Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID [alþýðublaðið! j keraur út h hverjum virkum degi. j Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við ' Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. ; j 9’;3 —101 /3 árd. og kl. 8—9 síðd. I j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 j j (skrifstofan). i j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á j j mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j hver mm. eindálka. j ! Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ! j (í sama húsi, sömu simar). Á að sýna drykkjuskapn- um umburðarlyndi? Kafli ur ræðu séra Haralds Ni- elssonar í fríkirkjunni á sunnu- daginn 7. marz 1926,*) „Sá, sem ekki er með mér, er á nióti mér, og sá, sem ekki saman safnar með rnér, hann sundurdreifir". (Lúk. 11, 23.) í öðru lagi var umburðarleysi Jesú umburðarleysi hins full- komna skilnings. Af því að þekk- ing Jésú var svo fullkomin og •:amúð hans með mönnunum svo Jjúp, var svo margt, sem bann gat ekki þolað. Móti verulegum •korti á umburðarlyndi berum vér )ft fram þá réttmætu umkvörtun, tð hann stafi af því, að samúðar- 'utlan skilning vanti á því, sem /ér höfum fram að flytja. Slíkt rmburðarleysi er hart í dómum óg skortir skilning og setur sig ddréi inn í, hvers virði það er oss, sem vér' berjumst fyrir. Vér iðíum líkiega flestir einhvern tíma uætt því umburðarleysi, en fleymiö því ekki, að til er önnur egund umburðarleysis. Vér skuium taka drykkjuskap- nn sem dæmi. Margir vilja láta taka mjög njúkum höndum á þeim lesti og D'eirrí stöðugu bölsuppsppettu *) Mér þótti vert, að fleiri en )eir, setn í kirkjunni voru, ættu tost á að heyra eða lesa ræðu- tafla j)enna, þ. á. m. stjórnin og dþingismennirnir. Fyrir því óskaði :g, 'að liann kæmi fyrir almennings- ■jónir. Leyfði höf. það fúslega, og >ví er kaflinn prentaður hér. Guðm. R. Ölafsson úr Grindavík. mannfélagsins. Þeir eru mjög um- burðarlyndir við drykkjufýsn manna. Þeir tala um það sem ein- hverja smámuni og fara um það spaugsyrðum. Þeir segjast ekki vera neinir siðavandir, alvöru- þrungnir Farísear. En stundum hittum vér fyrir fólk, bæði karla og konur, sem finst öll spaugsyrði um drykkjuskapinn eiga illa við eða vera nær því óþolandi. Og umburðarleysi siíks fólks er ekki sprottið af því, að það viti svo lítið eða af ókunnugleik; slíkt fólk er umburðarlaust af j)ví, að það er kunnugt afleiðingum drykkju- siðanna og veit svo mikið um of- drykkjuna. Bölvun drykkjuskapar- ins hefir stigið fæti sínum inn fyr- ir þröskukl heimilis þess og íæst eitruöum hrammi sínum í ein- hvern, sem það unni. Slíkt fólk heíir horft upp á karlmenn niðui-- lægjast af völdum drykkjuskapar- ástriðunnar og heil heimili leggj- ast í rúst. Það hefir séð örvænting og daglega eymd konu drykkju- mannsins; það hefir séð börnin hans fara alls á mis, meðan hann sóaði sjálfur kaupi sínu og fjár- munum viti sinu fjær á drykkju- kránum, sem ríkið leyfir að hald- ið sé uppi, eða annars staðar með spiltum félögum. Það hefir séð hið góða, drenglynda og sanna deyja smátt og smátt út í sál j drykkjumannanná; það hefir séð óorðheldnina, sviksemina og ó- drengskapinn ná þar meiri og meiri völdum, unz engu orði drykkjumannsins var lengur að ; trúa og hann átti að lokum enga aðra löngun en þá, að fullnægja ástríðu sinni, hvað sem það kost- aði. Fyrir þessa þekkingu á drykkjuskapnum hafa margir menn orðið umburðarlausir við drykkju- skapinn—og.umburðarleysi þeirra i stafar ekki af skiiningsleysi; það ; á einmitt rætur sínar til j>ess að j rekja, að þeir skilja svo vel. Nú er um það deilt hér á landi, ; hvort kaupstaðirnir megi ráða því sjálfir, hvort leyft sé að selja j opinberlega áfenga drykki eða ; ekki, innan þeirra vébanda. Al- þingi og iandsstjórn vill þrýsta j ölium til að leyfa það. En hverjir j skyldu nú þekkja ,betur t. d. j drykkjuskapinn á Siglufirði og af- leiðingar hans: Siglfirðingar sjálf- ir eða alþingismenn og stjórnar- ráð hér í Reykjavík? Mun um- burðarlyndi aiþingismannanna. stafa af ágætri þekkingu í þessum efnum, en umburðarleysi Siglfirð- inga, sem banna vilja söluna, stafa af vanþekkingu og skiln- ingsskorti? Hvoiir þessara tveggja málsaðila hafa verið vottar að bölvun drykkjuskaparins á Sigiu- firði sumar eftir sumar? Ætli bindindisme.nnirnir á Sigiufirði og víðar hafi ekki' fuila ástæðu til að segja við alla alþingismenn, hverjum flokki, sem þeir tilheyra; „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér, og sá, sem ekki saman safnar með mér, hann sundur- dreiiir" ? Hver góður og vitur maður, sem ann þjóð sinni, verður að sýna drykkjusiöunum umbuiðarleysi. Þá verður að uppræta. Hver ein- lægur maður, sem þekkir bölvun ofdrykkjunnar og ekki er enn blindaður af valdi vanans og af arfteknum skoðunum, vérð.ur að vera umburðarlaus gagnvart henni. Umburðarleysi Krists var ein- mitt svo farið; það stafaði af skilningi hans og þekkingu. Hann sá afleiðingar syndarinnar í henn- ar mörgu myndum. Hann þekti, hverju tjóni hún veldut; og hvern- ig hún leikur mennina, þar tii, er syndarinn situr að iokum einmana innan iim öskuna af því, sem hann eitt sinn átti. Þess vegna slakaði Krisíur ekki til; þess vegna var hann strangur, þrátt fyrir aila mildi sina. —' — Umburðarleysi Krists var um- burðarieýsi kærleikans og mann- úðarinnar. „Kærieikurinn umber alt“ — já; a!t, nema að láta vinna þeim eða því tjón, sem hann elsk- ar. Vér vitum það allir, að þegar Kristur kom, þá kom hann af kærleika, — af undursamlegum kærleika, kærieika, sém þoidi ait, kærleika, sem gekk i dauðann. Og af því. að kærleiki hans var svo mikill og logi Guðs éigin eisku brann í hjarta hans, þá varð ýmislegt það óþoiandi, sem menn höfðu áður unað við og horft á rólegir. Það er leyndar- dömurinn i strangleika fagnaðar- erindisins og ástríðukendum and- mælum þess gegn syndinni. Fyrir því hefir það og öld eftir öld leiðbeint mönnunum um, hvað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.