Alþýðublaðið - 27.03.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.03.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLADID um'og verkamönnum í kaup'deilu þeirra.“ Var yíirlýsing þessi samþykt því nær í einu hljóði (eitt atkv. á móti), ,og tóku svo ,að segja ailir fundarmenn þátt í atkvæða- greiðslunni. Þá var og enn frem- ur borin upp og samþykt í einu hljóði svo hljóðandi áskorun tilsáttasemjara ríkisins: „Fundurinn átelur, að sáttasemj- ari ríkisins skuli eigi hafa kom- íð fram með tiilögu í kaupdeilu- málinu og borið hana undir báða aðila („Framsókn" og „Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda), og skor- ar á hann að koma fram með á- kveðna tillögu eigi síðar en á morgun." Fundurinn fór hið bezta fram, og voru menn einhuga um fundar- efnið, kaupdeiluna og réttmæti krafna verkalýðsins, — enda þóít þarna væru saman komnir menn af öllum pólitískum flokkum. Neðri deild. Þai’ var í gær frv. um að veita þeim tveimur erlendu rnönnum, sein áður hefir verið skýrt frá, tíkisborgararétt, um málanáms- aukningu í Stýrimannaskólanum undir íarmannapróf, um aðstoðar- skyldu við slökkviliðið á Isafirði og um breytingd á lögum um notkun bifreiða (um ölvaða bif- reiðarstjóra o. fl.) öllum vísað til 3. umr. — Þá var haklið áfram 1. umr. um heimildarlög til járn- brautarlagningarinnar. Nú komst Sveinn í Firði að og talaði í lík- um anda og áður. Kvaðsí hann að svo stöddu vera tregur til að fylgja málinu út úr deildinni. Taldi hann Jörund vera óþarflega vanþakklátan við sig, því áð oft hefði hann þó greitt atkvæði með fjárveitingum í sýsiurnar „austan fjalls". . Fanst honuni Magnús dósent ekki hafa verið orðfagur, þá er hann talaði um „hemigirnipúka“, og vekti hann grun á sjálfum sér, þegar hann notaði siík orð. Halld. Stef. (sið- ar): Og „hrossakaupapúki“, sagði hann ííka. — Sveinn komst úí í samanburö á, í landnámi hvers fornmanna nú væri rnest menn- ing, og þar næst á auðlegð í héruðum. Þórarinn mælti mjög á móti járnbrautarfrv. og það gerði H. Stef. einnig. Sagði Þórarinn, að þb að hann styddi stjórnina, pá. vildi hann ekki eiga það undir henni að veita henni þessa heirn- ild. Kvaðst hann ætla að reyna að verða betur undir það búinn að mæla gegn frv., þegar það kæmi til 2. umr. Fundurinn héit áfram um kvöld- ið tii kl. nærri 8, og urðu þá um- ræður um járnbrautarfrv. sýnu fjörugri en áður. — Ben. Sv. kvaðst halda, að hann gæti skrif- að undir hvern staf í ræðu Þórar- ins. (Á hann þá líka við ummæli hans, þegar hann tók það fram, að hann styddi stjórnina?). Taidi Benedikt dr. Valtý Guðmundsson mesta fræðimanninn um þetta járnbrautarmál. En hann vilji láta flytja inn Dani, til að fjölga fólk- inu á áveitusvæðinu eystra, þeg- ar járnbrautin sé komin. Það gæti raunar verið, að sumir vildu, að sá innflutningur yrði kominn í kring, áður en samningstímabilið við Dani er útrunniö, til þess að tryggja það, að samningnum yrði ekki sagt upp. Því svaraði Magn. dós. síðar með því að minna á, að einu sinni var Guðm. Hannesson alveg í vandræðum með, hvað gera ætti við fólkið hér á landi, sem kærni við eðlilega fjöigun, þó að engir menn væru fluttir inn. —Ben. Sv. sagði, að verkfræðing- ur hefði komið hingað í fyrra frá Kyrrabafsströnd og hefði hann ekið í eigin bifreið yfir þvera Ameríku. Þessu hefðu blöðin hérna ekki þorað að segja frá, — haldið að það myndi spillu fyrir járnbrautinni. Og einnig hefði maður farið í körfubifréið frá Húsavík til Akureyrar. Það liti út eins og Sunnlendingar vildu ekki bæta vegi sína, til þess að hægra væri að knýja frarn járn- braut. Ölfusárnar væru látnar ó- brúaðar og austurvegurinn ekki færður úr Smiðjulaut né Kamba- vegurinn fiuttur til. Óskaði hann að Iokum, að flutningsmenn fr\’. félLu frá „þessu ilia undirbúna og aióþarfa fyrirtæki“. — Magn. dós. svaraði. Benti hann á, að á leiðinni austur þyrfti ekki að grafa ein einustu jarðgöng. Það væri mikil) munur eða víða er- iendis. Sumir þingmennirnir væru fyrirfram sannfærðir um, að járn- braut ,hér á iandi gæti ekki borið sig. Þess vegna væru þeir á mótL Samkeppni bifreiða við járnbraut- ir væri lík og ritvéia við prent- smiðjur, og ekki meiri. .— Jakob kvaðst vera á báðum áttum, en þó leit svo úf, sem hann væri fremur á móti frv. Kvaðst hann vilja láta athuga rækilega, hvort bifreiða- vegur gerði ekki sama gagn og járnbraut. Þá var umr. frestað. Meðal þeirra mála, sem ekki komust að, var 2. umr. um afnám húsaleigu- iaganna. Gegn því frv. þarf al- þýða nú aö standa á verði, svo sem frekast er unt. í dag er 2. umr. fjárlaganna. Það langt hefir fjárveitinganefnd n .d. fylgt tillögum Ásgeirs Bjarn- þórssonar máiara, sem hann flutti hér í biaðinu ÍO. þ .m., að hún leggur til, að styrknum til skálda og listamanna sé eigi skiftsmærra en svo, að enginn sá, er hann verður veittur, fái minna en 1000' kr. — Hins vegar hefir Hákon framið þau mentaspjöll, að leggja til, að styrkurinn til orðasöfnunar Þórbergs Þórðarsonar falli niður, Væntanlega verða þingmenn þó suo langsýnir, að gíná ekki við þessari flugu. Málfræðingar síðari tíma og aðrir þeir, sem íslenzkri tungu unna, munu teija þeim 1200 kr. vel varið, sem fjárl.frv. ætlar Þórbergi til þeirra starfa. Eða á þetta að vera hefnd fyrir ummæli í „Bréfi til Láru“? — Ekki getur sú hefnd talist þingmanni til sóma, enda myndi svo síðar mælt, að hún hitti aðra meir en Þórberg. Efri deild. Þar voru 5 mál á dagskrá í gær, en 2 þeirra, þál.till. um nið- urlagningu' vinsölu ríkisins á Siglufirði og þál.till. um tilfærslu veðréttar ríkisins í „Kára“-togur- unum, voru tekin út af dagskrá, — fyrra málið samkvæmt ósk flm., Einars á Eyrarlandi, en síð- ara málið vegna þess, að ráðherr- arnir — einkum fjármálaráðh. — voru eigi viö staddir. Er þetta í 3. eða 4. sinni, sem umræðum um „Kára“-málið er frestað. Virðist sem Jóni Þorlákssyni finnist málið heklur óhugnæmt umtalsefni og sæti því lagi að vera fjarstaddur,, er það er til umræðu. Er það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.