Alþýðublaðið - 20.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.03.1926, Blaðsíða 2
ALKÝÐUBLA ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alþyðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 ard. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9.V8—ÍÖVa árd. og kl. 8-9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 a mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsnriðjan (í sama húsi, sömu simar). ¥ei*kbann Hvergi í mentuðum löndum þykir það furðu sæta nú á tím- um, þótt verkalýðurinn geri verk- íöll eða aðrar þvingunarráðstaf- anir, þegar honum eru allar leiðir iokaðar aðrar til þess að koma fram • réttlátum og lífsnauðsynleg- um kröfum gagnvart atvinnurek- endum, og mikill fjöldi manna hér á landi, einnig utan verkamanna- stéttar, skilur og veit, að þetta örþrii'aráð neyðast verkamenn til að nota, þegar ,annað dugir ekki. Bann verkamanna gegn því, að fiskur yrði fiuttur hér á land úr togurunum, var eitt af þessum þrautaráðum til þess að afstýra því, ,að útgerðarmenn kæmu f ram valdboði sínu við verkakonur, — og öllum skynsömum mönnum auðskilin ráðstöfun. Mótleikur útgerðarmanna hefir mörgum orðið torskilínn. Þegar verkamenn bönnuðu að flytja fiskirin á land úr skipunum, þá svöruðu útgerðarmenn með því að b'anna upp- og út-skipun á kolum og salti. Það er engu líkara en útgerðar- menn hafi litið á ráðstafanir verkamanna eins og snjallræði, sem gengi bara of skamt. Bann verkamanna beindist aðallega að verkunarstöðvum fiskjarins í landi. Bann útgerðarmanna bein^ ist einungis að öflun fiskjarins. Hvernig stendur á þessu grá- lega tiltæki útgerðarmanna ? spyr maður mann. Svörin eru margvísleg og mörg ekki annað en getgátur. Sumum finst liggja beinast fyr- ir að skýra þetta svo, að með þessu séu útgerðarmenn að hjálpa verkamönnum til þess að þröngva þeim sjálfum — útgerðarmönnum — til sanngirnisráðstafana í þessu máli. En hver trúir því? Sumir líta svo á, að útgerðar- menn vilji með þessu bera sig borginmannlega og láta líta svo út, að þeir séu hvergi smeikir; — þeim sé enginn bagi ger með verkfallinu. j' Þetta er ekki sennilegt. En lítum á annað. Undan farin tvö ár hafa verið hagsæl aflaár. Hagur þjöðarinn- ar hefir tekið framförum. íslenzka krónan hefir hækkað í verði gagn- vart útlendum gjaldeyri. Þessi hækkun hefir verið notuð óspart af atvinnurekendum til þess að heimta verkalaun lækkuð, svo að það yrðu þeir — atvinnurekend- urnir -x~, en 'ekkí verkalýðurinn, sem græddu á viðreisn þjóðar- hagsins. Nú hafa atvinnurekendur fengið fullnægt nokkrum af þessum kröf- um sínum og í sumum atvinnu- greinum. 'Eri þeir hafa ekki fengið kröfum sínum fullnægt að öllu og ekki í öllum atvinnugreinum. Til þess að ná því, sem á vantar, er eitt ráð til: að fella aftur í verði íslenzku krónuna. Það gerir atvhmurekendum sama gagn og kauplækkun. Það er sama og kauplækkun. Atvinnurekendur hafa hátt um það, að verkamenn græði á geng- ishækkun. Þeir munu naumast neita því, að verkamenn tapa á gengislækkun. Stjórnmálaflokkur atvinnurek- enda hefir til" þessa haldið þvi fram út á við, að íslenzka krónan ætti að komast upp 1 gullgengi. : En hitt er engu að síður full- víst, að meðal útgerðarmanna eru margir — og sumir áhrifamestu mennirnir í þeirra hópi —, sem eiga ekki aðra ósk heitari en þá, að islerizka krónan falíi í verði frá því, sem nú er, en hækki ekki. Og hvað er eðlilegra en að þeir útgerðarmenn hugsi svo, sem af géngdarlausri gróðafíkn og; gá- íausri „spekúlasjón" hafa dregið að selja afurðir sínar þangað til, að afurðirnar eru fallnar í verði á útlendum markaði? Hvaða ráð liggur beinna við og er öruggara til þess að firra þá tj'óni af klaufalegri ráðbreytni, en einmitt þetta, — verðfall íslenzku krón- unnar? Og þegar nú er kvis um það, að verðgikli íslenzkrar krónu standi ( ekki ,meira en svo föstum fótum, þá segir sig sjálft, að stöðvun togaraflotans um aflasælasta tíma ársins ætti að vera sæmilega ein- hlít ráðstöfun til þess að uppfylia óskir útgerðarmanría: Að forða gálausum „spekúlöntum" frá fjár- tjöni og koma fram almennri Iækkun á vinnulaunum á þann ganga að sáttaboðum verkakvenna, við spornað. Ef útgerðarmenn létta ekki af verkbanninu þegar í stað og ganga að sttaboðum verkakvenna, þá mun torvelt veitast að finna aðra sennilegri skýringu á ráð- Iagi þeirra en þá, sem hér var vikið að. p. MpInffL Sameinað alpingi. I gær var haklinn 2. fundur þess og ákveðin ein umr. um þingsál.till. Jcmasar um, hverjar kröfur beri að gera til trúnaðar- manna islands erlendis. Siðan var lokaður fundur alt þar til kl. var farin að ganga 8 í gærkveldi. Ný frumvörp. Sveinn í Firði, Ásgeir og Ben. Sv. flytja þingsál.till. í n. d. um, að jafnhliða Jandskjörinu að sumri fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort samkomustaður alþingis skuii vera á Þingvöllum frá 1930. — Landbúnaðarnefnd n. d. flytur frv., er dýralæknir hefir samið að mestu, um útrým- ingu fjárkláða með þreföldu kláðabaði um alt land í ársbyrjun 1929. Til „MorgunMaðs"~Htaraima! í gær er eirihver ykkar að fárast. yfir því, að kaup verkamanna skuli vera hið sama nú á klst. eins og í apríl 1924. Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem þíð alið á því, að kaup verkamanna eigi að lækka, held-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.