Alþýðublaðið - 11.03.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.03.1926, Blaðsíða 1
1926. Gefið sit af AlfiýðiBflokkiiuiis Fimtudaginn 11. marz. 60. tölublað. Húsbruni á ísafirði. ísafirði, FB., 10. marz. Eldur kom upp í morgun kl. 10 í húsinu nr. 12 við Aðalstræti. Brann húsið að nokkru; fólk bjargaðist og innanhússmunir að mestu, þó töluvert skemdir. 1 hús- inu var skipaáfgreiðslan og fimm fjölskyldur, sem nú eru húsnæðis- lausar. Eldurinn kviknaði frá olíu- vél, en var slöktur eftir hálfa :stumk- V. 1 húsinu, sem brann, bjó m. a. fjölskylda Magnúsar Friðriksson- ar, skipstjórans á „Eir“, sem hefir vantað, síðan hann fór til fiskjar s. 1. laugardag. Stórskemdust eða ónýttust húsmunir þeirra hjóna. Þau eiga 5 börn ung. Alpingi. Neðri deild. Þar var í gær frv. um elli- styrk(tarskrána) og um alþingis- kjör(skrána) og undanþágu frá vélstjóralögunum vísað til 3. umr., frv. um sölu á tilbúnum áburði til 2. umr. og landbún.nefndar og frv. um mentaskóla á Akureyri til 2. umr. (með 24 samhlj. atkv.) og mentamálanefndar. Um mentaskólafrv. sagði Bern- harð, að hann hefði fyrst um sinn vel getað unað við það skipulag, sem er; en ef frv. stjórnarinnar óg Bjarna frá Vogi um óskiftan mentasköia í Reykjavik yrði sam- þykt og sambandinu milli skól- anna þar með slitið, þá yrðL þetta frv. að bæta upp það, sem þá mistist. Það sé svar Norðlendinga við því. Sveinn í Firði kvað það éinnig stutt af Austfirðingum. Er óhætt að bæta þar við: og mörg- Um fleirum. Bernharð vill halda skiftingunni í gagnfræðadeild og lærdómsdeild i norðlenzka menta- skólanum. Magnús dósent talaði gegn frv. Komust þeir Bernh. þá fit í inatning um, hvor væri merki- legri bær og hollari, Reykjavik eða Akureyri, líkt og sumum ung- lingum er tamt, sem eiga heima sihn í hvoru héraði. 1 sambandi þar við kannaðist Magnús við, að húsaleiga hér í bænum væri „geipilega vitlaus“, og „gæti ekki lengi svo staðist“. Ætlar hann þá t. d. að stuðla að þvi, að bæjar- félagið láti reisa hús svo mörg, að leigan hljóti að lækka fyrir þær sakirV Gott, ef svo verður. Eða ætlar hann sjálfur að stuðla að lækkaðri húsaleigu með af- námi húsaleigulaganna og það án þess nokkuð komi í staðinn? Efri deild. ( Þar var til 3. umr. frv. um lög- gildingu verzlunarstaðar við Jarð- fallsvík í Málmey og að Melstað í Selárdal. Jónas Jónsson kom með þá br.till. við frv., að auk þessara tveggja staða verði Leir- höfn á Sléttu einnig löggilt sem verz'Iunarstaður. Var br.tiil. samþ. með 11 shlj. atkv. og frv. svo breytt samþ. með 11:1 atkv. og sent aftur til n. d. —Þá var og til 1. umr. frv. Jónasar um gróða- skatt. Var það eftir stuttar umr. samþ. til 2. umr. með 11:2 atkv. og því vísað til fjhn. með 11 shlj. atkv. Ný frumvörp. Jón Baldvinsson, fulltrúi Al- þýðuflokksins á alþingi, flytur frumv. um afnám verðtollsins og annað um afnám 25 prósent geng- isviðaukans. Verðtollurinn falli úr gildi 1. júlí n. k. og jafnframt lækki gengisviðaukinn niður í 15 prósent, en falli alveg niður um næstu áramót. Ef þingmennirnir meta svo mikils afkomu alþýðu- stéttarinnar, að þeir samþykkja þessi frv., þá er víst, að dýrtiðin minkar að mun í landinu með lækkuðu vöruverði. Var og upp- haflega að eins ætlast til, að toll- skattar þessir væru lagðir á til bráðabirgða, gengisviðaukinn að eins á meðan sterlingspundið væri skráð á 25 kr. eða meira. — Nú þarf öll alþýða við sjó og í sveit- um að fylgjast vel með atkvæða- greiðslum um þessi frv. Það get- ur verið henni mikilsverður leiðar- vísir við næstu kosningar.- Samtímis þessum frv. flytur Jón Auðunn frumv. um breytingar á slysatryggingalögunum, þar sem hann vill fella undan tryggingunni alla þá, er vinna að fiskverkun annars staðar en í þurkhúsum. Frumv. fjallar um nokkrar fleiri breytingar, en þessi er óhæf méð öllu. Smyglaraskipið. Vinið úr þvi var flutt á lánd í gær. Voru það 6650 lítrar af spiritus á 665 brúsum og 39 kassar af koniaki og ronuni. Virðist svo, eftir þeim upp- lýsingum, sem fram hafá kornið, sem Jón bryti hafi haft umráð yfir farm- inum eða mildum hluta hans. Um hitt verður ekki fullyrt að svo stöddu, hvort hann er þar að eins i eigin sök eða jafnframt lepimr annara sér slægari. Elnar Groth, maðurinn með 6. skilningarvitið, hélt fyrirlestur um hugsanalestur í gærkveldi. Sýndi, að hann gat lesið i huga viðstaddra, svo vel, að margir sannfærðust um, að ekki væri um blekkingar að ræða. Groth endurtek- ur þetta i lcvöld í Nýja Bíö kl. 7>/4. Togarinn „Geir“ kom frá Englandi i nótt. Skipafréttir. „Lagarfoss" kom að vestan i gær- kveldi seint. „Lyra“ fer í kvöld kl. 6. Veðrið. Hiti mestur 2 stig (i Vestm.eyjum); minstur 11 stiga frost (ú Grimsst.) Átt norðlæg víðast, hæg. Snjókoma mikil i Rvik. Veðurspá: f dag suðaustan, hægur og úrkoma á Suðvesturlandi. Hægur norðaustan á Noröurlandi. Norðaustan og nokkur snjókoma á Austur- og Suðáustur-landi. í nótt sennilega vaxandi austlæg og norð- austlæg átt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.