Alþýðublaðið - 17.03.1926, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.03.1926, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID ALÞÝÐUBLAÐIÐ ] kemur út a hverjum virkum degi. • Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við ' Hveríisgötu 8 opin frá ki. 9 árd. ; til kl. 7 síðd. ' : Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9^/2—10 V2 árd. og kl. 8—9 síðd. ! Simar: 988 (afgreiíslan) og 1294 • (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á > mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : (í sama húsi, sömu símar). ■ —..........................: Hvað er á seyði? 1 deilunni við útgerðarmenn gerðu verkakonur sáttaboð, hið ítrasta, sem með nokkurri sann- girni er hægt að ætlast til, að aðili geri í deilu. Þær gengu á miðja leið móti andstæðingnum. Þær færðu kröfu sína úr 90 aur- um niður í 85, þegar útgerðar- rnenn heimtuðu 80. Mönnum kom því kynlega fyrir, að útgerðar- menn skyldu virða þetta boð að vettugi. Hvað olli? Hagsmunir útgerðarmanna, segja margir. Þetta er sennileg tilgáta. Þetta væri ekki einsdæmi þess, að at- vinnurekendur mettu meira hag sinn en heiður. Og ekki getur það stafað af umhyggju fyrir heiðri sínum, að þeir beita mestri hörku og mestri ósanngirni við varnarminsta flokkinn í kaupdeil- unum. Nei; þetta er blábert hagsmuna- aíriði útgerðarmanna. Það er sennilegasta tilgátan og um leið sú tilgátan, sem er sanngjörnust i þeirra garð. s En þótt skamt sé liðið, síðan konur birtu sáttaboð sitt, er þó farið að bóia á ýmsu, sem bend- ir til þess, að útgerðarmenn kunni að hafa eitthvað annað fyrir aitguin en hag og heilbrigðan reksíur útgerðarinnar. Þegar verkamenn gerðu ráð- slafanir tii að aftra því, að út- gerðarmenn kæmu fram vilja sín- um við kvenfólkið, og lögðu af- greiðslubann á botnvörpuskipin, mátti ætla, að útgerðarmenn sæju Iiag sinn í því að taka upp samn- inga um málið aftur, sérstaklega fyrir þá sök, að nýr mótaðili, sambandsstjórn verkalýðsins, var búinn að taka málið í sínar hend- ur. En svo leið allur dagurinn í gær, að ekki heyrðist eitt orð frá útgerðarmönnum í þá átt. Þau skip, sem komin voru í höfn, lágu þar athafnalaus allan daginn og liggja enn. Því er ekki nema eðlilegt, að sú spurning vakni í hugum manna:' Ætla útgerðarmenn að sjá hag sínum borgið með því að stöðva allan togaraflotann um há-vertíð- ina, bezta aflatíma ársins? Yrði sú ráðstöfun hagvænlegri fyrir út- gerðina, heldur en að greiða verkakonum þá 5 aura á klst., sem um er deilt? Eða ætia útgerðarmenn að leggja útgerðina í sölurnar fyrir það takmark sitt að kúga verka- lýðinn til skilyrðislausrar ‘und- irgefni og að því búnu láta verkalýðinn borga hallann, sem af þessari ráðstöfun leiðir? Þetta er þrauta-tilgáta, sem enginn má leggja trúnað á að lítt reyndu máli. Allir menn verða að ganga út frá því, að hún sé ástæðulaus, — að reynslan muni sanna það, að hún sé ástæðulaus. Því er áríðandi, að allir -menn fylgist nákvæmlega með þvi, hvað reynslan segir í þessu efni. p. Alpingi. Neðri deild. Þar var stj.frv. um útsvör til 2. umr. ásamt breytingatillögum. Eftir meira en þriggja stunda.ræð- ur var umr. frestað. M. a. lýsti P. Ott. að gefnu tilefni ágengni þeirra Sandgerðiskaupmanna, Lofts Loftssonar og Haralds Böðvarssonar, við Akraness-sjó- menn í Sandgerði. Jón Baldv. talaði fyrir breytingatill. sínum, sem flestum hefir áður verið skýrt frá hér í blaðinu. Minti hann á, að ráðuneytið er einhver pólitisk- asta stofnunin í ríkinu og því Ó- fært, að hún felli úrskurði í út- svarsmálum. — Einnar breyt.till. hans hefir þó ekki verið getið, þeirrar, að konum sé skylt jafnt og körlum að taka við kosningu í niðurjöfnunarnefndir í kaupstöð- um. Efri deild. Þar voru 3 mál á dagskrá í gær, og urðu um þau litlar um- ræður. Jónas frá Hriflu fór nokkr- um orðum um till. til þingsál. um leigu á skipi til strandferða. Taldi hann till. ganga svo skamt, að hún jnyndi að engum notum koma fyrir þá staði á landinu, er mest hefðu verið og væru út undan um strandferðir, sem sé þær hafnir, er grynstar væru. Kvað hann nauðsynlegt, að keypt yrði hið fyrsta grunnskreitt skip, er annaðist strandfefðir á hafnir þessar. Þál.till. var samþ. með 11 shlj. atkv. og afgreidd til ríkis- stjórnarinnar. Frv. um breytingu á lögum nr. 17 1924 um stýri- mannaskólann í Reykjavík (6. gr. um málakunnáttu nemenda) var samþ. nefndarlaust til 2. umr. með 11 samhlj. atkv. Með þál.till. I. H. B. um ríkisborgararétt töluðu auk flm. forsætisráðh. og Sig. Eggerz; taldi hinn síðar nefndi það sjálf- sagða sanngirni að verða við þeim réttarbótum kvenna, er farið væri fram á í till. Þakkaði ungfrúin hinar ágætu viðtökur, er till. hefði fengið í deildinni. Forseti lagði til, að umr. um till. væri frestað og henni vísað til allshn. Var su till. hans feld með 6 : 5 atkv. að viðhöfðu nafnakalli. Var þált. síðan samþ. með 10 shlj. atkv. og afgreidd til ríkisstjórnarinnar. Ný frumvörp. Þeir Jörundur Brynjólfsson og Magnús Jónsson flytja frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að láta leggja járnbraut frá Reykja- vík til Ölfusár um Hellisheiði. Sporvídd brautarinnar sé 1,067 m., og skal gerð hennar í aðalatriðum sniðin eftir tillögum Sv. Möllers verkfræðings. Reykjavík og Ár- nessýsla kosti land undir stöðvar og greiði bætur fyrir landnám, jarðrask og átroðning sín hvorum megin almenningssvæðis á Hell- isheiði. Annan kostnað við járn- brautargerðina greiði ríkissjóður. Leggi hann þegar er byrja skal á verkinu, fram 1 milljón kr. sem tillag, en síðan 1,5 milljón smátt og smátt, meðan verkið stendur yfir. Það, sem á vantar, leggi hann fram sem lán til fyrirtæk- isins. Járnbrautin ásamt öllum tækjum hennar og mannvirkjum sé eign ríkisins, og reki ríkissjóð-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.