Alþýðublaðið - 12.03.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.03.1926, Blaðsíða 1
'Gefið út af Alpýðaflekkraaaa 1926. Föstudaginn 12. marz. 61. tölublað. Hörmulegt manntjön. Tólí sjómeim taldir af. ísafirði, FB., 12. marz. Skipshöfnin'á „Eir“ (sem nú er talin af) var ‘þessi: 1. Magnús Friðriksson skipstjóri, giftur, 5 börn, 2. Guðmundur Jóhannsson, stýrim., ógiftur, Súgandafirði, 3. Valdimar Ásgeirsson vélstjóri, giftur, 1 barn, 4. Gísli Þórðarson, giftur, 4 börn, 5. Sigurður Bjarna- son, giftur, 3 börn, 6. Bjarni Thor- arensen, ógiftur, 7. Kristján Ás- geirsson, Bolungavík, giftur, 2 börn, 8. Steindór bróðir hans, Svarthamri, ógiftur, 9. Þorsteinn Þorláksson, Bolungavík, ógiftur, 10. Magnús Jónsson, Súðavík, ó- giftur, 11. ólafur Valgeirsson og 12. Magnús Magnússon, ógiftur, úr Árneshreppi í Strandasýslu. V. Erleiiel sSmskeytl. Khöfn, FB., 10. marz. Kröfur um fast sæti i Þjóða- bandalagsráðinu. Frá Genf er símað, að sérstak- ur fulltrúafundur Þjóðabandalags- ins hafi verið settur í fyrra dag. Ákaflegur spenningur út af kröf- um urn fast sæti í ráðinu. Kvisast hefir.^að sumar þjóðir hafi í hót- tinum að segja sig úr Þjóðabanda- laginu, verði kröfum þeirra urn fast sæti í ráðinu ekki sint. Afvopnunarfundinum frestað. Frá Genf er símað, að umsím- uðum afvopnunarfundi hafi verið frestað þar til í maímánuði. hafi lagt að ríkisforsetanum að leggja hart að Briand að mynda ráðuneyti á ný. Lofaði hann loks að gera tilraun til stjórnarmynd- unar. Caillaux verður líklega fjár- málaráðherra. Shakespeare-leikhúsið,erbrann, endurreist. Frá Lundúnum er símað, að samþykt hafi verið að endurreisa Shakespeare-Ieikhús það, sem brann nýlega. Mussolini hræddur. Frá Römaborg er símað, að þegar lagt var fram frumvarp um umbætur á hernum, hafi Musso- lini sagt, að tímarnir væru ó- tryggir og bezt að vera viðbúinn. Ný stjórn i Frakklagdi. Frá París er símáð, að Briand hafi tekist ráðuneytismyndunin. Flestallir ráðherrarnir, sem áður voru í stjórninni, voru teknir i hana aftur. Nýi fjármálaráðherr- ann heitir Raoul Peret. Khöfn, FB., 12. rnarz. Auðvaldsálit i kolanámamálinu. Frá Lundúnum er símað, að kolanámanefndin hafi afhent stjórninni nefndarálit, og er aðal- innihald þess að ráða fastlega frá því, að námurnar séu þjóðnýttar. Bent er á það, að nú verandi fyrirkomulag þurfi mikilvægra umbóta, en sami vinnutími og hingað til og dálítil launalækkun sé nauðsynleg. Uns dapisn og veginn. H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS fer héðan í dag kl. 6 siðdegis austur og norður um land. ?,ILnga!»f©ss‘4 fer héðan á morgun 13. marz kl. 4 síðdegis til Hull og Leith. Amtmannsstíg. Var hann fluttur til læknis, en reyndist lítt eða ekki meiddur. Ólafur Gunnarsson læknir er á góðum batavegi. Var gerður á honum uppskurður við botnlangabólgu og hepþnaðist ágæt- lega. „Dagsbrún“. 15 nýir félagar bættust við í gær- kveldi. Gamla Alþýðuhúsið er nú verið að flytja á lóð flokks- ins. Gafc það ekki fengið að standa lengur þar, sem það var áður. Vinsmyglunarmálið. Réttarhöldum er lokið, og síðan heldur málið áfram á venjulegan hátt. Togararnir. Jón forseti kom af veiðum í gær með 60 tunnur lifrar. Maí kom frá Englandi i gær, en Gulltoppur er væntanlegur í dag. Skipafréttir. Viílemoes kom að vestan í gær- kveldi til Petersens & Co. „Á útleið“ verður ekki leikið í kvöid sökum þess, að einn leikendanna, Ágúst Kvaran, er veikur. 1 stað þess verð- ur „Eldvígslan" leikin. Flugslys. Frá Stokkhólmi er símað, að iarþegi hafi dottið út úr flugvél I 350 metra hæð. Líkið var hræði- lega útleikið. Khöfn, FB., 11. marz. Briand reynir að mynda stjórn. Frá París er símað, að allflestir Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Fulltrúaráðsfundur verklýðsfélaganna verður kl. 8,30 i kvöld í Ungmennafélagshúsinu. Lá við slysi. Rétt fyrir hádegið í dag rakst bif- reið á dreng, sem var á sleða á Leiðbeining. Þar eð „Mgbl.“ er nú aftur byrjað að akneytast við ríkiseinkasölur, er því hér með bent á að snúa sér til Magnúsar Guðmundssonar og fá hjá honum upplýsingar um tekjurnar, sein ríkið hefir fengið af þeim und- an farið. Það ætti þó að geta trúað honum. Væntanlega skýrir hann því rétt frá og í samræmi við það, sein hann liefir áður sagt á alþingi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.