Alþýðublaðið - 29.03.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1926, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gefid út af Aiþýduflokknuiis 1926. Grlend sámskeyfi. Khöfn, FB., 27- marz. Fyrr verandi rikiskanzlari i Þýzkalandi látinn. Frá Berlín er símað, að fyrr verandi ríkiskanzlari, Tehrenbach, sé látinn, 74 ára gamall. » Skorað á norsku stjörnina að verðfesta krónuna. Frá Osió er símað, að allir pró- fessorar háskólans skori á stjórn- % ina að festa krónuna á þeim grundvelli, sem gengisnefndin stakk upp á. Benda þeir á, að rétt- asta aðferðin muni sú, að Noregs- ■.banki taki að sér guílinnlausn seðlanna, þannig, að 24 krónur jafngildi sterlingspundi. Mussolini um heimskautsför Amundsens. Frá Rómaborg er símað, að Mussolini hafi sagt við blaða- menn, að hann væri ákaflega stoltur yfir því, að ttalir geti bygt jafn-framúrskarandi loftskip eins og heimskautsfarið. Mussolini tel- ur vafalaust, að heimskautsförin heppnist vel. Iiinleiic! tíðindi. Vestm.eyjum, FB., 28. marz. Aflabrögð. Minni afli síðast liðna viku en unda.n farið. Netafiskur enginn enn þá, sem teljandi sé. Færeyskt skip með spænska veiki innanborðs. Færeysk fiskiskúta, „Knörrur" úr Fuglavík, kom í gær. Af 18 manna áhöfn lágu 5 menn rúm- fastir í spænsku veikinni þar um borð. Höjðu -flestir skipverjar fengið veikina, en voru í aftur- Mánudaginn 29. marz. bata. Tók skipið meðul hér og sigldi svo burt í nótt. Landhelgisbrot. Þór hefir tekið 3- togara í land- helgi í nótt, tvo þýzka og einn franskan. Ódæmdir enn þá. Flokkaglíma „Ármaims“ Glímufélagið „Ármann“ efndi til flokkaglímu í Iðnó í gær. Hófst glíman kl. rúmlega 4 síðdegis. Glímt var í tveimur þyngdarflokk- um. í 1. flokki varð hlutskarpástur Þorgeir Jónsson frá Varmadal. Hlaut hann því fyrstu verðlaun. Er hann ágætur og drengilegur glímumaður, enda undu áhorfend- urnir vel sigri hans. Oft hefir Þor- geir þó glímt af meira fjöri en í gærdag. Næstur honum varð Egg- ert Kristjánsson heildsali. Urðu þeir Þorgeir að glíma auka- glímu um úrslitin. Sigraði Þor- geir í þeirri sennu, og hlaut Egg- ert því önnur verðlaun. Þriðju verölaun hlaut Jörgen Þorbergs- son. Þótti mörgum glíma hans fegurst og drengilegust. í 2. flokki varð hlutskarpastur Vagn Jó- hannsson, og hlaut hann 1. verð- laun. Björn Blöndal hlaut 2. verð- •laun, en 3. verðlaun hlaut Stefán Runólfsson. Urðu þrír að glíma aftur um 3. verðlaun. 2. flokkur virtist yfirleitt glíma mun betur en 1. flokkur. Sambandssjörnarfundur er í kvöld kl. 8. Bolli S. Thoroddsen verkfræðingur kom með „Gullfossi" síðast. Kom hann frá Kaupmannahafnarháskóla. Vínsmyglunarsekt. Skipstjórinn á togaranum „Gylli“ hefir verið dæmdur í 1000 kr. sekt fyrir vínsmygl og áfengið (13 kass- ar af allskonar vínum) gert upp- I tækt. Þetta er fyrsti smyglunardóm- ur yfir honum, og þess vegna var sektin ekki hærri. BLAA BANDIÐ wmr heim sent. 75. tölublað. Jafnaðarmannafélag íslands. Fundur annað kvöld i kaupþings- salnum kl. 8V2. Félagarl Fjölmennið! Stjórnin. Veðrið. Frost alls staðar á landinu. Mest 9 st. (á isafirði), minst 2 st. (á Seyðisfirði); 5 st. frost í Rvík. Norðánátt hvöss mjög. Rokstormur í Vestmannaeyjum. Veðurspá: I dag: Norðanátt, allhvöss á Austurlandi, hvöss annars staðar. Snjókoma á Austur-, Norður- og Norðvestur- landi. Dregur úr frosti á Norður- landi. í nótt: Norðanátt, sennilega hvöss á' Suður- og Vestur-landi, all- hvöss annars staðar. Yfirleitt væg- ara frost. Snjókoma Norðanlands. Viðvörun vegna siglingahættu. Samkvæmt auglýsingu frá vita- málastjóranum, sem birt er í „Lög- birtingablaðinu“, hefir á tveimur skipum, „Lyru“ og „Pendennis", orðið vart við rekald, sem skip- stjórinn á „Pendennis" segir að flaut undir yfirborði vatnsins 15. þ. m„ en skipstjórinn á „Lyru“ nefn- ir stórt, rautt, sívalt flothylki („bauju'j, sem 13. marz var á reki i norðvestur. Urðu þau rekaldsins vör úti á hafi suður af Skaftafellssýslum. Uafllði Baldvinsson, Bergþórugötu 43 B. Simi 1456. Sími 1456. Selur allar tegundir matfiskjar með ötrúlega lágu verði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.