Alþýðublaðið - 27.03.1926, Page 3

Alþýðublaðið - 27.03.1926, Page 3
27. marz 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 og minna leigjenda. Ég tel hus- eigendur og leigjendur hafa jafn- an rétt til umkvörtunar um slíkt eftir ástæðum. Það má að vísu fremur búast við skemdum á hús- næði, þar sem börn eru, jafnvel þótt foreldrar þeirra reyni eftir föngum að afstýra þeim. En það er líka mjög oft, að leigjendur bæta þær skemdir sjálfir — til að láta húsnæðið ekki líta mjög illa út —, sem og sjálfsagt er. En sumar skemdir stafa eingöngu af röku og illa frá gengnu hús- næði, svo sem þegar málning dettur af, veggfóður verður ónýtt af bleytu o. fI., og oft geta leigj- endur illa eða ekki varið rúmföt eða húsmuni fyrir skemdum. Svo er slit, svo sem: ofnristar brenna í sundur, þröskuldar slitna o. fl. Tvent hið síðast talda er liúseig- andans að bæta, en hitt leigj- andans. Mig langar til að láta Fast- eignaeigendafélagið fá verkefni til að vinna, sem að flestra dómi væri ekki ógöfugra en það, er það hefir með höndum, og það er: 1. að fyrirbyggja brask á hús- eignum. 2. að veita verðlaun og viður- kenningu fyrir góða meðferð á húsnæði. 3. að hafa áhrif á að útrýma fúskarahætti og smekkleysi í húsagerð og 4. að leigjendur fái óáreittir að búa við sanngjarna leigu — gegn skilvísri greiðslu. Um braskið á ég við, að sölu húseigna verði þannig fyrir kom- ið, að slægð seljanda og vanþekk- ing eða neyð kaupanda koml þar hvergi til greina í þá átt, að hækka verð þeirra úr hófi. Um- boðssala þarf þó ekki að vera úti- lokuð, heldur með öðrum hætti en tíðast á sér nú stað. Annars hefir húsabraskið veitt húsaeig- endum og þá oft leigjendum lika allþungar búsifjar, og virðist því svo, sem vert væri að athuga það og reisa skorður gegn því. Allir vita það, að hagsmunir húseig- enda og leigjenda standa mjög öndverðir, og verður því að finna þann milliveg, sem báðum sé fær að ganga. Má í því efni hvorki rniða við þá efnalega bezt eða verst stæðu af hvorum tveggja. Húsaleiga á að miðast við það, að hvorki efnahag meginþorra húseiganda né leigjenda hraki af vöklum þess, að húsaleiga sé annaðhvort of há eða of lág. Það tvent, sem einkum þarf að gæta í húsnæðismálinu, er að tryggja leigjendum húsnœdi fyrir sann- gjarnt. verd, og húseigendum skil- vísa greidslu á húsaleigu. Það, sem því liggur næst, er ekki afnám húsaleigulaganna, heldur umbœtur á peim. Hugi. Samúð með verkakonum og verka- mönnum í kaupdeilunni. Fjölmennur fundur hlutlausra Reykvikinga lýsir yfir eindreg- inni samúð með verkafölkinu. f gærkveldi héldu hlutlausir Reykvíkingar að tilhlutun Þor- kels Þ. Clementz vélfræðings afar- fjölmennan fund í Bárunni um kaupdeilumálið. Þ. Þ. Clementz setti fundinn og lýsti með nokkr- um orðum tilgangi hans. Kvað hann boðað til fundarins til þess að þeir menn, sem utan deilunnar standa, en vildu fá enda á hana bundna með málamiðlun, gætu komið saman og ráðið ráðum sín- um. Þá var kosinn fundarstjóri Haraldur Guðmundsson kaupfé- lagsstjóri, en fundarskrifari Sig- urður .Grimsson cand. jur. Var nú kaupdeilumálið rætt fram og aftur, orsakir þess og úrlausn. Tóku margir þátt i þeim umræð- um. Kom það greinilega í ljós, bæði í umræðum og við atkvæða- greiðslur, að fundurinn var ein- dregið hlyntur verkakonum og verkamönnum í kaupdeilunni, er nú hefir staðið yfir. Að lokum var borin upp svo feld samúðaryf irlýsing: „Fundur hlutlausra Reykvíkinga lýsir samúð sinni með verkakon- Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. einni, heldur fremur af því, að hann var grútarháleistur; — hann sá eftir peningunum i áfengið. Það var einn dag eitthvað viku eftir, aö Guðrún hafði tekið Við eldamenskunni hjá •majórnum, að Jón gamli bjó sig í sitt bezta skart. Það voru sævarblá vaðmálsföt. Hann var með svarta blöðku með hvítri gúmmí- rönd um hálsinn, en perlumóðurhnapp í miðju brjósti og með kollháan, mórauðan hatt á höfði, en á fótunum var hann með íslenzka skó með þvengjum um öklann. Jón gamli lét uppísig spánnýja og allstóra tuggu og lagði svona brynjaður af stað niður að á. Það var ekki óskemtileg sjón að sjá Jón gamla í sparifötunum. Þegar hann var í þeim, hélt hann höndunum langt út frá hlið- unum á sér. Svo stóð á þvi, að Bera gamla, :sem engin nánös yar, hafði lagt helzti’ ríf- lega 1 litunarvökvann, svo að fötin smituðu frá sér og Jón gamli varð berjablár, hvar sem hann kom við sig. Sá litur þótti honum ekki fara sér vel á höndunum, svo að hann forðaðist það í lengstu lög, að snerta á sér. En fyrir bragðið fór allur dómkirkju- blærinn af honum prúðbúnum, og tilsýndar var hann þá svipaðastur fuglahræðu. 1 þennan mund voru majórinn og Eiríkur við veiðar. Það var aflíðandi hádegi og var að iíða að því, að þeir færu að týgja sig heim. Þeir voru einhvers staðar á að gizka rnilli hálfs og fuils. Eiríkur var einmitt að draga tuttugu punda lax á land, en ma- jórinn sat flötum beinum á grUndinni. Alt í einu verður honum litið upp eftir veginum, og í fjarska sér hann þá einhverja veru með báða handleggina út frá sér koma í áttina til þeirra. „Hvaða vitfirringur skyldi þetta vera, sem er að brölta hingað til okkar?“ spurði hann. Eiríkur tók laxinn af önglinum og leit í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.