Alþýðublaðið - 26.03.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 26.03.1926, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 Rússa og Kínverja, var ut af pess- um hluta brautarinnar, sem er álíka langur og frá íslandi til Noregs. Þegar „bolsivíkar“ tóku völd- in í Rússlandi, náðu keisara- sinnar brautinni á sitt vald, en urðu síðar að láta hana af hendi við Kínv'erja sjálfa. En 1924 varð það að samn- ingum milli ráðstjórnarinnar og miðstjórfiar Kínaveldis, að Rúss- land fengi brautina aftur. Var petta talinn einn af stærstu stjórnkænskusigrum ráðstjórnar- innar, pví að stórveldin bönnuðu Kínverjum að fá Rússum aftur forráð brautarinnar. En Kínaveldi -er tæplega eitt ríki nema að nafninu, pví að hver landshluti hefir sína stjórn, og eiga sumar peirra í innbyrðis ófriði. Landstjöranum í Manstjú- riu, hershöfðingjanum Chang- Tso-Lin, sem er í vinfengi við Japana og styður kröfur peirra í Kína, hefir lengi verið í nöp við hin vaxandi áhrif Rússa í Kínaveldi, og hefir hann nú/að lokum álitið sig nógu sterkan til pess að grípa umráðin yfir járn- brautinni. Eftir skeytunum að dæma hefir hann orðið að hverfa frá pví ráði aftur, enda má sjá á blöðum, sem hingað hafa borist, að tiltæki hans er pvert á móti vilja miðstjórnar Kínaveldis í Pe- king. Þótt ekki yrði af stórtíðindum í Kina í petta sinn, má búast við peim hve nær sem er. Kína er að vakna og sprengja af sér hlekki pá, sem Vestur-Evrópu- pjöðirnar hafa fjötrað pað i. En hlekkir peir eru margs konar fjármálasamningar, sem hafa gert Kínverjum lítt mögulegt að hreyfa sig. Jafnframt pessari öfl- ugu pjóðernis- og sjálfstæðis- hreyfingu í Kína færist verklýðs- hreyfingin mikið í aukana par í landi. Gefa kínverskir stúdentar út blað á ensku, er peir senda verklýösfélögum um allan heim, til pess að hið sanna komi í Ijós urn áður nefndar hreyfingar í Kína, pví að peir vita, að ekki er mikið að treysta á pað, sem stendur í auðvaldsblöðum Ev- rópu. Er rétt aÖ geta pess, að peir senda pessi bíöð einnig hingað til íslands. Nijlidi. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Kristjánsson, Mið- stræti 3, Sími 686. Þýzkur togari kom hingað í morgun. Var ketill- inn lítils háttar bilaður. Rödd ur dauðra manna gröfum skaut upp í blaðinu „Visi“ í gær og kallaðist Sam. Eggertsson. Var hún blönduð kvæðaslitrum. Veslings gamli maðurinn, sein aftur er orðinn barn og alinn er upp við fyrri alda hugsunarhátt, en mun vera ljóðelsk- ur, pyrfti að lesa kvæði Einars Benediktssonar: „Sjá, hin ungborna tíð“. Hún „hristir klafann af sér; bún er voldug og sterk." Þetta er nú að koma fram á þessum dögum. Stéttartilfinningin er að taka sætið af þjóðrembinghum. Kaupdeilan. títgerðarmenn hafa tíða . fundi þessa daga. Einn þeirra var kl. 10 i morgun. Samhugur verkalýðsins. Finnur Jónsson, póstmeistari á ísa- firði, bar verkamönnum þar það vitni i kaupdeilu þeirra í vetur, að aldrei hefðu samtökin verið eins góð þar og þá. Nú hefir verkalýður Reykjavíkur unnið sér hið sama til ágætis og þeir og niun sýna það, að samtök hans eru alt af að eflast. Fyrirspurn til „Morgunblaðsins11. Er svo til ætlast, að aurunum, sem útgerðaniienn Vilja plokka af verka- Konum, verði bætt við laun þess „Mgbl.“-ritarans, sem mestu skrökv- «r þessa dagana um kaupdeiluná? „Lyra“ fór í gærkveldi, eins o.g við var búist. Ein ösannindi „Mgbl." í dag eru þau, að manni hafi verið haldið á hafnarbakkanum og hann barinn. Um eggjakassana er það að segja, að eigandinn sam- þykíi, að 'þeir væru látnir út í „Lyru“ aftur, en það var „með- hjálpariiin" hans, sem illa lét, þar til buxurnar biíuðu. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. majórinn hefði séð hana, hvort hann he.fði talað við hana eða hún við hann. Svör hennar voru Jóni lítið gleðiefni. Hun hafði að vísu séð majórinn út um glugga, en hann hafði ekki litið við henni, hvað pá heldur á hana yrt. Hins vegar gat Guðrún frætt hann um drykkjuslark majórsirts, sem hann hafði reyndar frétt fyrir löngu. Jóni pótti pað hart, ef hinar nýju fyrir- ætlanir hans skyldu stranda á pví, að majór- inn kæmi ekki auga á jafnfallega stúlku og Guðrún var. Honum fanst forsjónin ætla parna að fara að leika sig grátt, og hann afréð pegar að grípa fram fyrir hendurnar á henni. Það fann Jón, að Guðrún var ekki neitt hrifin af drykkjuskapnum, og hann varð hræddur um, að það kynni á sínum tíma, pégar alt væri komið á fremsta hlunn, að hleypa einhverjum dintinum í hana. Fyrir kverkarnar á því ætiaði hann pó að grípa í fæðingunni. „Biessuð Guðrún mín! Ekki skaltu vera að taka til þess, pótt slíkur maður fái sér neðan í pví. Það hafa aiiir mestu menn íslands gert, pó að þeir séu vitanlega ekki saman- berandi við pennan mikla herforingja. Hann er vanur pví að standa í stórræðum, og von er, að ■honum bregði í brún frá því viÖ að standa hér í fásinninu og dorga silung. Hann þarf að hafa sér eitthvað til afþrey- ingar og hressingar. Þú skalt ekki heldur trúa sögunum, sem um hann ganga. Ég ætla að biðja pig blessaða að sýna honum ekki nema blíðasta viðmót, ef hann skyldi gefa sig eitt- hvað að pér.“ Guðrún hugsaði sitt, en sagði ekki neitt; hún vissi, að pað var ekki til neins að jafn- kíta Jóni. En orð hans komu henni pó nokkuð ókunnuglega fyrir, pví að annars lagði hann pað ekki í vana sinn að hæia cp-ykkju- skapnum, pótt ekki væri pað af siðavendni

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.