Alþýðublaðið - 20.03.1926, Page 3

Alþýðublaðið - 20.03.1926, Page 3
20. marz 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ur hafið þið hvað eftir annað gert ykkur seka í því svívirdilega athœfi, að reyna að spilla fyrir kaupi verkalýðsins. En af því að þið vitið, að þið með því haf- ið verið að vinna ilt verk, hafið þið reynt að fegra gerðir ykkar með þeirri fánýtu viðbáru, að það væri til þess að fá dýrtíðina nið- ur, að þið vilduð spilla fyrir verkalýðnum. En verið vissir urn J)að, að eins og ykkur er það sjálfum fyllilega ljóst, að þetta er fals eitt, eins gengur almenn- ingur þess ekki dulinn, að þetta er einn hluti af þeim blekkingum, sem þið fáið borgun fyrir að Iskrifa í „Morgunblaðið“. Pví að ef pið hafið viljað minka dýrtíðina, því hafið þið þá aldrei með einu orði krafist þess, að létt væri af almenningi hinum óbærilegu tollurn, sem Jón Porrláksson og íhaldsliðið hefir aukið dýrtíðina með svo gífurlega, og því hafið þið aldrei talað um húsaleiguna, sem raunverulega hefir stigið um þriðja hluta, þótt krónutalan sé hin sama? Þið hafið mælt ein- dregið með því, að afnema húsa- 'leigulögin, þótt þið vitið, að það sé sama sem að húsaleiga hjá verkalýðnum sé sett enn þá mik- ið upp ? Hvers vegna hafið þið hagað ykkur svona? Er það af því, að ykkur hafi persónulega langað til að hrúgað væri tollum á alþýðuna og með því aukin dýrtíðin, og að ■ húsaleigan væri hækkuð með afnámi húsaleigulag- anna? Nei; persónulega hefir ykk- ur ekkert langað til þess, því að þið eruð sjálfir menn, sem fáið laun eins og verkalýðurinn, en orsökin til þessa ljóta athæfis ykkar er sú, að þeir, sem aukið hafa dýrtíðina með tollum í þing- inu og enn meir með afnámi húsaleigulaganna í bæjarstjórn eru Ihaldsmennirnir á bádum peséum stödum, sem pid hafid at- vinnu af ad hrósa. Þið talið um, að kaup verka- manna hafi ekki lækkað frá því í apríl 1924, en hvað hefir kaup ykkar lækkað síðan þá? Kaup ykkar þriggja, Jóns Kjartanssonar, Vatýs Stefánssonar og Jóns Björnssonar var þá að saman- lögðu yfir árið 20 þúsund og 800. krónur. En hvað hefir kaup ykkar lækkað? Ef þið ekki komið því fyrir ykkur í svipinn, skal ég minna ykkur á, að árslaun ykkar eru nú þetta: Jöns Kjartanssonar. . 8000 kr. Valtýs Stefánssonar . 8000 — Jóns Björnssonar. . . 6000 — Pau hafa því ekki lækkað, heldur þvert á móti hækkað, þar sem þau nú eru samtals 22 þús. krónur. Sjáið þið ekki, hvað hjákátlegt það er, að þið skulið vera að heimta launalækkun hjá verka- lýðnum, sem hefir svo margfalt minna kaup fyrir líkamsstrit sitt en þið fyrir ykkar starf, sem ekki er stritverk, þótt það sé óþverra- verk? Dufpakur. Erlend simskeyti. Khöfn, FB., 18. marz. Þjóðabandalagsfundurinn. Frá Genf er simað, að þrátt fyrir atburðinn skildu fundarmenn með vináttuhug. Talsverður kuldi kom þó fram í garð Brazilíu. Bæði Svíþjóð og Tékkóslóvakía buðust til þess að sleppa tíma- bundnum sætum í ráðinu í þeim tilgangi, að hin óánægðu ríki gætu fengið þau, svo að samkomulag næðist urn upptöku Þýzkalands. Heimsblöðin ræða tæplega um annað en þennan viðburð, og sum álíta hann fyrirboða þess, að Þjóðabandalagið leysist upp, en flest ræða málið rólega og gera lítið úr slíkum hrakspám. Upptækn vanid. Hvað verður af |»ví? (Fyrirspurn svarað.) Alþýðublaðið hefir fengið fyrir- spurn um, hvað verði af víni því, sem gert er upptækt. Hefir það Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Lýsingar Eiríks með augað á majórnum, auðæfum hans og völdum að því við bættu, að hann væri ókvongaður, höfðu gerblindað Jón. Hann var nú fastráðinn í, því, ef það væri nokkur lifandi lífsins leið, að mægjast við manninn, sem steypti Vilhjálmi Þýzka- laiidskeisara af stóli og væri vinur Breta- kóngs, og hann efaðist ekki eitt augnablik hvorki um sögulegt sanngikli frásagna Eiríks né heldur um hitt, að þær mægðir gætu tekist. Var Guðrún kann ske ekki nógu fríð? Og hafði ekki vinnustúlka úr Trékyllisvík gifzt ungverskum markgreifa og stúlka úr Reykjavík þýzkum barún og . , . Nei; það var ekkert til fyrirstöðu. Það var dálítið annað en að fá mann fyrir tengdason, sem ætlaði* sér að drukkna af togara og láta barnahrúguna setjast upp á hann og éta hann út á húsganginn, og það var betra en aðstoðarprestsrola eða kaupfélagsstjóragarm- ur; — þeir minkuðu allir eftir því, sem majórinn stækkaði, og Jón hróflaði himin- glaður upp slíkum háborgum, að húsameist- ara ríkisins hefði öllum verið lokið, ef hann hefði séð þær. Hvað Guðrúnu eða Beru litist á ráðstöfun Jóns; — um það spurði enginn og þá auðvitað allra sízt um það, . hvað Þorsteini sýndist. En Eiríkur með augað gekk hróðugur aftur til veiðihússins og sagði Maxwell afrek sín, en Maxwell sagði honum, að majórinn væri niðri við á að veiða og væri honum bæði óhætt og bezt að fara þangað til liðs við hann. Eiríkur gekk í hægðum sínunr ofan að ánni, og þótti honum aðkoman þar heldur óálitleg. Or f jarska hafði hann séð veiðistöng standa eina síns liðs á árbakkanum og þótti hon- urn það ill sjón, því að þótt hann væri á- kveðinn drykkjumaður, var hann engu að síður mikill veiðimaður, og var stöngin það

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.