Alþýðublaðið - 27.03.1926, Page 2

Alþýðublaðið - 27.03.1926, Page 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐID j | < kemur út á hverjum virkum degi. ► < — .-....— -----------------■------ > 5 Afgreiðsia í Alpýðuhúsinu við ► < Hveifisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► < til ki. 7 síðd. í < Skrifstofa á sama stað opin kl. ► < 91/,—10'/3 árd. og kl. 8 — 9 siðd. t < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 > < (skrifstofan). í j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► < hver mm. eindálka. ► < Prentsmiðja: Aiþýðuprenísmiðjan ► < (í sama húsi, sömu símar). J Afnám Msaieiguiapima. Frumvarp1 þess efnis iiggur nú, sem kunnugt er, fyrir alþingi. Efiaust hafa menn yfirleitt mjög mismunandi skoðanir á máli jiessu, og svo mun einnig í þing- inu. En hvers vegna. er frumvarp þetta fram komið? Samkvæmt vilja meiri hluta baejarstjórnar, og því hljóti jraö að vera vilji meiri ’hluta bæjarbúa, munu sumir segja. Þessi vilji meiri hluta bæjarstjórn- ar hefir þó ekki verið meiri en svo, að einungis 1 atkvæðis meiri hluli var málinu fylgjandi, en bo.rgarstjóri greiddi ekki atkvæði, sem skiljanlegt er eftir aðstæð- um. En eftir framkomu hans áður og reynslu hans og áþreifanleg- um' staðreyndum mætti telja og eðliiegt þykja, að hann væri frumvarpi þessu mótfallinn, og ætti það óneitanlega að vera tals- vert þungt á metunum. Þeir, sem vaka eiga yfir almennings- heill, hvort heidur þuð eru sveita- stjórnir, bæjastjórnir eða löggjaf- arþing þjóðarinnar, ættu ætíð að hafa það hugfast, að ef ekjri yrði komist hjá því, að einhverjir yrðu fyrir fjártjóni, þá væru þeir, sem fýrir því yrðu, sem allra fæ^tir. En til þess að tryggja það í þessu efni er ekki annað hægt en fella áður nefnt frumvarp, og vil ég víkja að því nokkrum orðum. Frumvarp þetta mun vera mjög í þágu Fasteignaeigendafélagsins, enda nuunu meðlimir þess hugsa sér nokkra gróðavon, ef það næði fram að ganga, og efast ég ekki um, ’ að sumir eða flestir þeirra notuðu sér allfreklega réttindi þau, er þeir þættust fengið hafa,- svo sem með okri á húsnæði sök- um eftirspurnar og húsabraski, því að þegar hver húseigandi mætti, ef vildi, vísa leigjendum sínum fyrirvaralaust í burt — sem margir myndu gera, þótt sumir gerðu það ef til vill ekki —, þá rnyndu húsnæðisvandræðin verða svo mikil, að bæjarfélagið neydd- ist til að byggja í flýti ömerkileg hús, sem lítil eða engin eign væri í, og hefir bæjarstjórn eða meiri hluti hennar þó líkléga til annars ætlast. Húsnæðisvandræðin stöf- uðu fyrst og fremst af þvi, að húsnæði er of lítið í bænum, og einnig af því, að húseigendur hver um sig ælluðu sér að velja úr leigjendum og tækju þá fyrst, sem þeir héldu að mest gætu borgað og skilvísastir væru. Hins vegar leituðu leigjendur fyrir sér, hvar þeir gætu fengið bezt og ó- dýrast húsnæði eftir gæðum. Þá væri og húsum haldið lausum til sölu i iengstu lög, þangað til ein- hverjir að lokunt neyddust til að kaupa jiau, þótt verðið væri langt úr hófi hátt, því að sennilega myndi þaö sjaldnast látið nregja, að selja þau með áhvilandi sknld- um, þótt háar væru, he'.dur einnig með talsverðri útborgun. Myndu