Alþýðublaðið - 24.03.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.03.1926, Blaðsíða 1
Gefid út af Alþýðuflokluiiiiii 1926. Miðvikudaginn 24. marz. 71. tölublað. Kaupdellan. Hvað fefur Syrír sam- komulagi? - Almennkigur á erfitt með að írúa því, aö fimm aurarnir til kyenfólksins stahdi svo mjög fyrir torjóstinu á atvinnurekendum, að ekki geti þeirra vegna dregið til sátta. Fuliyrt er líkfl, að margir atvinnurekendur séu mjög óá- nægðir með þverúð forkólfa sinna. Ýmsum togaraeigendum þykir' þófið ganga langt úr hófi. Al- þýðublaðið getur líka staðhæft eftir góðum heimildum, að félag þeirra hefir þegar fengið formanni •sínum, Ólafi Thórs, fult umboð til að ganga að samkomulagi. Á honum virðist því standa. Hvað honum getur gengið til að standa í vegi fyrir samkomu- lagi, skal ósagt látið, ,en hitt er vitað, að hagsmunir félags hans og ef til yill fáeinna fleiri í hópi útgerðarmanna, sem leggja meiri áherzlu á fiskverzlunina en fisk- veiðina, fara ekki saman við hags- muni hinna, alls þorrans, sem þarf að nota vertíðina til fisk- öflunar og vill það. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 22. marz. Sakaruppgjöf og hegningar- • bætur. - Frá Moskva er símað, að ráð- stjórhin tilkynni opinberlega, að 8 af þátttakendum í morðinu á Al- exander keisara II., sem enn eru á lífi, skuli hafa 235 rúblur mán- aðarlega. í eftirlaun. Alexander II. var myrtur 1881. Khöfn, FB., 23. marz. Heimskautsfar Amundsens. Frá Rómaborg er símað, að á- kveðið hafi verið, að heimskauts- far Amundsens fari þaðan 26; marz. „Dagsbrúnar>(-fundur á morgun, fimtudag 25. þ. m., kl 8 e. h. i Good-Templarahúsinu.v Fundarefni: Kaupdeilan. Allir félagar sýni skirteini. Stjprnin. Siresemann skýrir frá Genfar- fundinum. Frá Berlín er símað, að Strese- mann hafi í gær skýrt ríkisþing- inu frá Genfar-fundinum. Kvað hann afstöðu Pjóðverja gagnvart Bandamönnum hvíla á sama grundvelli og áður. Þrátt fyrir atburðinn væri Locarno-samþykt- inni engin hætta búin. Innlend tíðindl. ísafirði, FB., .22. marz. Samúðarverkfall. Verkamannafélagið „Baldur" á- kvað á fundi í gær að vinna við öll þau skip, er hér hafa lagt upp áður, — að eins ekki við togara frá Reykjavík. — Kolaskip er að koma til J. S. Edwalds. Áflabrögð. Hávarður kom inn á laugardag með 101 tn. lifrar. Ágætisfiski hér. 3—7 þús. pd. á bát. Stutt róið. Seyðisfirði, FB., 24. marz. Tiðarfar. Sólskin og sumarblíða er hér daglega síðan um fyrri helgi, en næturfrost. Heilsufar vgott, nema mislingar útbreiðast. Eru vægir. Reykjavíkur-víðvarpið heyrist hér illa, segja móítökuáhaldaeigendur ó.g eru óánægðir. Aflabrögð. Mokafli á Austfjörðum síðustu viku, áframhaldandi. Á Hornafirði fá bátar að jafnaði 5—16 skpd. Einn fékk siðasta mánudag 21 skpd. Varð hann þar af að koma 6 á annan bát, en sjálfur flaut hann með 15. Netabáturinn Sæ- farinn kom inn á mánudag til Eskifjarðar með 12000 af stór- fiski. Var það vikuveiði. Á Djúpa- vogi voru komin á land síðustu viku 292 skpd., alt handfæraveiði; fékk einn vélbátur með 4 mönn- um t. d. 9 skpdf á laugardaginn. A Fáskrúðsfirði fá bátar í róðri 12 til 15 skpd.; alt á handfæri. Á Norðfirði fengu 2 velbátar í gær 9 skpd. hvor á nýveidda loðnu- beitu þar. Á Seyðisfirði og Norð- firði haía róðrarbátar orðið fisk- varir síðustu viku. Er það «alveg óvenjulegt urh þetta leyti. Hafa þeir fengið 1—2 rúm af goðum göngufiski. Þórður Ólafsson, kolakaupmaður, skipar að renna bifreið á mannfjðlda. Þórður. Ólafsson kolakaupmað- ur gerði í" gær tilraun til að rjúfa verkfaliið. Byrjaði hann á að láta skipa út kolum í Suður- landið kl. 4,30 e. m., en sú til- raun var bráðlega heft. Skipaði Þórður þá,-að bifreið væri rent aftur á bak á fullri ferð beint á mannfjöldann. Þeirri manhdráps- tilraun varð þó afstýrt og bif- reiðin stöðvuð. Auk Þórðar bar einna mest á í flokki verkfalls- brjóta: Jóni í Hákonarbæ, Helga frá Tungu, Ágústi Benediktssyni vélstjóra og Jóni Kristjánssyni bif- reiðarstjóra á, Laugavegi 49. Alþýðan man, hverjir mest ganga á mpti henni, ekki sízt í kaupdeilum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.