Alþýðublaðið - 20.03.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1926, Blaðsíða 4
ALÞÝÐÚBLADID leitað sér upplýsingá um það mál, og er svarið þannig: Spíritus og önnur vín, sem seld eru í £fengisverzluninni, renna til hennar. [Spíritusinn mun vera notaður til lyfja og — eftir að hann er gerður óhæfur til drykkj- ar — til iðnaðar.] Brennivíni og slíkum blönduðum vínum er helt niður. Stundum hefir vín verið sent utan. Vín úr smyglaraskip- um afhendir landsstjórnin áfeng- isverziuninni, þegar mál þeirra eru útkljáð. Þá, er fáeinar vín- flöskur eru gerðar upptækar, eru þær stundum látnar í hegningar- húsið til bráðabirgða, eftir að þær hafá verið innsiglaðar. Tvennir tímar. Það er víst ekki margs konar atvinna til í heiminum, sem er hættulegri en að vera sjómaður á Islandi. Alt af eru blöðin að flytja fregnirnar um sjóslysin, og alt af verður vart mikillar samúðar með þeim, sein verða fyrir því óláni að missa sína nánustu í sjóinn. Góðir menn skjóta saman fé til þess að bæta þeim, sem mist ástvinina, að litlu leyti fyrirvinnu- missinn, því að hitt verður ekki bætt. Minnisstæðust eru slysin miklu í fyrra vetur, enda hefir samúðin aldrei komið greinilegar í Ijós en þá. En hvað verður um allar sjó- mannaekkjurnar ? Ekki lifa þær og börn þeirra lengi á gjafafénu. Ekki hrekkur hið lögboðna líf- tryggingarfé heldur langt. Þær verða því að fara að vinna fyrir sér og börnum sínum, en það er. ekki um margs konar atvinnu að velja: Fiskvinnan er nær eina atvinnan. Meiri hlutinn af því kvenfólki, er að staðaldri stundar þá vinnu, hefir fyrir einhverjum að sjá. Það eru ekki alt ekkjur, sízt alt ekkjur eftir menn, sem faríst hafa á sjón- um, en þær eru nú ekki betur staddar fyrir því. Kaup verkakvenna var 90 aurar um klst. síðast liðið ár. Dýrtíð- in er minni nú en síðast liðið ár, en sökum þess, að togararnir byrjuðu saltfisksveiðar hálfum öðrum mánuði síðar í ár en í fyrra, verður ársatvinna verka- kvenna minsí mánuði styttri en í fyrra. Þeim myndi því verða minna úr árskaupi sínu í ár en í fyrra, jafnvel þótt þær hefðu fengið að halda 90 aura kaupinu. En nú er verkakvenfólkið búið að setja niður kaupið um 5 aura á klst. til þess að mæta kröfum tog- araeigenda um kauplaékkun. , En nokkrir harðsvíraðir með- limir Félags Isl. botnvörpuskipa- eigenda eru ekkí ánægðir með þessa 5 aura lækkun; þeir vilja lækka um aðra 5 aura til. Og svo áfjáðir eru þeir i það að lækka kaupið fyrir ekkjunum og öðrum fátækum verkakonum, sem eru að berjast fyrir lífinu, að þeir eru ekki ánægðir með að láta togaraflotann stöðvast í þeirri von, að það geti orðið til þess að þeim takist að lækka kvenfólks- kaupið um aðra 50 aura á dag. Vafalaust eru margir meðlimir í Félagi ísl. botnvörpuskipaeig- enda, sem finst það heldur óviðkunnanlegt að vilja nú leggja í mikinn kostnað til þess að hafa þessa 50 aura sumpart af söinu ekkjunum, sem þeir voru að skjóta saman handa í fyrra, og er vonandi, að 'þeir geti bráð- lega komið vítinu fyrir hina, áður en þeir baka' sér sjálfum meira tjón. Ólafur Fríðriksson. Jámbrautarmálið. Hafa Englendingar boðið íslendingum lán iil járnbrautalagninga ? I „The Times Imperial and For- eign Trade and Engineering Sup- plement" frá 20. febrúar síðast liðnuro birtist smágrein, er fer hér á eftir í íslenzkri þýðingu: „Jámbrautir á ísiandi. Sagt frá brezku áformi. Á íslandi eru engar járnbrautir, og t'lutningur allur fer þar fram annað- hvort sjóleiðina meðfram ströndum iandsins eða á hestbaki. Á slðustu timum hafa ágætir vegir vérið lagð- ir víðá um landið, einkum þó á Suð- urlandi. Eru það alt akfærir vegir nema í mestu snjóþyngslunum á vetrum. Ýmsar áætlanir hafa gerðar verið og ræddar um járnbrautarlagningú um landið, en hingað til hafa engar 'framkvæmdir orðið í þvi efni vegna ósamkomulags manna um ýmis stjórnmál. Síðustu 2 árin hafa mikl- ar áveitur verið gerðar á suður- hluta landsins, og hefir það vakið nýjar kröfur um járnbrautir, til þess að hægt verði fullkom- lega að starfnýta áveiturnar.' Það er fullyrt, að Englendingar hafi gert tilboð um lagningu nauðsynlegra járnbrauta." Heyrst hefir, að Lárus hæsta- réttarlögmaður Fjeldsted, er fyr- ir skömmu fór utan, hafi, farið til Englands, og muni ferð hans þangað standa í sambandi við væntanlega járnbraut austur. Fróðlegt væri að fá að vita, hvað satt er um hið brezka til- boð, er getið er um hér að ofan, og þá fyrst og fremst, hvort lands- stjórninni hefir borist slíkt tilboð, og ef svo er, hvernig hún hygst að snúast við því máli. Um daglmfia ogg wegimm. Wætarlæknir er i nótt Uiaíur Jór.sson, Vcnar- stræti 12, simi 959, og aðra nótt Gunn- laugur Einarsson, Stýrimannastig 7, simi 1693. Næturvörður er næstu viku í Reykjavíkur-apó- teki. Viðreisn íslendinga. Prófessor Ág. H. Bjarnason held- nr annan fyrirlestur sinn um það efni í Bíóhúsinu í Hafnarfirði kl. 4 á morgun. . , Messur á morgun í dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. 1 fríkirkjunni kl.. 2: séra Árni Sigurðsson, kl. 5' Haraldur próf. Níelsson. I Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. 1 aðvent- kirkjunni kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. Almennur verkalýðsfundur fyrir alla Alþýðuflokksmenn og aðra verkamenn, sem vinna hér í bænum, verður haldinn í Bárunni á morgun kl. 2. Umræðuefni: Kaup- deilan. Gætið þess að koma, áður ur en salurinn er fullskipaður! Verkbannið og Páll Ólafsson. Það fyrsta, sem skipað var upp af kolum úr. kolaskipinu, sem kom til Sigurðar Runólfssonar, var til. h.f. „Fylkis", sem Pqll Ólafsson er framkvæmdastjóri fýrir. Páll þessj er sá hinn sami, sem skrifaði undir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.