Alþýðublaðið - 23.03.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.03.1926, Blaðsíða 1
fiefið út af AlÞýðuflokknum 1926. Þriðjudaginn 23. marz. 70. tölublað. H.S. Reykjavikuraimáll 1026. Eldvígslan ieikin 1 Iðnö f kvttld kl. 8. — Aðgöngumiðar i day kl. 10 — 12 og 2 —8. Verð: Balkon kr. 4,00. Sætin niðri kr. 3,00. Stæði kr. 2.50 og barnasæti kr. 1,20. Leikfélag Reykjavikur. Á útleið (Outward bound) Sjónleikur í 3 þáttum eftir Sutton Vane, verður leikið miðvikudaginn 24. marz. HgT Niðursett verð. Leikurinu hefst með forspili klukkan 7 3/i. Aðgöngumiðar seldir i dag frá kl. 4 — 7 og á morgun frá kl. 10 — 1 og eftir kl. 2. Simi 12. Simi 12. Regn- og ryk-frakkar karlm. og drengja Ný sending komin af regn- og ryk-frökkum handa karl- mönnum, allar stærðir, einnig drengjafrakkar margar teg. Nýmöðins snið. — Nýtt verð. H. Andersen & Son, Aðalstrœti 16. Erlend simskeyti. Khöfn, FB., 20. marz. Stórbruni i Tokió. Frá Tokíó er símað, að kvikn- að bafi í flugeldaverksmiðju. Breiddist eldurinn út um heilt hverfi í borginni. Átta hundruð hús brunnu tii kaldra kola, og eru fjögur þúsund manna hús- næðislausir. Norskur banki hættir að starfa. Símað er frá Þrándheimi, að „Nordenfjeldske Kreditbank“ hafi neyðst til þess að loka. Hann er einhver stærsti banki í Noregi utan höfuðborgarinnar. Verkamálaráðherrar stórvelda Evrópu koma sér saman um átta stunda vinnudag. Frá Lundúnum er símað, að fimm verkamálaráðherrar, 1 frá hverju eftir taldra ríkja: Þýzka- landi, Belgíu, Frakklandi, Italíu ’og Englandi, undir forystu Alberts Thomasar frá alþjóða-verkamála- skrifstofunni í Genf, hafi setið á fundúm síðustu daga og rætt möguleikana á að lögleiða átta stunda vinnudag. Heyrst hefir, að íundarmenn hafi verið sammála um, að nefnd lönd skyldu bráð- lega koma þessu í kring. Rikisforseti fer frá. Frá Aþenu er símað, að Kon- duriotis sé farinn frá vegna ald- urs. Khöfn, FB., 22. marz. Samkomulag um, hvernig skilja beri Washington-sampyktina. Frá Lundúnum er símað, að tilgangurinn með fundahöldum verkamálaráðherranna hafi verið sá, að koma samkomulagi á um það, hvernig skilja beri Washing- ton-samþyktina í hverju einstöku atriði, t. d. viðvíkjandi undan- tekningarákvæðum. Fundarmenn hafa gert með sér samning, þar sem tekið er fram, að stjórnir þeirra þjóða, sem sendu fulltrúa á fundinn, skilji allar Washing- ton-samþyktina á sama veg. Er búist við, að bráðlega verði lögð fram frumvörp í þessum lönd- um um fullgildingu samþyktar- innar. Belgía og Italía hafa áður viðurkent liana að því áskildu, að hin löndin einnig geri það. Brezkir innflyt jendur til Kanada. Frá Liverpool er símað, að á laugardaginn hafi 4000 brezkir innflytjendur farið af stað til Ka- nada á tveimur skipum. Flestall- ir innflytjendurnir voru bændur og fólk þeirra. Heimskautsflugi frestað vegna flugvélabilunar. Frá Lundúnum er símað, að Wilkins kapteinn, sem ætlaði að fara af stað í gær frá Point Bar- row áleiðis til heimskaútsins, llafi frestað förinni í bráðina, þar eð allar 3 flugvélarnar höfðu bilað i undan gengnu reynsluflugi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.