Alþýðublaðið - 18.03.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.03.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af Alpýðuflokknuin 1926. Fimtudaginn 18. marz. 66. tölublað. Sáttatilranfh Síðdegis í gær boðaði sátta- semjari ríkisins samninganefnd Sambandsstjórnarinnar á fund sinn kl. 9,30 e. h., en í þeirri nefnd erU: . Jón Baldvinsson (sambandsforseti), Björn Blöndal Jónsson og Pétur G. Guðmunds- son (sambandsritari). Á sama tíma voru komnir til fundar við sáttasemjara þessir út- gerðarmenn: Magnús Th. S. Blön- dahl, Magnús Magnússon, Páll Ölafsson og Porgeir Pálsson. Hið fyrsta, sem gerðist, þegar fundum þeirra bar saman, var . það, að sambandsfulltrúunum var afhent bréf það frá „Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda", sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Sáttasemjari gekk á.milli aðilja og leitaði um sættir. Er þar skemst frá að segja, að fulltrúar útgerðarmanna héldu fram fyrri kröfum sínum óbreyttum: 80 aur. kaup um klst. handa verkakonum og aðrar vinnugreiðslur (ákvæðis- vinna) í álíka óhagstæðum hlut- föilum. Frá þessu boði sögðust full- trúar útgerðarmanna ekki vikja rié til slaka á þeinr á nokkurn hátt. Fulltrúar Alþýðusambandsins héldu hks vegar fram sem kröf- um skiíyrðum þeim til samkomu- lags, sem verkakonur höfðu áður auglýst, og fleiri kröfum, sem þær höf ðu gert til útgerðarmanna, meðan þær áttu í samningum við þá'. Um þessar kröfur vildu full- trúar Alþýðusambandsins ræða. En þar eð fulltrúar útgerðar- manna börðu blákalt fram ofan- rituð skilyrði sín sem úrslitaskil- yrði og sýndu með því, að peir vildu ekki semja, varð þessi sátta- tilraun árangurslaus. Verkbann. i Sáttasemjari ríkisins afhénti 'samningamönnum Alþýðusam- ;bandsins svo hljóðandi bréf kl. !8,30 í' gærkveldi: j Talsimi 616. ;FélagíslenskraBotnvörpuskipaeigenda jAssoclationoflcelQn^icSíeamTrawlerOvners Reykjavík 17. mars 1926. (Iceland) Vegna samþykktar Alþýðusam- ;bands íslands, samanber tilkynn- ingu til félags vors dags. 15. þ. m. um að stöðva uppskipun úr togurunum, hefir félag vort á ;fundi í dag samþykkt að stöðva -frá kl. 6 e. h. á morgun alla hafnarvinnu hér' í Reykjavík við upp og útskipun á kolum þeim og salti, sem félagsmenn ráða yf- ir, nema þvi að eins, að oss hafi Hnnan þess tíma borist tilkynning ;frá yður um að lokið sé tilraun- um yðar til að stöðva vinnu við togarana. Petta tilkynnist yður hérmeð. Virðingarfyllst Fyrir.hönd Félags íslenskra Botnvörpuskípaeigenda Páll Ólafsson. Til stjörnar Alþýðusambands íslands. Samúðarverkfall í Hafnarfirði. Færeyski togarinn Grímur Kam- ban, sem nú er gerður út frá Reykjavík og „Alliance" sér um um afgreiðslu og verkun fyrir, var vegna samúðarverkfalls „Dagsbrúnar" sendur til Háfnar- fjarðar. Tók verzlunin Edinborg að sér'að.sjá'urn uppskipun fiskj- arins. Pegar íréttist uni, að Grímur Kamban væri væntanlegur til Hafnarfjarðar í gær, gerði sam- bandsstjórnin verkamánnafélögun- jlum/ í Hafnarfirði aðvart og óskaði Sþess, að þau gerðu samúðarvefk- ;fall, svb að fiski þessuin, sem. |reynt var að k'oma undah Verk- ifallinu, yrði ekki skipað upp þar. iBrugðust félögin vel við og léfu ;þegar í stað auglýsa í Hafnar- 'firði, að bönnuð værj;.,afgreiðsla iá togurum, sem flýðu frá Reykja- ivík til Hafnarfjarðar uridan verk- ^fallinut Ingólfur Flygenring lýsti bréf- llega yfir því við stjórn verka- jmannafélagsins, að •„AUiance" ;hefði samið við ^ig um uppskip- íun og verkun úr togurum þess félags, en hve mikið af fiski yrði '{lutt í land i Hafnarfirði og hve 'mikið verkað, færi eftir geðþótta Jframkvæmdarstjóra „Alliance", ;svo að augsýnilega var hér að :eins um undanbrögð að ræða. Um kl. 5 e. h. í gær kom Grímur Kamban til Háfnarfjarðar Jmeð 60 tonn fiskjar. Reyndi ÍEdinborg að láta skipa upp úr ihonum, en að eins örfáir utan- félagsmenn ög sveitamenn fengust Itil vinnu, en hættu, er þeir sáu, að slíkt atferli yrði ekki þolað af hafnfirzkum verkalýð, sem eins ög „Dagsbrún" styður verka- ;konurnar í kaupdeilunni. I Togarinn Baldur átti einnig að fara til Hafnarfjarðar kl. 6 í gær- kveldi í sömu erindum, en mun ;enn ófarinn vegna fréttanna um 'stöðvun Gríms Kambans. Samtök verkalýðsins hafa sýnt .sig. Rangt er það, sem „Mgbl." segir, að full- trúar Alþýðusambandsins hafi leyft, að kol væru látin i Grim Kamban, ef hann færi til Færeyja. Þetta er vitan- lega alveg rangt. 75 ára er í dág Katrín Eyjólfsdóttir, til iheimilis á Vesturgötu 59.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.