Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 5
ALEÝÐUBLAÐID 5 dagsmorguninn fyrir páska —- einnig hér á landi — felt niður föstutjakl- ið, sem tjaldað var fyrir kórinn mn föstutímann. Þá var og kirkjuklukk- unum íiringt á venjulegan hátt, en trékóifurinn ekki notaður framar að því sinni, þvi að nú nálgaðist gleði- tími. — Þjóðverjar kölluðu föstu- tjaldið huUgurdúk, sökum föstuhalds- ins. í landskjörstjörn við landskjörið í sumar hefir ráðu- neytið skipað Eggert Briem hæsta- réttardómára, A. V. TuTinius og Þor- stein Þorsteinsson hagstofustjóra, og til vara frú Steinunni H. Bjarnason og Jón Ásbjörnsson lögmann. Til að gera landhelgisgæzluna um- svifaminni. I stjórnarauglýsingu, sem birt^er nýlega í Lögbirtingabiaðinu, er þess óskað, að á fiskiskipuih, sem- eru á landhelgissvæðinu, sé ssm fyrst dreginn upp fáni, þegar varðskip nálgast, svo að fljótlega sjáist, hverrar þjóðar skipið er, en varð- skipið tefjist ekki að öþörfu. Næsta störstúkuþing vorðnr haldið hér í Reykjavik, og á það að koma saman 24. júnj n ,k., — á jónsmessúdag, sem er t'alinn yera kristnitökudagur ISendinga, og að þessu sinni' verður 40 ára af- mælisdagur Stórstúlíu íslands. Ljösmerkin við Akranes. Vitamálastjórinn hefir nýlega aug- lýst, að sámkvæuit tilkynningu odd- vitans í Ytra Akranesshreppi sýni leiðarljósin í Lambhúsasundi á Akra- nesi fast hvítt ljós, - en í vitaskrám og á sjókortum séu ljósin táknuð rauð. Tcgararnir. Þessir togarar hafa komið af veið- uni síðan blaðiö kom ut síðást: Á miðvikudaginn Karlsefni méð 84 tunnur lifrar, á skírdag Ari og Menja með 72 tn. hvor, i gær Apríl með 87 tn., Hávarður ísfirðingur með 88 og Baldtir með 89. Royndin kom í dag laust fyrir hádegi og Tryggvi gamli eftir hádegið. Hafa togararnir yfir leitt farið fljótlega á veiðar aftur. Skipafréttir. Gullfoss kom' að véstan á ntið- vikudaginn var og fer á mið-viku- daginn kemur beint tii Kaupmanna- hafnar. Esja fór á skírdag í hring- ferð vestur og norður um land. Nova er væntanleg um kl. 9 í kvöld. Kemur hún norðan og vestan utn land. Afmælisfagnað hélt Hið íslenzka prentarafélag í Iðnó á miðvikudagskvöldið. .Voru þar ræðuhöld, söngur, drykkja og danz langt fram á nótt. Meðal ný- stárlegs, er þar var til skemtun- ar, má nefna, að Friðfinnur Guð- jónssoii kvað nýortar rírnur um prentarana í tveimur helztu preht- smiðjunum. Málverkasýning Ásgríms verður opin fram ý-fir páska og þar með á morguu, Á sýri- irigunni er margt nýrra mynda og fagurra. „Á útleið“ verður leiki£> á annan í páskum. Alþýðublaðið er sex síðúr í dag. Sagan er í miðblaðinu. Þrír hestar fórust ekki alls fyrir löngu í Alviðru í Ölfusi á þann hátt, að hesthúsþak féll ofan á þá sakir snjóþyngsla. Næsta blað kemur út á þriðjudaginn. Áhætía verkalýðsins. Tryggvi gariíli var með slasaða menn ,er hann kom inn í dag. Háfði einn meiðst á öxl, annar á handlegg, þriðji marðist á læri, fjórði fór úr liði á þumalfingri, fimta manninn tók út, en hann