Alþýðublaðið - 18.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID < kemur út á hverjum virkum degi. < ------------ --------------------- < Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. < til kl. 7 síðd. \ Skrifstofa á sama stað opin kl. < 9’/2 —101/2 árd. og kl. 8 —9 síðd. J Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < (skrifstofan). J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu símar). < Reynslan talar. í blaðinu í gær var jjessum spurningum hreyft: Ætla útgerðarmenn að sjá hag sínum borgið með Því að stöðva allan togaraflotann um há-vertið- ina, bezta aflatíma ársins? Eða ætla útgerðarmenn að leggja útgerðina í sölurnar fyrir það takmark sitt að kúga verka- lýöinn til skilyrðislausrar undir- gefni og að því búnu láta verka- lýðinn borga hallann, sem af þess- ari ráðstöfun leiðir? Reynslan átti að svara því, hvort þessar ósennilegu tilgátur væru ástæðulausar eða ekki. Pað hefir ekki staðið lengi á svörunum. Reynslan er pegar farin að tala, og hennar svör eru skýr. Sáttasemjari hefir borið sáttar- orð á milli í kaupgjaldsjtrætunni. Úlgerðarmenn neita öllurn samningum. Þeir gera fyrstu kröf- ur sínar að úrslitakröfum. í staðinn fyrir að mæta fulltrú- um verkákvenna í samningum, ieggja j)eir hnefann á borðið og segja: Ef verkakonur ganga ekki að kröfum okkar skilyrðislaust, leggjum við verkbann á allan tog- arafloíann hér í bænum. Minna mátti jrað ekki kosta. Reynslan er ekki myrk i máli, jiótt svör hennar séu fá enn sem komið er. Nú vita menn Ijósara en áður, hvað um er að vera. Verkalýðinn á að kúga til hlýðni við auðvaklið. Kúgunar- athöfnunum er fyrst beint að verkakonunum. Þær eru veikaslar fyrir. Það, sem útgerðarmenn geta grætt á j)ví að sigrast á konun- um, eru fjárbagslegir smámunir. En hagur útgerðarinnar er samt lagður í sölurnar fyrir pessa 5 aura. Hagur verkalýðsins í Reylqavík er lagður í sölurnar fyrir j)essa 5 aura. Hagur ríkisins í heiid er lagður í sölurnar fyrir jæssa 5 aura. Er j)etta.tilgangslaus óvitaskap- ur ? Það er óhugsandi. Hitt er lík- ara, að með þessu séu atvinnu- rekendur að leggja til höfuð.or- ustu við verkalýðinn í landinu og samtakastofnanir hans. Er nokkur verkamaður svo sljór, að hann sjái ekki hvað í húfi er? Vonandi ekki. En á það verður nú bráðurn reynt. p. AlþisigfL Neðri deild. Þar var í gær til 1. umr. frv. fjárhagsnefndarinnar um afnám gengisviðauka á vörutolli frá næstu mánaðamótum, og var því vísað til 2. umr. Klemenz svaraði fyrirspurn frá Jóni Baldv. þann- ig, að fjárhagsnefndin myndi ekki eyða miklum tíma til að íhuga frv. hans um afnám alls gengis- viðaukans. Þó lét hann svo, sem ekki væri óhugsandi að hún kynni síðar á þinginu að konra frant með frv. um afnám gengisviðauk ans á sykurtolli, en vildi þó engu lofa um það. — Síðan var enn lengi rætt um útsvarafrv.,' og var þeirri umr. frestað í annað sinn, þegar klukkan var fjögur. — Meiri hluti allshn. n. d. (Jón Kj., Árni frá Múla, P. Þ. og P. O.) vill Játa fella frv. um iögveð hafn- arsjóðs Reykjavíkur i skipum fyr- ir greiðslu til hans, en Jón Baldv. leggur til, aö það sé samþykt. — Samgöngumálanefnd n. d. er með bryggjugerð í Borgarnesi, þó þannig, að rikið leggi ekki meira til hennar en 150000 kr. Efri deild. Þar voru 2 mál á dagskrá í gær. Frv. um sölu á kirkjujörð- inni Snæringsstöðum í Vatnsdal var vísað til 2. umr. og menta- málan. Frv. um framlag til kæli- skipskaupa o. fl. var vísað til 2. umr. og landbúnaðarnefndar. . Ný frumvörp. Þingið kaus í fyrra 5 manna milliþinganefnd í bankamálum, til að íhuga, hvernig seðlaútgáfu rík- isins skuli haga, og aðra banka- löggjöf ríkisins. Kosnir voru: Sv. Björnsson, Jónas frá Hriflu, Magnús dósent, Ásgeir Ásgeirs- son og Benedikt Sveinsson. Klofn- aði nefndin og skilaði Ben. Sv. minnihlutaáliti, en hinir fluttu sitt álit saman. Hafa nú komið fram tvö frv. um seðlaútgáfuna. Flyt- ur Ben. Sv. annað, en stjórnin hitt, og er það sniðið eftir til- Iögum meiri hluta bankaínála- nefndarinnar, en þó með breyt- ingum. I stj.frv. er Landsbank- anurn veittur einkaréttur til seðla- útgáfu. Starfi bankinn í þremur deildum nreð aðgreindum fjárhag, og séu þær seðlabanki, sparisjóðs- deikl og veðdeild. Frv. Ben. Sv. fer fram á stofnun sérstaks banka, er heiti Ríkisbanki islands. Hafi hann einkarétt til seðlaútgáfu. Hann annist og veðlánastarfsemi samkvæmt lögum um Ríkisveð- banka íslands. 1 báðum frv. er tekið' fram, að banki sá, er um ræðir, skuli vera sjálfstæð stofn- un, en stj.frv. tekur jafnframt fram, að Landsbankinn sé eign ríkisins. Sama meining virðist og vera í frumv. Ben. Sv. um Ríkis- bankann, þótt það sé ekki sagt eins greinilega. Virðist þó réttara að taka það skýrara fram. Sam- kvæmt báðum frv. Jeggur ríkis- sjóður seðlabankanum til stofn- fé. í stj.frv. er það ákveðið 3 millj. kr., en í frv. Ben. Sv. er upphæðin ótiltekin. Samkv. frv. Bened. Sveinssonar skal afgang árstekna bankans leggja í vara- sjóð hans, unz hann nemur einni millj. króna. Þar eftir renna tekj- ur hans í ríkissjóð, ef varasjóður rninkar ekki aftur. Samkv. stj.- frv. Sé ríkissjóði greiddir af tekju- afgangi hvers árs 6 a. h. af stofn- sjóði eða 180 000 kr., þó aldrei meira en helmingur tekjuafgangs- ins, en hinn hlutinn renni í vara- sjóð. Þegar varasjóður er orðinn 3 millj. kr., fær ríkissjóður 0,75 arðs, en varasjóður 0,25. Ef vara- sjóður lækkar niður fyrir 3 millj. fer eftir fyrri reglunni, þar til hann hefir aftur náð þeirri upp-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.