Alþýðublaðið - 09.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1920, Blaðsíða 2
s ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bandaienn og Bjiferjar. Khöfn 7. febr. Frá Berlín er símað, að btíist sé við að Frakkar leyfi samninga um stríðsambrotamanna-kröfuna. Ýmsir af sendiherrum Banda- manna hafa snögglega haldið burt tír Þýzkalandi. [Hafa líklega btíist við að verða fyrir misjöfnu, ef óeirðir yrðu í Berlín]. fjóöverjar neita. Khöfn 6. febr. Frá Berlín er sfmað, að stjórnin muni ekkert gera til þess að „striðsafbrotamennirnir" verði af- hentir, þar ;eð borgarastríð muni verða, ef það verði reynt, og að engin þýzk stjórn muni reyna slíkt. Þingið verður kvatt saman eins fljótt og unt er. Enginn af þeim ákærðu hefir boðist til þess að ganga Banda- mönnum á hönd. gariagahitgur. Ófriðarblika. Á meðan þjóðfé- lagið er svo samansett sem það er ntí, hlýtur að vera sífeld bar- átta milli verkamanna og atvinnu- rekenda. Einkum meðan hugsun- arháttur atvinnurekenda er sá einn, að nota megi verkamanninn sem hverja aðra skepnu, og láta hann rétt hafa í sig en ekki á. Þyki einhverjum þetta ofmælt, þá ætti að vera nóg að benda til þeirra þtísunda, — já, hundruð þúsunda verkamanna, — sem hér í álfunni hafa orðið að flýja á náðir hins opinbera, ýmist með beinan styrk af hálfu hins opin- bera (framfærslukostnað) eða þess, sem ríkin hafa orðið að leggja á borð með verkamönnum (lækkun nauðsynja) til þess að þeir héldu lífi sínu og sinna ófriðarárin og til þessa dags. Meðan ástandið er þannig, verð- ur ekki sagt, að það sem hér að framan er mælt, sé ofsagt, þvert á móti. Og líti menn svo til ís- lands og taki aðeins höfuðstaðinn (Reykjavík), þá er framfærslustyrk- ur þurfalinga ntí rtím 200 þús. kr. Og dettur nokkrum manni í hug að halda um þá menn alla, sem þess styrks njóta, að þeir geti ekki unnið, eða nenni ekki að vinna. Það væri fjarstæða að ætla slíkt. Nei, mennirnir vinna, en þeir fá ekki nægilegt fyrir vinnu sína. Með öðrum orðum, atvinnurekand- inn notar þá eins og hverja aðra skepnu, en gleymir því, að þeir eru menn sem oftast og ávalt hafa skyldur við fleiri en sjáifa sig. Og nú syrtir í lofti meira en nokkuru sinni fyrri, milli þessara tveggja andstæðuflokka. Og hér í Danmörku má btíast við hríðinni þá og þegar, undir eins og kem- ur inn fyrir dyr hins nýja árs. Um áramótin og víst fram í apríl, renna tít samningar í hin- um ýmsu iðngreinum hér. Og menn vaða ekki í neinum reyk um það, að verkamenn muni fara fram á hækkun launa sinna og munu eflaust neyta allrar orku til þess, að fá kröfum sínum framgengt. Atvinnurekendur hafa líka í til- efni af þessu skrifað allsherjar- sambandinu hér (Det samvirkende Fagforbund) bréf, þar sem þeir iýsa yfir því, að þeir séu ófáan- legir til þess, að ganga lengra en að framlengja hina ntígildandi samninga, bera fyrir sig, aðkaup- ið hafi þrefaldast síðan 1914, en vöruverð aðeins tvöfaldast. Þeir eru enda svo heimskir að benda á það, að þeir hafi hugsað sér að færa vinnulaunin niður, þau séu orðin svo há, að iðnaðurinn geti ekki lengur staðist með þeim, eins og þau séu ntí. Þeir háu herrar hafa haldið að þetta myndi ekki ganga friðsamlega í gegn. Vopnin. Og vopnin sem atvinnu- rekendur ætla sér að nota gegn verkamönnunum, eru auðvitað peningar. Þeir hafa ekkí minna en 25 milj. kr. í reiðum pening- um, sem þeir þykjast ætla að slá kröfur verkamanna niður með. Eg veit eigi hvort það er skamm- sýni atvinnurekendanna. Þeir ®tla að slá ryki í augu verkamanna með þessum miljónasjóði þeirra, en eg er ekki í vafa um hitt, að þeir sigra ekki verkamenn me® peningum, að minnsta kosti ekki hér í Danmörku. Svo eru verka- menn öflugir hér. En söm er ger$ atvinnurekendanna. Khöfn 27/i2 1919. Porfinnur Kristjánsson. (Frh.) Yeðrið í dag. Reykjavík, A, hiti -=-1,8. ísafjörður, N, hiti -s-1,3. Akureyri, Logn, hiti -5-6,3» Seyðisfjörður, N, hiti Grímsstaðir, A, hiti -=-8,0. Vestmannaeyjar, A, hiti 2,2. Þórsh., Færeyjar, SA, hiti 2,6- Stóru stafirnir merkja áttina^ -5- þýðir frost. Loftvog iægst fyrir suðvestah land og fallandi, einkum á Suðuí'' landi; austlæg átt; allmikið frost á Norðurlandi. frakkar harðir. Khöfn 6. febr. Blöðin í París krefjast þess, haldið sé fast við kröfuna um fá afhenta B stríðsafbrotamenn “ • Sendiherraráðið bíður átekta. Kolalaust í Danmörku. Khöfn 6. febr. afi-, Veðna kolaleysis er [fyrirskipaP að] loka [skemtistöðum] kl. lO1/8' Krlend mynt* Khöfn 6. febr. Sænskar krónur (100) — kr. 123-6® Norskar krónur (100) — kr. Þýzk mörk (100) — kr. Franskir frankar — kr. Pund sterling (1) — kr. Dollars (100) — kr. 115.0° 7.00 47.50 22.3^ 680.0®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.