margir ekki geta ráðist i húsa- kaup, þótt þeir gætu vel greitt sanngjarna leigu skilvíslega. Til alls þessa myndi líða talsvert langúr tími, þótt svo kynni að vera, að fólkið' kæmist einhvers staðar niður aö lokum, sem ég tel reyndar víst að yrði ekki/og ýrði þá bæjaríélagið að sjá þeim fyrir húsnæði, hvort það vildi eða- ekki. Áður en lóðaskatturinn komst í lög, var Fasteignaeigendafélagið stofnað til að standa á móti fram- -gangi þeirra laga, sem þó var rétt hugmynd. Hverjir eiga að greiða gjöld af eignum, ef ekki þeir, sem eignirnar eiga, og auðvitað því meira, sem þær eru meira virði? Það virðist, sem stofnun þessa félags sé eins konar víggirðing um hagsmuni tiltölu- lega fárra einstakra manna, er reist sé á nízku og eigingirni, sljórri réttlætistilfinningu og fjár- málaheimsku, en engri nauðsyn. Fastéignaeigendur segja, að lóða- skatturinn sé óhafandi sökum þess, að hann komi niður á leigj- endunum, en þetta er hreinasta blekking. Á hvaða leigjendum kæmi skattur af ióð niður, ef t. d. eigandi lóðarinnar ætti ekki hús- næði, sem hann gæti selt á leigu eða að eins byggi sjáifur í? Enda gæti hver og einn eins náð upp- hæð lóðarskattsin af leigjendan- um, þótt engjnn lóðaskattur væri, ef einungis eftirspurnin er nógu mikil og óhindruð. Ef lóðaskattur- inn hyrfi úr sögunni, er ekki hægt að hugsa annað af viti en það, að önnur gjöld í- bæjarsjóð hækkuðu, sem því næmi, og kæmi það þá auðvitað niður á eignir og tekjur manna. Það er ætíð nauðsynlegt að hindra hvort heldur er eftirsþurn eða framboð, ef það ætlar að baka fjölda manna mikið fjártjón. Ég myndi fyrir mitt leyti ekki ganga í Fasteignaeigendafélagið fyrr en lóðaskatturinn færi yfir 10 af þúsundi og framboð á hús- næði væri orðið óeðlilega mikið, og þá fyrst til að hefta það, aö húsaleiga færi niður í ekki neitt, en þess myndi langt að biða. Það vi11 nú svo vel til, að ég á bæði hús og óbyggða lóð, og get ég því talað fyrir munn allra sann- gjarnra húsa- og lóða-eigenda. Þætti mér lóðaskatturinn of hár, myndi ég koma mér hjá að greiða hann, því að enginn er lengur krafinn um skatt af eign en hann er eigandi hennar. Kvartanif húseigenda undan að- haldi því, er þeir telja sig verða að ]>ola vegna húsaleigulaganna, eru: Háucldi, ill medferd á hús- nœdi, óskiluísi leigjenda, og pví, þótt það sé ekki iátið í ljós, að húsaíeigan sé o/ lág, og vilja þeir nota sér eftirspurnina ólnndraðir til að hækka húsaleiguna. Kvartað er undan þ.ví að leigja barnafólki sökum hávaða, sem því fylgi, en þetta er að mestu að eins viðbára. Sannleikurinn er sá, að húseig- éndur vilja heldur leigja barn- lausu fólki og einhleypum af því, að þeir þykjast með betri sam- vizku geta knúið háa húsaleigu út úr þeim. Ég á bágt með að skilja, að það sé nokkuö tryggara, að ekki sé hávaÖi hjá einhleypum. Kemur það ekki nokkuð oft fyrir, að hjá þeim er söngur, hl-jóðfæra- sláttur og ef til vill danz eða drykkjulæti og umgangur langt fram yfir þann tíma, sem börn venjulega eru háttuð? Að öðru leyti vil ég að minsta kosti ekki taka mér dómsvald til að dæma á milli hávaðans í minum börnum

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.