengið mænusótt. Gott heilsufar er á Akureyri og mis- lingarnir í Eyjafirði 1 rénun. Verkakvennafélagið „Framsökn“ hélt kvöldskemtun i gærkveldi. Var hún fjölsótt og fór hið bezta fram. I kvöld heldur félagið fund um kaup- málið i Bárunni (niðri), og er afar- mikilsvert, að verkakonur geri fjöl- sótt á hann. Togararnir. „Valpole“ kom í nótt og franskur togari í morgun. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. III. KAFLI. Eipfkar mcð augað matreiðip. [Þessi kafla-fyrirsögn hafði fyrir vangá færst til i setningu og þvi fallið út i blaðinu í gær. Átti hún að standa á undan upphafinu: „Eirikur með augað var aldrei geðgóður á morgnana," o. s. frv.] sat hann á kjaftastóli og var, að reykja, meðan grauturinn brann við. „Æ, hvcr skrattinn! Ég hefi gleymt að salta grautar-fjandann,“ sagði Eirikur og tók hnefafylli af sóda úr poka, sem stóð á borð- inu, og lét úí á pottinn og hélt svo áfram að totta pípuna. Þó að Eiríki væru að vísu ekki margar andans gáfur gefnar, hafði hann þó séð það rétt, ‘að majórinn myndi ekki taka mat- reiðslunni hans með venjulegu ferðalanga- gæflyndi. Majórinn átti nefnilega að því leyti sammerkt við Eirík, að hann var geðverstur á morgnana, og fékk Eiríkur sterkari og greinilegri sannana fyrir því en honum þótti gott, áður en lauk. Þegar Eiríkur var vel búinn að ljúka við að gera grautinn alveg óætan, heyrði hann majórinn grenja innan úr húsi: „Whiskyið og hafragrautinn!“ Eiríkur vissi nú, hvað á spýtunni hékk. Hann axlaði sér skinn, helti grautnum upp á disk, dró upp whiskyflösku, saup á henni og fylti svo borðið með vatni og bar alt saman inn. Majórinn þreif þegar til matar síns, en var ekki fyrr búinn að bragða á grautnum heldur en hann greip diskinn og einhenti honum í hnakkann á Eiríki, sem var að skjótast út um dyrnar, svo að allur graut- urinn rann í lækjum niður eftir honum. En majórinn gargaði: „Ætlar þú að drepa mig á eitri, bölvaður Eskimóinn! Heldur þú, að nokkur skepna milli himins og jarðar geti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.