Alþýðublaðið - 30.03.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.03.1926, Blaðsíða 3
I ALÞÝÐUBLAÐID 3 eðlilegt er, meira vott um. ósjálf- rátt hugboð konunnar en þekk- ingu og rökfestu fjármálamanns- ins. Vöru mótsagnirnar í ræðu hennar margar og ekki óskemti- legar. Meðal annars gat hún þess, að hún áliti, að með því að veita Jeyfi til þess að afhenda íslands- banlm veðrétt landsins, væri geng- ið inn á hættulega braut og gefið ilt fordæmi, þar eð fleiri gætu komiö á eftir með sams konar beiðni. Kvaðst hún þess vegija mundu láta málið hlutlaust(I) og greiða eigi atkv. um þáhtill. Sig. Eggerz henti mjög gaman að af- stöðu ungfrúarinnar til málsins, en J. M. reyndi af venjulegum ridd- araskap sínum að breiða yfir mis- fellurnar í þankagangi hennar. Urðu allmiklar hnippingar milli J. M. og Sig. Eggerz, og rneðal annars dróst Nýi sáttmáli Sigurð- ar Þórðarsonar inn i deilurnar. Atkvæðagreiðslan fór þannig, að dagskrá þeirra Jónasar og I. P. var feld með 10 atkv. (S. E., Á. H. og íhaldið) gegn 4 (Jónas, I. P., Guðm. Ól. og E. Á.), en þál.till. var samþ. ineð 8 atkv. (íhaldið, Á. H. og S. E.) gegn 5 (Jónas, I. P., Guðm. Ól., E. A. og H. St.); I. H. B. greiddi ekki atkv. Alþýðubrauðgerðin veröur lokuð á morgun frá kl. 1 til 3 e. h. vegna jarðarfarar Sigurð- ar Gunnlaugssonar bakara. „Vísis“-grein Gunnars frá Selaleek. Gunnar frá Selalæk skrifar lang- loku mikla í 73. tbl. „Vísis“. Ra^þst hann þar á alt og alla, en fáir skilja í raun og veru, hvað fyrir honum vakir. Horfurnar segir hann ískyggilegar um afkomu landsins í ár. Stjórnleysi kveður hann vera á fléstum sviðum, en efast þó um, að aðrir sjái það en hann. Hann taiar um stjórnleysi í fjármálum, og þyk- ir sumum það koma úr hörðustu átt. Hann talar um dýrtíðina; t. d. að einn kaffibolli í veitingahúsi Kosti eins mikið nú og eins dags fæði fyrir stríð; en hann gleymir hinni eiginlegu orsök dýrtíðarinnar, hirtum óbærilegu sköttum, sem í- haldsstjórnin hefir lagt alþýðunni á herðar. Loks talar hann um stjörn- leysið i bænum, sérstaklega stjórn- leysi íögregluliðsins. Finst honum þár öllu snúið öfugt, og skal ég ekki neita því, að betra eftirlit mætti lögreglan kafa með ýmsum slæpingum og óreiðumönnum, sem hér flækjast um götur borgarinnar, hálf- eða al-drukknir og oft í fylgd með konum af svipuðu tæi. Þó býst ég við, að það sé talsverðum erfið- leikum bundið fyrir lögregluna að hafa fullkomið eftírlit með slíku fólki, sérstaklega ef það á lögheimili í bænum. Öðru máli er að gegna með ýms aðskotadýr, sem flögra hingað á alvarlegustu tiinum, koma af stað æsingum og blanda sér inn í mál ,sem þeim eru algerlega óvið- komandi. Væri full þörf á, að lög- reglan fjariægði slika gesti eða hefði eftirlit með slarki þeirra, enda myndu sumar sveitastjórnir vera fyllilega ánægðar með þær ráðstaf- anir. Þá talar Gunnar um hinn mikla mun, senr sé á að sjá lögregluna - dreifa óeirðaflokkum erlendis eða hér. Sá sem þetta ritar, efar stór- lega, að herra Gunnar frá Selalæk hafi nokkru sinni séð lögreglu er- lendis dreifa óeirðarflokkum. Slíkt eru ekki daglegir viðburðir í ná- grannalöndunum; en þeir segja mest af Ölafi konungi, sem hvorki hafa heyrt hann eða séð. Annars er grein Gunnars svo nauða-ómerkileg og sundurleit, að hún líkist helzt út- burðarvæli uppvakningsins frá Helli, sem margir kannast vi(f! Rangœingur. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Jafnaðarmannafélag íslands heldur fund.í kaupþingssalnum kl. 8,30 í kvöld. Felix Guðnmndsson innleiðir umræður um járnbrautar- málið. Kaplskýlingamót verður háð í kvöld kl. 8. Sbr. auglýsingu hér i blaðinu í dag Tcgararnir. Eiríkur rauði er kbminn af veið- um með 68 tuftnur og Ólafur kom í morgun. Hafsteinn önfirzki fékk 46 tunnur, Grímur kamban 48, Gyllir 120, Snorri goði 86, en Júpíter kom frá Englandi í ;gær og fer á veiðar í dag, Þrír franskir togarar eru hér inni til að fá sér kol. Hafsteinii önfirzki kom hingað fyrst í inorgun, ,en missýhst hafði, að hann væri á ytri höfn i gæt. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. þýddi Eiríkur aftur á móti eins og honum þótti bezt við eiga í hvern svipinn. En svo fóru leikar, að þeir Jón og ma- jórinn voru að lyktum orðnir það miklir kunningjar, að majórinn var farinn að gefa Jóni í staupinu og lét sér það vel lynda, að hann fylgdist með þeini heim að húsi. Aðstaða Eiriks við þetta samtal var bæði skemtileg og góð, því að eins og á stóð var hann einvaldur um það, hvað þessir dánumenn sögðu hvor við annan. Svona töluðust þeir við alla leið heim að húsinu, en þegar þangað vax koniið, sagði majórinn við Eirík: „Kallið þér á dóttur hreppstjórans og segið þér henni, að faðir hennar sé kominn." Eirikur skauzt eins og kólfi væri skotið inn í eldhús með skilaboðin. Guðrún þurkaði af höndunum á sér i svuntuna og gekk út. Hún bjóst ekki við öðrum þar en Jóni. Það var að eins úði í lofti, en annars glaðasólskin. Geislarnir brotnuðu i dropun- um, eins og væru þeir ótal örlitlir demantar. Þegar Guðrún gekk fram úr dyrunum, lagði sólin og úðinn samtaka leiftrandi geislabaug um gullið hárið á henni. Hún stóð þarna eins og forn mynd af kven- dýrlingi eftir einn af meisturunum, skínandi fögur og' sakleysisleg. Þeir voru allir fyrir framan húsið, ma- jórinn, Maxwell, Eiríkur og Jón, þegar hún kom fram, og allir urðu þeir hrifnir af hinni yndisfögru sjón, en hver nokkuð með sín- um hætti. Eiríkur hugsaði til löngu liðins tíma, áður en hann fékk glóðaraugað og nafnið. Hefði. hann séð jafnyndisfagra túlku þá, myndi hann hafa látið málið til sín taka. Jón gamli fyltist stolti yfir þvi, að dóttir hans skyldi vera svona fögur eins og drotn- ing. En það sá hann líka í hendi sér, að majórmn mætti vera einkennilega gerður, ef

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.