Alþýðublaðið - 18.03.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.03.1926, Blaðsíða 1
Gefið út af Alþýðuflokknum 1926. Fimtudaginn 18. marz. 66. tölublað. Sáttatilrann. Síðdegis í gær boðaði sátta- semjari ríkisins samninganefnd Sambandsstjórnarinnar á fund sinn kl. 9,30 e. h., en í þeirri nefnd eru: Jón Baldvinsson (sambandsforseti), Björn Blöndal Jónsson og Pétur G. Guðmunds- son (sambandsritari). Á sama tíma voru komnir til fundar við sáttasemjara þessir út- gerðarmenn: Magnús Th. S. Blön- dahl, Magnús Magnússon, Páll ólafsson og Þorgeir Pálsson. Hið fyrsta, sem gerðist, þegar fundum þeirra bar saman, var það, að sambandsfulltrúunum var afhent bréf það frá „Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda“, sem birt er ú öðrurn stað hér í blaðinu. Sáttasemjari gekk á .milli aðilja og leitaði um sættir. Er þar skemst frá að segja, að fulltrúar útgerðarmanna héldu fram fyrri kröfum sínum óbreyttum: 80 aur. kaup um klst. handa verkakonum og aðrar vinnugreiðslur (ákvæðis- vinna) í álíka óhagstæðum hlut- föllum. Frá þessu boði sögðust full- trúar útgerðarmanna ekki víkja né til slaka á þeim á nokkurn hátt. Fulltrúar Alþýðusambandsins héldu hks vegar fram sem kröf- um skiiyrðum þeim til samkomu- lags, sem verkakonur höfðu áður auglýst, og fieiri kröfum, sem þær höfðu gert til útgerðarmanna, rneðan þær áttu í samningum við þá. Um þessar kröfur vildu full- trúar Alþýðusambandsins ræða. En þar eð fulltrúar útgerðar- manna börðu blákalt fram ofan- rituð skiiyrði sín sem úrslitaskil- yrði og sýndu með því, að peir vildu ekki semja, varð þessi sátta- tilraun árangurslaus. Verkbann. Sáttasemjari ríkisins afhenti 1 samningamönnum Alþýðusam- bandsins svo hljóðandi bréf kl. 8,30 í gærkveldi: Taisimi 616. FélagíslenskraBotnvörpuskipaeigenda i Assoclíiíion of Icelandic Sf caniTra wler O vnors Reykjavík 17. mars 1926. (Iceland) Vegna samþykktar Alþýðusam- bands Islands, samanber tilkynn- ingu til félags vors dags. 15. þ. m. um að stöðva uppskipun úr togurunum, hefir félag vort á fundi í dag samþykkt að stöðva frá kl. 6 e. h. á morgun alla hafnarvinnu hér í Reykjavík við upp og útskipun á kolum þeirn og salti, sem félagsmenn ráða yf- ir, nema því að eins, að oss hafi 'innan þess tírna borist tilkynning frá yður um að lokið sé tilraun- um yðar til að stöðva vinnu við togarana. Þetta tilkynnist yður hérmeð. Virðingarfyllst Fyrir.hönd Félags íslenskra Botnvörpuskipaeigenda Páll Ólafsson. Til stjörnar Alþýðusambands íslands. Samúðaryerkfall I Hafnarfipði. Þegar fréttist um, að Grímur Kamban væri væntanlegur til Hafnarfjarðar í gær, gerði sam- ;bandsstjórnin verkamannafélögun- jlum/ í Hafnarfirði aðvart og óskaði þess, að þau gerðu samúðarvefk- fall, svo að fiski þessum, sem ;reynt var að koma unclan verk- fallinu, yrði ekki skipað upp þar. iBrugðust félögin vel við og létu ;þegar í stað auglýsa í Hafnar- firði, að bönnuð væri afgreiðsla Atogurum, sem flýðu frá Reykja- ivík til Hafnarfjarðar undan verk- failinut Ingólfur Flygenring lýsti bréf- ilega yfir því við stjórn verka- mannafélagsins, að „Alliance“ hefði samið við sig um uppskip- un og verkun úr togurum þess félags, en hve mikið af fiski yrði (lutt í land í Hafnarfirði og hve mikið verkað, færi eftir geðþótta framkvæmdarst jóra „ All iance“, svo að augsýnilega var hér að eins um undanbrögð að ræða. Um kl. 5 e. li. í gær kom Grímur Kamban til Hafnarfjarðar með 60 tonn fiskjar. Reyndi Edinborg að láta skipa upp úr honurn, en að eins örfáir utan- félagsmenn og sveitamenn fengust til vinnu, en hættu, er þeir sáu, að slíkt atferli yrði ekki þolað af hafnfirzkum verkaiýð, sem eins og „Dagsbrún“ styður verlca- konurnar í kaupdeilunni. Togarinn Baldur átti einnig að fara til Hafnarfjarðar kl. 6 í gær- kveldi í sömu erindum, en mun enn ófarinn vegna fréttanna um stöðvun Gríms Kambans. Samtök verkalýðsins hafa sýnt sig. Færeyski togarinn Grímur Kam- ban, sem nú er gerður út frá Reykjavík og „Alliance" sér um um afgreiðslu og verkun fyrir, var vegna samúðarverkfalls „Dagsbrúnar" sendur til Hafnar- fjarðaf. Tók verzlunin Edinborg að sér að sjá um uppskipun fiskj- arins. Rangt er það, sem „Mgbl." segir, að full- trúar Alþýðusambandsins hafi leyft, að kol væru látin i Grlm Kamban, ef hann færi til Færeyja. Þetta er vitan- lega alveg rangt. 75 ára er í dag Katrín Eyjólfsdóttir, til heimilis á Vesturgötu 59.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.