Alþýðublaðið - 24.03.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID jALÞÝÐUBLAÐIÐ J kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hveríisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9V2— IO’/s árd. og kl. 8 — 9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Gætnm vor. Stéttarbræður góðir! Leggið ekki trúnað á ' þvætting „Morgunblaðsins". Hve nær hafa menn, sem að því standa, barist fyrir' vorum málstað ? Aldrei. ♦ Pér vi'tið, að nú mæla „Morg- unblaðs“-skrifarar flátt eins og ætíð í vorn garð. Peir eru Iaun- aðir til þess að gera oss tjón. Auðvaldssinnar launa þá í þeirn tilgangi. Miinið petta, drengir gódir! Standið saman og látið ekki hrekja yður af réttri leiÖ. Nú hæla launuðu skrifararnir þeim, sem vinna oss tjón. Auð- valdið er oss mótstætt. Lítið til annara landa! Munið, að „Morg- unlaðs“-ritarar eru ráðnir til þess að brœða af oss hold og liams. Hefðum vér ekki menn þá til að styðjast við, sem nú eru átaldir í „Morgunblaðinu“, og enga í þeirra stað, — myndu skrifarar „Morgunblaðsins" hjálþa til að færa oss úr skyrtunni. Það er til- gangur þess. Þeir myndu hjálpa til, eins og þeir gera nú, að níð- ast á fátækum stúlkum og svelta oss og börn vor. — Lækki kaup, sveltum vér og börn vor. En þá myndi þeim veitast það auðveldara, því að aumur er höfuðlaus her. Stéttarbræður góðir! Pað vitið þér, að allar þær réttarbætur, sem vér höfum öðl- ast á síðustu árum, eigum vér öð þakka samtökum vorum og góðum fyrirliðum. Hve nær sem er skulum vér reiðubúnir að fylgja einhuga fyr- irliðum vorum. Peir eru að vinna fyrir oss. Reiðubúnir skulum vér að styðja þá, sem eru minni máttar. Takið eftir því, stéttarbræður góðir: „Morgnnblaðs“-skrifararnir hall- mœla œtío peim mönnum, sem vilja vorn sóma og hag. „Morgimblaðs“-skrifararnir liœla œtío peim mönnum, sem svíkja oss og tœla. Verkamaður. Alpingi* Neðri deild. Par var í gær fyrst nokkuð deilt um frv. um þá breytingu á vegalögunum, að Eyjafjarðar- braut frá Akureyri til Krists- ness, þar sem heilsuhæli Norð- lendinga á að vera, verði tekin í þjóðvega tölu. Var frv. vísað til 3. umr. með 17 atkv. gegn 10 að við höfðu nafnakalli, og skal þess getið, að Jón Baldv. greiddi atkv. með frv/ Þá var frv. um veitingasölu, gistihússhald o. fl. vísað til 2. umr. og allshh. og frv.urn málanámsaukningu í Stýrimanna- skólanum (undir farmannapróf) til 2. umr. og sjávarútv.n. Um frv. Jóns Baldv. um skyldu útgerðarmanna til að tryggja fatn- að og muni lögskráðra skip- verja, var haft nafnakall, eftir tví- tekna atkvæðagreiðslu, sem ó- nýttist hvor tveggja vegna ónógr- ar þátttöku, — og var frv. þá samþ. til 2. umr. með 14 atkv. gegn 12 og því síðan vísað til sjávarútvegsnefndar. Með frumv. greiddu atkv-.: Ben. Sv., J. Baldv., M. T., P. Ott. og „Framsóknar“- flokksmenn aðrir en Sveinn í Firði, en hann var ,á rnóti og' 1- haldsmenn aðrir en P. Ott, nema Hákon var ekki við, en Bjarni er veikur. Þá var talsvert rætt um stj.frv. um Landsbanka íslands, en þeim umræðum síðan frestað. — Undir þeim umræðum mintist Ben. Sv. á frumv. stjörnarinnar um hlunn- indi handa nýjum einkabanka. Kvað hann bankahrun í Noregi hafa valdið því, að norski bank- inn var ekki settur á stofn hér, þegar það stóð til. Taldi hann óvíst, að slíkur banki yrði stofn- aður, jafnvel þótt svo færi, að það frv. yrði samþykt. Efri deild. Þar var eina málið, sem ræða átti, um niðurlagningu vinsölunn- ar á Siglufirði, tekið út af dag- , skrá. Eitt, sem vert er að athuga vel í deilu: þeirri, sem nú stendur yfir, er það, að vinmikaupendurnir eru með kauplækkunartilraun sinni á hend- ur verkakonum að stíga fyrsta sporið í áttina til þess takmarks, sem auðvaldið hefir alt af eygt fram undan, á meðan samtaka- skilningur verkalýðsins hefir ekki verið heill og sterkur. Meðan nú verandi framleiðslu- skipulag var á byrjunarstigi, fyrst þegar vélamenningin var að ryðja sér til rúms, voru samtök verka- lýðsins lítil. Þá stigu atvinnurek- endur eitt hið svivirðilegasta spor, sem sögur fara af i atvinnulífi heimsins. Þeir sögðu öllum verka- mönnum upp atvinnu í verksmiðj- um, en tóku í stað þeirra konur þeirra og dætur. Og vegna hvers gerðu þeir það? Þeir gerðu það vegna þess, að vinnuþrek kvenn- anna var miklu ódýrara en karl- mannanna í hlutfalli við fram- leiðslumagn. Allir geta ímyndað sér, hvílik, áhrif þetta hefir haft á heimilislíf verkalýðsins, þegar móðirin var tekin frá börnunum og þrælkuð í verksmiðju, en faðirinn atvinnu- laus varð að sjá um heimilið. Sömu tilraun eru íslenzkir vinnu- kaupendur nú að gera. Takmark þeirra er að lækka kaup kvenna svo mikið, að það borgi sig betur að láta þær vinna í stað karl- manna. Athugið þetta, verkamenn og verkakonur! r. S. n. Um dagfimi og veginn. Næturlæknir er i nótt x Magnús Pétursson,- Qrundarstíg 10, sími 1185. Samúð erlendra sjómanna. Hásetarnir á enska kolaskipinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.