Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 1
r« m Gefið át af Alþýduflokknuin 1926. Luagardaginn 3. april. 78. tölublað. Erlendí símskeyíi. Khöfn, FB., 31. mðrz. Spænska véikin i Færeyjum. Frá Þórshöfn er símað, að fólk hafi þyrpst utan um grindahval, er rak á land, og varð þetta til þess, að spænska veikin breidd- ist afármikið út. Margar þúsund- ir manna eru veikar, og hefir skól- um í Þórshöfn verið lokað. Er þetta stórhnekkir vorveiðinni, og hafa margar skútur orðið að fresta íslandsför. Kaupdeilur i Noregi. Frá Osló er sjmað, að stjorn- in hafi gripið í taumana til þess að gera tilraun til að koma í veg fyrir vinnutöf. vegna þess, að samningar eru útrunnir og sam-. komulag hefir ekki náðst. Konow heíir sett á stofn sáttanefnd. Khöfn, FB., 2. apríl. Atlantshafsflug. Frá New-York-borg er símað, að einn af fræknustu flugmönn- um Frakka ætli að fljúga -yfir Atlantshafið í s|umar í einni stryk- lotu. Sameignarmenn kosnir i full- trúadeild franska þingsins. Frá París er símað, að í nýaf- stöðnum aukakosningum hafi tveir sameignarmenn komist.að í full- truadeildina. Yfirgangur atvinnurekenda i Noregi. 1 dag barst skeyti til Kaup- mannahafnarblaðsins „Socialde- mokraten" frá Osló, og stendur í því, að norskir atvinnurekendur krefjist 25 prósent launalækkunar og að verkamenn fái styttra sum- arleyfi en áður. Flugferðir aukast. Frá Berlín er símað, að vegna náinnar samvinnu milli stærstu flugfélaga álfunnar, verði á sumri Leikfélag Reykjavikur. Á ðíleið (Outward bound Sjónleikur í 3 þáttum eftir Sutton Vane, verður leikin i Iðnö annan í páskum. Aðgöngumiðar seldir i dag, laugardag 3. apríl, frá kl. 4—7 og á annan i páskum frá kl. 10 — 12 og eftir kl. 2. imÉ~ Leikurinn hefst með forspili kl. 73/4. ~W& Slmi 12. Simi 12. komanda afskaplega auknar flug- ferðir. Hægt verður t. d. að fljúga frá Kaupmannahöfn til Parísar .á 6 klukkustundum. Nýtt „Ásuu-strand* Nýi togarinn „Ása", éign H, P. Duus, strandaði við Grindavík kl. 3 í nótt. Hún strandaði á flúðun- um utan við Járngerðarstaði. Hall- ast hún að eins dálítið. á bak- borða. Mennirnir voru enn í skip- inu kl. 11, en talið er alveg víst, að hægt sé að bjarga þeim öllum. Bátarnir hafa ekki verið leystir. Búist er við, að hún muni standa næstum á þurru um fjöruna. Váveifleg frégn. Maður og prir drengir horfnir á sjó. Maður að nafni Sólberg Guð- jónsson, sem unnið hefir við verzl- unina „Geysi", fór til Viðeyjai' í gær á báti, ásamt þremur ung- lingum, syni sínum og öðrum tveimur, sem voru bræður. Eftir að hafa verið þar við messu, vita menn ekki annað en að þeir hafi farið aftur áleiðis hingað í gær- kveldi. KI. 6,30 sást til báts vestan wð Skarfaklett, og virtist þeim, sem sá, að hann ræki stjórnlaust. Kl. að ganga 12 í nótt voru menn í landi orðnir hræddir um þá, sem á bátnum voru, og var þá hafin leit. ,Voru bátar sendir suður með strandlengjunni og til Engeyjar, og .„Fylla" varpaði léitarljósum, en einskis hefir orðið vart, og eru menn því orðnir mjög von- litlir um, að þeir séu á lífi ©nn. Bendíiig til kirkjustjórnar og safnaða- stjörna. Kirk}Ut.tjórnin og sáfnaðastjórn- irnar, fyrst og fremst sóknarnefnd dómkirkjusafnaðarins og stjórn fríkirkjusafnaðarins, ættu að at- huga, hvort og þá hverjir atvinnu- rekendur, t. d. stórútgerðarmenn, láta vinna á páskadaginn við af- fermingu eða fermingu skipa o. s. frv., og ónýta þar með páskn- haklið fyrir fjöída fólks. Skattalækkun i Svíþjöð. 1 fjárlagafrumvarpinu fyrir fjár- hagsárið 1926— 27, er lagt var fram i sænska þinginu nýlega, er farið fram á allmikla lækkun á tekju- og eigna-skatti og einnig á kaffi- og sykur-tolli. Nemur þessi lækkun samtals 25 millj. sænskra króna. !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.