náðist aftur. Þetta var alt í sama ósjó á Selvogsgrunni. Stúdentafræðslan, Próf. Siguröur Nordal talar um málfrelsi í Nýja Bíó kl. 2 á annan í páskum. — 1 Hafnarfirði talar séra Ólafur Ólafsson kl. 4 um Snorra goða. Núnara um mennina, er voru á bátnum, sem vantar. (Siðar frétt). Tveir synir Þor- steins Þorkelssonar, háseta á Mai, heimili Grettisgötu 44, voru bræð- urnir, sem voru á'bátnum, sem vant- ar. Annar var kominn yfir fermingu, en hinn var yngri. Sölberg átti heima á Grettisgötu 43. Það var næst elzti sonur hans, sem með honum var, drengur innan við fermingu. Veðrið. Hiti um land alt; Tnestur 9 st., miristur 5 st. Átt Suðlæg, fremur hæg, nema i Vestmannaeyjum; þar snarpur vindur. Veðurspá: I dag: Suðaustlæg átt, allhvöss á Suðvest- urlandi. Skúrir á Suður-, Suðvestur- og Suðaustur-landi. I nótt svipað veður. Listaverkasafn Einars Jónssonar verður opið fyrir almenning báða páskadagana kl. 1 til 3. Aðgangur ókeypis. Vélbát rekur á land. Siðastliðinn langardag rak vélbát- inn „írafoss" á land i Njarðvíkum. Bilaði vélin, en bátinn rak upp i urö og brotnaði svo aö hann er nú talinn alveg ónýtur. Á bátnum voru 5 menn er allir björguðust á streng yfir i bát er kom til hjálpar. Siðustu fréttir af „Ásu“-strandinu. Þegar blaöið var nærri fullsett, kom simfrétf frá Grindavik um, að aíhr skipverjarnir af „Ásu“ væru komriir í land heilu og höldnu. Gengu þeir úr skipinu um fjöruna, en nrenn úr landi stóðu í sjónum upp í mitti og tóku á- móti þeim. Einar Olgeirsson, kennari á Akureyri, er væntan- legur hingað i kvöld rneð „Novu“. Þilskipin. „Keflavjjíin“, $[ejn Duus-verzlun átti, eri seld var til Færeyja, kom í gær með 11 þúsund stk. af þorski. Éirinig hefir skútan Hákon komið nýiega ,af veiðum , hingað. 'Örlög krónprinzessunnar. Lovísa, er gift var konunginum í Saxlandi, yfirgaf niann sinn 1902. Flýði hún þá með kennara barna sinn.a og bjó með honum um hríð. Svo skildu þau. Þá hitti hún fyrir sér hinn kunna ítalska tónsmið To- selli, er nýlega er iútinn, og gift- ist hönum. En eftir 5 ára hjónaband skildu þau eftir njikil niálaferli, er vöktu athygli alls heimsins. Prinz- essan býr nú í Briissel og lifir við mestu fátækt á því að selja útsaum sinn við dyr manna. Hún er andlega og iíkamlega sjúk, Við fyrri mann sinn,, konunginn, og sonu sína hefir hún eigi talað, síðan hún flýði frá þeim 1902. En húli sá þá álengdar, er þeir riðu i broddi fylkingar inn í Briissel, er Þjóðverjar tóku borg- ina í ófriðnum mikla. Verzlunarfloti Svia. 'Verzlunarfloti Svía var um ára- mótin: 1138 gufuskip, 1 003 90.9 smá- lestir, 226 vélskip, 296 637 smálestir, 705 seglskip með hjálparvél, 51 675 smál. og 517 ðnnur skip, 60 390 smá- lestir. Samtals er allur flotinn 2586 skip, 1 412 611 smálestir. Við ára- mótin 1924—5 var flotinn 1 342 389 smálestir. Hámenning. Út a'ð launalindinni liggja hálir steinar. Sigurður í syndinni situr þar urn Einar. F. H.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.