Alþýðublaðið - 22.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1926, Blaðsíða 2
2 35 og 53. Ihaldsflokkurinn er stjórnmála- flokkur atvinnurekenda-stéttarinn- ar samkvæmt yfirlýsingu for- manns hans, Jóns Þorlákssonar. 1 miðstjórn hans eru framkvæmd- arstjórar tveggja stórútgerðarfé- laga. Miðstjórnin gefur út blað, er heitir „Vörður“ og segir lands- mönnum vilja flokksstjórnarinnar í dagskrármálum þjóðfélagsins. í 13. tölublaði „Varðar“ á laug- ardaginn var er rituð forystu- grein um yfirstandandi kaupdeilu. Það er eftirtektarverð grein sakir pess, að hún segir skýrt til um ‘vilja atvinnurekenda i kaupmál- inu. Það er vitanlegt, að mestur páttur baráttunnar snýst um það, hvor aðilinn eigi að ákveða, hvað kaupið sé, og kaupdeiiugreinin í „Verði“ bendir ótvírætt á, hvað kaupið yrði, ef atvinnurekendur fengju færi á að ákveða pað einir. Um kaup kvenna segir blaðið: „ . , . ætti það samkvæmt dýr- tiðinni að vera um 50 aurar, ei\ samkvæmt afurðaverðinu ad eins 35 aurar“ (auðkent hér). Um kaup verkamanna er sagt í sömu grein: „Eyrarvinnukaup ætti samkvæmt henni [þ. e. dýr- tíðarvísitölunni] að vera 91 eyrir, en samkvæmt afurðaverði 53 aurar“ (auðkent hér). .35 og 53 aurar — það er kaup- ið, sem atvinnurekendur segja að „œtti“ að vera. Það er kaupið, sem þeir myndu ákveða, ef þeir gætu skapað sér rétt til að ákveða það með sigri í kaupdeilunni. Mótspyrna verkalýðsins er ekki ástæðulaus. Hún er lifsnauðsyn. Alpingi. Neðri deild. í fyrra dag var 4. fundur 2. umr. um útsvarafrumv., og lauk henni þannig, að umræður voru skornar niður með atkvæðagr. Fó? hún fram úm kh 2, og var nafnakall við haft. Voru 11 með umræðuslitum, en 9 á móti, er vildu leyfa að ræða frv. nánara. Fleiri voru þá ekki viðstaddir. Þegar þeir, sem þá höfðu kvatt ALÞÝÐUBLA^'íxj sér hljóðs, höfðu lokið málí sínu, var kl. nærri fjögur. Svo margar breyt.till. voru við frv., að aðal- atkvæðagréiðslan stóð yfir í kl.st. Voru þar feldar allar þær breyt.- till., sem Jón Baldv. flutti sérstak- lega. Voru 3—5 atkv. með þeim flestum, en 13—17 á móti. Svo var um, að viðbótarútsvör megi ekki leggja á þá, sem hafa eigi hærra aðalútsvar en 80 kr. i kaup- stöðum eða 40 kr. utan kaupstaða og stórra kauptúná, að atvinnu- málaráðuneytinu sé ekki veitt æðsta úrskurðarvald um útsvars- kærur, og að þau lagaákvæði haldist, að leggja megi bæði á hlutafélag og hluthafana sérstak- lega. Um það atriði, hvort konur skuli skyldar til að taka við kosn- ingu í niðurjöfnunarnefnd,' fór fram nafnakall. Voru þeir með því Hákon, Jakob, Jón Baldv., Klemenz, M. T. og Þórarinn, en aðrir á móti fyrst. Ól. Th. var ekki viðstaddur og B. f. V. veikur. Féll sú till. þannig. Síðar bað Magn. dós. að breyta sínu atkv., og var þá með till., en áður á móti, en úrslit voru samt óbreytt. Loks var frv. vísað til 3. umr. með nokkrum breytingum. Við umr. réðst Hákon rnjög gegn frv., og kvað það verra en ekkert eins og stjórnin flutti það. Samt vildi hann reyna að forðast að beina aðfinslum sínum gegn Magn. Guðm., sem þó hlaut að svara til sakanna. Kvað Hákon stjórnarfrv. stofna til óþarfrar skriffinsku og gera málin þung í vöfum. Þá mintist hann á skatta- framtöl og þóttist vita til, að jafnvel embættismenn ríkisins strikuðu yfir orðin, að framtal þeirra til skatta væri gefið eftir æru og samvizku. Einn sýslumað- ur þessa lands hefði sagt sér, að hann gerði þetta sjálfur. M. Guð- mundsson: „Vill þingmaðurinn segja fjármálaráðherranum, hver sá sýslumaður er?“ — Hákon svaraði því ekki beinlínis, en kvað þingheim hafa heyrt orð sín, og mætti láta rannsaka málið. Hákoni þótti lítið gert úr hreppsnefndum í frv., með því að kalla þær nið- urjöfnunarnefndir. Skemtu þing- menn og áheyrendur sér hið bezta undir ræðunni. Stundum töluðust þeir P. Ott. á næstum orði til orðs. Þá var Sigurjón í forseta- stóli. — j ALÞÝÐ UBLAÐIðI 3 kemur út á hverjum virkum degi. | IAfgreiðsla i Alþýðuhúsinu við t Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. £ til kl. 7 síðd. t ISkrifstofa á sama stað opin kl. ► 9V2 — 10V2 árd. og kl. 8—9 siðd. | Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). [ Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 1 hver mm. eindálka. t < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ( J (í sama húsi, sörnu símar). t Fjárveitinganefnd n. d. hefir skilað breyt.fill. sínum við fjár- lagafrv. Leggur hún m. a. til, að veittar verði 500 kr. til slysa- tryggingasjóðs „Dagsbrúnar'L Styrkinn til góðtemplarareglunnar vill hún hækka úr 6 þús. kr. í istj.~ frv. upp í 10 000 kr. Efri deild. Þar voru til umræðu á laugar- daginn var 4 mál og. var viðauki við og breyting á lögum um á- veitu á Flóann samþ. umræðu- laust og afgreitt til ríkisstjórnar- innar sem lög frá alþingi. Frv. um veitingasölu var afgreitt til n. d. og frv. um breytingu á lögum um stýrimannaskólann í Reykjavík sömuleiðis, hvort tveggja umr.- laust. Um frv. um aðflutningsbann á dýrum urðu nokkrar umræður milli I. P. og E. P, Að lokum var því vísað til 3. umræðu með nokkrum breytingum. Um daginn og veginn» Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú, sími 181. Togararnir. Ása kom i nótt vegna vatnsskorts. Höfðu kassarnir lekið. Fór hún bráðlega aftur. — Gyllir kom kl 4 í fyrri nótt. Höfðu hlerarnir brotnað, og fékk hann sér aðra og fór síðan þegar burt aftur. Fjórar bifreiðar voru nærstaddar, en höfðust ekki að, enda var margt manna á vett- vangi. Linurugl varð í laugardagsblaðinu í enda greinarinnar: „Verkbann útgerðar- manna“, svo að úr féll, að lækkun á vinnulaunum yrði við gengislækk- un á þann hútt, sem verkalýdurinn getur ekki við spornad.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.