Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 4
"'4 ALÞÝÐUBLAÐID tvær ljósmæður eða fleiri, á að deila íbúatölunni milli þeirra og reikna þeim launaviðbótina eftir þvi. — Gunnar var frsm. að frv. svo breyttu. Einar, E. P. og Guðm. Ól. vildu að eins bæta dýrtíðar- uppbót við þau laun, sem Ijós- mæður hafa nú, en tillaga þeirra um það fékk að eins atkv. þeirra sjálfra, og féll þannig að við höfðu nafnakalli. Þó tókst Ein- ekki er líklegt, að horfið verði að því .að sameina þessi tvö störf. Frv. um undanþágu þá frá vél- stjóralögunum (lögum um atvinnu við vélgæzlu á gufuskipum), sem áður hefir verið nánar skýrt frá hér í blaðinu, var afgreitt sem lög, frv. um bæjargjöld í Vestm,- eyjum afgreitt til n.' d. og frv. um aðstoðarskyldu við slökkvi- liðið á ísafirði vísað til 2. umr. 6 f. m. söngmessa, kl. 9 f. m. upp- taka krossins, helgiganga og ponti- fíkalguðsþiónusta- með predikun. I aðventkirkjunni kl. 8 e. m. séra 0. J. Olsen. — Á annan dag páska: I dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Friðrik Friðriksson. I fríkirkjunni kl. 2 pre- dikar Sigurður Einarsson guðfræð- ingur. í Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. levítguðsþjón- usta með predikun. 1 aðventkirkj- unni kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. ari að fá þá breyt.till. samþykta með eins atkv. mun, að bæjar- sjóðir greiði öll launin, eins og nú er; en frv. gerði áður helm- ingaskifti greiðslunnar, og skyldu launin að hálfu greidd úr ríkis- sjóði, en að hálfu úr sýslu- eða bæjar-sjóði. Er það ákvæði enn í frv. um greiðsluna utan kaup- staða. Sig. Eggerz, foringi hinna sjálfstæðu „Sjálfstæðismanna“, sagði fyrst, að eðlilegast væri, að ljósmæðrum væri alveg launað úr landssjóði. Þö greiddi hann atkv. með þessari tillögu Einars, og kvaöst gera það til þess að frv. yrði ekki felt. En nú var tiilaga þessi samþykt á hans atkvæði, svo að sú rökfærsla Iítur ósennilega út. Hinir sex, sem með henni voru, urðu í minni hluta án Sigurðar. — Ein af rökfærslum þeim, sem Ein- ar færði gegn meiri hækkun en að eins dýrtíðaruppbót á nú ver- andi laun, var þessi: að stúlkur,, sem eru ljósmæður, sitji sig ekki úr færi að gifta sig, hvort sem launin væru hækkuð nokkru meira eða ekki. Jón Þorláksson birtist í deildinni til að mæla gegn hækk- uninni og fanst hún vera nokkuð mikil. Því sagði Halld. Steinsson, að sá jarmur hefði einkum komið fram hjá fjármálaráðherranum. Vildi hann, að ljósmæðrunum væru greidd sæmileg laun, en jafnframt væru þær hjúkrunar- konur í sveitum og lærðu það starf sérstaklega á námskeiði. Nefndin, er um málið fjallaði, hafði snúið sér til landlæknis og spurt um álit hans á þessu atriði; en hann taldi það óráðlegt sök- um of mikillar sóttburðarhættu. Voru þeir iæknarnir ósammála um það atriði. Taldi Halldór ekki rneiri ástæðu til að óttast, að þær bæru t. d. taugaveiki til sængur- kvenna, en að Ijósmæðúr beri sóttkveikjur milli sængurkvenna. Nefhdin trúði þó betur ummælum landlæknis, og þar við situr, að og allshn. I dag er enginn fundur í þing- inu. Sektir fyrip broí á Iandkelgislöi$~ gjöfinni árið 1925. Reglulegur bæjarstjörnarfundur féll niður, þar eð fundardag bar upp á skírdag. Kvefsóttin f Færeyjum er ekki spænska veik- in. Þær upplýsingar hefir landlækn- irinn fengið frá færeyska landlækn- inum. Þó verður reynt að sporna við, að sóttin berist hingað til lands úr færeyskum skipum. Samkvæmt skýrslu, sem birt er í janúarhefti „Ægis“ þ. á., námu sektir fyrir brot á land'helgislög- gjöfinni, dæmdar árið 1925, sanr- tals kr. 355 717,04. Alls hafa 45 togarar verið sektaðir á árinu, þar af einn tvisvar sinnum. Nema sektirnar þannig að meðaltali tæpum 8 þús. á skip. Lægsta sekt er 500 isl. kr., en hæsta 24 500 ísl. kr. Auk sektanna var afli og veiðarfæri dæmt upptækt af 24 skipum. Hlerasektir eru 7 og nokkrar sektir fyrir ölöglegan um- búnað veiðarfæra/ .— Langflestir hinna sektuðu togara eða samtals 26 voru þýzkir, 7 voru enskir, en 5 íslenzkir. Fylla tók 11 hinna seku, Fálkinn 8, Þór 16 eða því nær jaínmikið og Fylla og Fálk- inn til samans, Haraldur 7, Óskar 2, Bliki 1 og Trausti 1. tJm daggiim og veginn. Næturlæknir er j nótt Árni Pétursson, Uppsöl- um, sími 1900, aðra nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21, sími 575, og á þriðjudagsnótt, Daníel Fjeldsted, Laugavegi 38, sínli 1561. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykja- víkur. Páskamessur. Á páskadaginn: í dómkirkjunni kl. 8 f. m. séra Friðtik Hallgrímsson, kl. 11 f. m. séra Bjarni Jónsson. 1 fríkirkjunni kl. 8 f. m. og kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur próf. Níelsson. 1 Landakotskirkju kl. Jarðarför Brynjólfs heitins Grímssonar frá Hólmi fór fram á miðvikudaginn var. Upp sleit á mánudagínn á Eiðsvik vélbátinn „Arthur Fanny", og rak hann á land, en náðist á flot aftur og var fluttur til Viðeyjar. Suðurlandsskölinn. Sýslunefnd Árnesinga ætlar að 'nalda fund næsta þriðjudag. Svo er til ætlast, að þá verði ákveðið stæði Suðurlandsskólans. I ráði er, að séra Kjartan Helgason í Hruna verði skólastjóri hans. Er þá mikilvægt starf í góðs manns höndum. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar.............. 100 frankar franskir 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. . kr. 22,15 . — 119,41 . — 122,33 . — 98,03 . — 4,56% . — 16,12 . — 183,23 . — 108,60 Dagurinn i dag. Forðum, þégar heilar þjóðir tóku kristna trú og fullorðið fólk var skirt hópum saman, var oft. valinn til þess laugardagurinn fyrir páska, þvj að þeir, sem skírðir voru, vildu gjarna fá hlutdeild í hátíðahaldi og hrifningu kristinna manna á páskun- um. Skírnarklæðin voru hvít, hvita- voðir. í þeim voru þeir yfir páska- vikuna. Sunriudáginn eftir páska gengu þeir í þeim í kirkju og lögðu þau þá niður. Því var sá dagur kallaður hvítasunnudagur. Hér á Iandi og á Englandi færðist nafnið yfir á hátíðina. Gríska nafnið á henni, sem hélzt í kaþólsku kirkj- unni, merkir 50. dagur (eftir páska). — I kaþólskum sið var á laugar-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.