Alþýðublaðið - 26.03.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.03.1926, Blaðsíða 1
aoið GeHð át a? iUjtýðuflokknum 1926. Föstudaginn 26. marz. 73. tölublað. Gengið og kaupið. • „Mgbl." í morgun ritar um gengið og kaupið og vill kenna verkafólki, ef krónan lækkaði. Þaó skyldi blaðið ekki hafa gert. Það er burgeisunum að kenna, að krónan náði ekki hærra verði en er, og pað er óráðsíu burgeisa að kenna, að nú er pegar allur arður góðærisins mikið til upp étinn, svo að t. d. íslandsbanki er í hvínandi vandræðum með að sjá útgerðinni fyrir rekstrarfé og purfti að leita aðstoðar alpingis, og pess vegna er nú hætta á, að krónan falli, nema vel sé á haldið. Afstaða verkafólks við gengis- málinu er sú, sem hún hefir verið, að pað á heimtinguá að njóta hagsbóta af hækkun, par eð páð beið tjón við lækkunina. Þess vegna á kaup ekki að lækka fyrr en peningarnir hafa hækkað svo, að vöruverð* hefir lækkað veru- lega, og kaupið á pví að eins að að lækka, að trygging sé fyrir pví, áð ekki verði kránan pegar á eftir stýfð og par med feld í verði, en dýrtíð aukin aftur. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 26. marz. Seðlafölsunin i Ungverjalandi. Þingið friar stjórnina. Frá Buda-Pest er símað, að pingið hafi úrskurðað með ör- litlum meiri hluta, að Bethlen- stjórnin hafi enga sök átt á föls- xinarmálinu.* Skip brennur. Hundrað manns drukknar. Frá Rio de Janeiro er símað, að kviknað hafi í brazilisku skipi á leið pangað og hafi pað sokkið. Eitt hundrað manna drukknaði, en '70 komust af. Alpjóðaratkvæði um furstaeign- irnar i Þýzkalandi. Frá Berlín er símað, að 13 millj. manna hafi undirskrifað áskorun um, að gert verði út um pað með alpjóðaratkvæði, hvort furstunum verði afhentar aftur eignir peirra. ,Daysbrúnaru-fundurinn i gærkveldi. Svo fjölmennur var fundur verkamannafélagsins .Dagsbrúnar' í gærkveldi, að stóri salurinn í G.-T.-húsinu var alveg troðfullur út úr dyrum. 51 nýir félagar bætt- ust við. Allir fundarmenn voru með einu hjarta og einni sál og sýndu greinilega, að samtökin eru 'órjúfandi. Nánara um andlát Brynjölfs heit- ins Grimssonar. Lseknisskoðun hefir leitt í ljós, að Brynjólíur heitinn Qrimsson var meiddur á höfði. Á þriðjudagsnótt- ina klukkan að ganga 12 fór bifreið inn eftir veginum. Segir bifreiðar- stjórinn svó frá, að þegar hann fór fram hjá annari bifreið, sem var kyr, sá hann, að maður var á reiki fyrir aftan bifreiðina, og í pví var kallað. Hyggur hann, að Br. heit- inn, sem, var drukkinn, hafi komið fram hjá hinni bifreiðinni og slangr- að utan í sína. Getur áverkinn hafa stafað af því, en ekkert hefir komið í ljós, sem sanni, að ekið hafi verið yfir Brynjólf heitinn. Verkfallsbrjötar og smyglarar. í gær laust eftir kl. 2 kom „Lyra" að haf narbakkanum vestri. Með 'skip- inu voru meðal annárs egg til Egg- erts Kristjánssonar heildsala. Sendi hann hínn alkunna Elías Holm til að ná i þaú. Tókst honum með aðstoð einhverra sinna líka að koma 11 kössum upp á bakkann bg fá bif-. reið til-að taka þá. Komu þá nokkrir verkamenn þar að og báðu bii- reiðarstjórann að aka burf, og gerði hann það orðalaust, svo sem viturlegast var af honum'. Urðu smá- lauk fljótlega, og voru kassarnir látnir út í „Lyru" aftur. Svo, þegar „Lyra" fór kl. 6, fór Elías með henni út fyrir eyjar og hafði vélbát þar í fyrirsát fyrir skipinu. Fékk hann þá kassana látna í bátinn og hélt síðan að Elíasar-bryggju. Þegar þangað kom, tók lögreglan á móti honum, lagði hald á kassana sem tollsvikna yöru og f lutti þá ' með aðstoð verkamanöa á tollstöðina. Maðurinn með bátinn er alment kall- aður „Bjössi hjá Kol. & Salt". — Svo fór um sjóferð þá, og má með sanni segja, að ekki eru allar ferðir til fjár, þótt farnar séu. Guðspekifélagið. Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 8,30. Efni: Hver er sinnar gæfu" smiður. ~. Engin tök á þvi. Þrátt fyrir fjölda utanfélags- manna, sem söfnuðust úti fyrir - G.- T.-húsinu í gær, meðan stóð á „Dagsbrúnar"-fundi, hefir „Mbl." ekki getað flutt neina tvístrunar-*• sögu af fundinum. Fyrirspurn. Var „löghlýðna" manninum, sem hamaðist mest á uppfyllingunni í gær, ókunnugt um, að toll ber að greiða af innfluttum eg-gjum? Elli. Veðrið. Hiti mestur 4 st., minstur 4 st. frost; 3 st. í Rvik, Átt suðlæg, hæg. Veðurspá: 1 dag: Breytileg vind- staða; hægur á Norður- og Austur- landi. Hæg suðlæg átt, þokuloft og nokkur úrkoma á Suðvesturlandi. 1 nótt: Sennilega suðaustlæg átt, hæg á Norður- og Austur-landi. Skriðdýrseðlið. Þrátt fyrir allan -gorgeirinn eru eigendur „Mgbl." orðnir skelkaðir við mátt verkalýðssamtakanna. Þess vegna eru skósveinarnir teknir að flíka því nafni, sem þeir eru alt af vanir að skríða fyrir og kyssa duft' ið, — kóngsnafninu. Þegar hjartað sígur, titra skankarnir með. vegis ryskingar við Elías, en þeim Long prestsniónusta. Elzti prestur í Engtandi sagði ný- lega af sér prestsskap 102 ára gam- all. Hafði hann þá verið prestur í 73 ár. Faðir hans tók þátt í orust- unni við Trafalgar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.