Alþýðublaðið - 29.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1926, Blaðsíða 3
4 ALÞÝÐUBLAÐID 3 þar sleit, neyddist hann til. pess að mæta við umræðurnar. Jón- as frá Hriflu þrengdi mjög að ráðherranum fyrir aðgerðir hans í þessu máli og beindi að honum mörgum ójrægilegum spurningum, er mörgum virtist ráðherrann svara nokkuð „loðið“. Auk Jónasar tóku til máls Ingvar, sem er frams.m. minni hl. fjhn., er fjallaði um 1 málið. Jóh. Jós., Gunnar Ól. og Halldór Steinsson. Kvað Halidór hafa verið stofnað til þessarar á- byrgðar landssjóðs, sem veðið.er fyrir, af binni mestu skammsýni, og kvaðst mundu grejða atkvæði gegn þál.till. vegna þess, að með því að samþykkja till. væru menn að leggja blessun sína yfir gömui afglöp í fjármálastjórn landsins. Þar sem mjög var orðið áliðið daginn, var umræðum um málið frestað enn einu sinni. Hafði þá meðal annars Sig. Eggerz banka- stjó'ri IslaWdsbanka kv'att sér hljóðs. Um daginn og iregiBin. Næturlæknir er í nótt Kjartan Olafsson, Lækj- argötu 6, sími 614. Frá Vesímannaeyjum. (Eftir símtali í morgun.) Bát vant,- pði j gærkveldi, en í niorgun frétt- ist að „Þór“ hefði náð í hann og lægi með hann austur í „Fjallasjó". Fiski er ágætt á línu, en þó injög misjafnt Mestur afli á bát fyrir helgina var 1200 í róðri. Ungmennafélagar utan af landi halda fund í Iðnó á rnorgun kl. 8 síðd. Verður þar flutt erindi um frelsishetju Indverja, Gandhi. Tegararnir. Maí kom í fyrra dag með 72 túnnur lifrar, Þórólfur í gær nfeð 120 og Hilmir með 80. Einnig eru komnir inn undan norðan storm- inum: Grimur kamban, og á ytri höfnina (svo fyrir hádegið) Gyllir, Hafsteinn önfirzki, Snorri goði með veikan mann og Júpíiter. Skipafréttir. „Lagarfoss“ kom í fj'rra dag frá útlöndum. Tvö fisktökuskip hafa komið inn, „Kristín", kom undan veðrinu, ög „Ingunn“ í gær til að fá kol o. fl. Jarðarför Guðjóns heitins Magnússonar og skipverja Iians, þeirra, sem drukkn- uðu með honum, fór frani í Grintia- vik í gær. Síðustu líkin, sem fund- ust, voru slædd upp» úr Hópinu, sem gengur inn af Járngerðarstaða- vjkinní. Sjúkrasamlag Reykjavikur. Stjórn þess hefir sent samlags- mönnum fyrirspurn um, hvort þeir hafi nokkuð við það að athuga, að skrifstofutími þess verði framvegis á tímanum kl. 2—5 virkaedaga. — Alþýðublaðið vill vinsamlega minna stjórn samlagsins á, að það rnyndi vei-ða óþægilegt fj'rir verkamqnn, ef þeir gætu ekki afgreitt viðskifti sín við samlagið eftir kl. 7 síðd. Halldör Hansen Iæknir kom úr utanför með „Gullfossi" síðast. Hann er aftur tekinn við læknisstörfum. Glimufélagið „Ármann“ heldur fund í kvöld jkl. 8 i Iðnó. %. Vilhjálmur Þ. Gislason meistari kom með „Gullfossi" s. 1. þriðjudag úr utanför. Dvaldi hann einkum i Noregi og Svíþjóð, en kom auk þess til Danmerkur, Eng- lands, Frakklands, Italíu, — lengsj: suður til Rómar, einnig til Feneyja, —r Austurríkis, Bæheimsríkis (Tékkó- slóvakíu) — ti! Prag — og Þýzka- lands. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar.........— 119,41 100 kr. sænskar .... — 122,33 100 kr. norskar .... — 97.97 Dollar..................- 4,563/4 100 frankar franskir . . — 16,00 100 gyllini hollenzk . . — 183,17 100 gullmörk þýzk... — 108,60 Tiðin. Hún hefir lengi ágæt verið, en norðanstormur skall á ineð þess- ari viku. Lausn frá embætti hefir ungfrú Katrínu Thoroddsen, iækni í Flateyjarhéraði,- verið veitt frá 1. júní n. k. samkvæmt beiðni hénnar. Eggert Kristjánsson heildsali biður þess getið' út af frásögn hér í blaðinu um flutning (i eggjum til hans úr „Lyru“, að hann hafi haft leyfi bæði lögreglustjóra og afgreiðslumanna skipsins til að láta taka eggin. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. áttina til komumanns, og þekti hann þegar. „Það væri dálaglegt, ef majórinn færi nú að slást upp á Jón,“ hugsaði Eiríkur með sér, „og svo tæki Jón Guðrunu úr vistinni, svo að ég yrði að fara að elda aftur.“ Sú hugsun var honum óbærileg. „Það er faðir stúlkunnar, sem eldar fyrir okkur. Það er hreppstjórinn í sveitinni,“ laug Eiríkur. Jóni gamla hafði að vísu aldrei verið trúað fyrir neinu opinberu starfi, en Eiríkur þekti þá ódrepandi virðingu, sem Bretar bera fyrir öllum yfirvöldum. Þótt hann reyndar þættist vita að sú lotning myndi ekki vera á allra hæsta stigi hjá majórnum, bjóst hann samt við því, að hann myndi heldur sitja á sér, ef við embættismann væri að eiga. „Hvern fjandann vill hann hingað?“ nöldr- aði majórinn, og bætti einhverju við um, að hann væri majór í her Bretakonungs. „Yes, • yes, yes,“ svaraði Eirikur ákafur; Ynú var um að gera að standa sig. Þegar Jón gamli nálgaðist ána, tók hann ofan hattinn, gekk að Eiriki og heilsaði hon- um með handabandi. Svo snéri hann sér að majórnum með miklu bugti og beygingum. „Mig langaði til þess að heilsa upp á húsbóndan hennar Gunnu minnar og vita, hvernig honum líkaði við hana, og svo lang- aði migTíka til að sjá jafnmikinn og frægan mann,“ slefaði Jón gamli. Eirikur þýddi þetta fyrir majórinn mjög nákvæmlega og dró. sízt úr. Majórinn viðraðist eins og flestir upp við smjaður, og hann \*ar því hálf-góðmann- legur, þegar hann sagði við Eirík: „Segið þér honum aö fara til fjandans." „Hann segir,“sagði Eiríkur við Jón, „að sér þyki mikil ánægja að sjá þig.“ Þetta þótti Jóni svo sem ofur-sennilegt, og lét nú sætindastrauminn renna ærlega yfir majórinn. En Eiríkur þýddi alt nákvæm- lega. Svör majórsins, sem heldur voru að verða voðfeldari eftir þvi, sem fram í sótti,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.