Alþýðublaðið - 06.04.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐID
ALÞÝÐUBLI9IÐ
kemur út á hverjum virkum degi.
Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötíi 8 opin frá kl. 9 árd,
til kl. 7 síðd.
Skrifstofa á sama stað opin kl. \
9V3—lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. [
Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 {
(skrifstofan).
Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á
mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15
hver mm. eindálka.
Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan
(í sama húsi, sömu símar).
EIMstpkur á Grænlandi.
Eftir nokkrar umræður innan
pingflokkanna í ríkisþinginu í
Danmörku hafa menn nú orðið
ásá'ttir um að koma á þeim um-
bótum á lífskjörum GrænlenrJinga,
er hafa munu víðtæk áhrif á af-
komu landsins og 'þjóðarinnar. —
Innanríkisráðherra Dana, Hauge,
sem ferðaðist til Grænlands í
sumar, er leið, til þess að kynna
sér þau kjör, er þjóðin á þar við
að búa, hefir nú fengið því til
vegar komið, að ákveðið er að
koma nú þegar á fót ellitrygg-
mgu fyrir Grænlendinga.
Nú, sem stendur, situr jafnað-
armannastjórn að völdum í Dan-
mörku' Undan hennar rifjum er
þetta mannúðarmikla nýmæli
runnið. Er óhætt að fullyrða, að
slíkra umbóta hefði verið langt að
bíða frá íhaldsstjórnum á borð
við íhaldsstjórnina íslenzku.
Vér Islendingar gætum margt
lært af þessari ráðstöfun jaíhað-
armannastjórnarinnar dönsku: Hún
hefir sýnt það, að hún lætur sér
ant um, að þelr menn, sem int
hafa dyggilega af hendi störf sín
í þágu þjóðfélagsins, þurfi eigi að
horfa með kvíða fram á elliárin;
og að hún metur starf þeirra að
verðleikum.
Nú sem stendur er á döfinni á
alþingi frv. um aldursjryggingar.
Frv. þetta gengur í þá átt, að
tryggÍa landsmönnum í telli þeirra
svo mikinp lífeyri eða ellistyrk, að
þeir geti lifað af honum og þurfi
eigi að kvíða þeim árum, er- þeir
fyrir aldurs sakir verða ófærir tij
að afla sér ' lífsviðurværis. Á
þessi trygging að skoðast sem
endurgjald eða uppbót frá rikinu
fyrir unnið starf, en eigi sem sál-
ardrepandi ölmusa með álits-
hnekki og mannréítindatapi í för
með sér. Vonandi er, að þing-
menn sjái sóma sinn í að sam-
þykkja aldurstrygginguna, nú á
þessu þingi og sýna þar með, að
þeir kunni að meta starf þeirra,
sem í heilan mannsaldur hafa
dyggilega lagt hönd á plóginn,
þjóðfélaginu til heilla.
Pað er reyndar öllum kunnugt,
að íhaldsstjórnin hefir lagst á
móti þessu mikla menningar-^ og
velferðar-máli, en þingmenn ættu
að sýna það ,að þeir séu svo
þroskaðir að gera þetta mál eigi
að. klíkumáli. Til þess er það alt
of mikilvægt.
Ð.
„MorpnMaðið" á pásfeadaginn.
I fyrra birti „Mgbl." eina af
allra lökustu óþverragreinum sín-
um á skírdag, og blöskraði öllum
sæmilegum mönnum, sem á annað
borð sáu blaðið, það tiltæki. Nú
var það borið út á páskadaginn
með mjög bjánalega skrifaðri
skætingsgrein um samtök verka-
manna. Lítur helzt út fyrir, að
skriffinnur sá, er setti það slóður
saman, hafi verið búinn að fá sér
fullmikið í „gogginn" úr „páska-
pelanum". Hann reyndi að vísu að
bjaíga sér með uppskriftum úr
Alþýðublaðinu, og hefði verið
skynsamlegast- af honum að láta
þar við sitja'; en svo þegar hann
fór að bæta við frá sjálfum sér,
þá kom alt á afturfótunum, og
varð ekki annað úr en venjulegt
drykkjuröfl, skröksi5^ur,-og illyrði.
Ekki ein röksemd %ða~ sannmæfi.
Og þetta góðgæti færði svo
„Mgbl." lesendum sínum.á páskar
morguninn. Það kunni auðvitað
ekki að skammast sín frekar en
vant er. Þegar röksemdirnar voru
alveg þrotnar í kaupdeilumálinu,
átti . þetta „pelamál" að koma í
þeirra stað. Sér er nú hver blaða-
menskan, og það á páskunum(!!).
Þá þykist „Mgbl." vel hafa veitt,
er það birtir vottorð, undirskrif-
að „Kr. Sigfúsdóttir", um að út-
gerðarmenn séu „máttarstoðir
þjóðfélagsins". Það gleymdist víst
að taka það fram, að þeir séu
líka máttarstoðir bankanna? Eða
var ekki svo? Greinarstúfurinn er
raunar líkastur því, sem hann væri
saminn í skrifstofu „Mgbl.". Setj-
um nú sa'mt svo, að ein af hinum
fáu kvenpersónum, sem sviku
Starfssystur sínar um daginn í
kaupdeilunni, hafi haldið, að hún
ynni sér til frægðar með því að
láta nafn sitt sjást á prenti, eða
að hún hafi verið nörruð til að
gefa vottorðið. Hún mun þá varla
vinna svo til lengdar hjá útgerðar-
mönnum við fiskþvotta og því
líkt, að hún komist ekki að raun
um fljótfærni sína, og eigi eftir
að blygðast sín sárlega fyrir hana,
— því að reynslan er óvæginn
kennari. Þá kann og svo að fara
að lokurri, að „Kr. S." verði fegin
að fá aðstoð verklýðssamtakanna
til að halda uppi kaupi sínu, ekki
sízt, ef hún þarf einhvern tíma
að sjá fyrir fleirum en sjálfri sér.
Sú saga hefir þrásinnis endurtekið
sig.
Alit os tiílogur biorgunarmála-
nefndar Fiskifélagsins.
IX. (Frh.)
Um veðurfræðisstöðvar.
Um þetta mál segir nefndin
meðal annars:
' „Eitt af því, sem mikla þýðingu
ætti að hafa í öllum þeim tilfell-
um slysa, sem orsakast af ofveðr-
um er veðurfræðin. 1 öllum menn-
ingarlöndum heimsins eru veður-
fræðistofur reistar. Svo þýðingar-
mikið er það talið, að geta gefið
lýsingar af veðurfarinu á svo að
segja öllum tímum. . . .
5, júní 1925 skrifaði nefndin forr
stjóra Veðurfæðistofunnar "hér og
bað harin að gefa uppJýsingar um
atriði, sem snerta Veðurfræðistof-
una. 1. okt. s. á. kom svar frá
honum. Er það langt og mjög ít-
arlegt. . .. Það, sem forstjórinn
kvartar helzt um áð vanti, til þess
að Veðurfræðistofan sé í sem
alJra beztu lagi, er hæft
starfsfólk, annað, að loftskeyta-
stöðin sé úrelt og ófullkorain,
truflar móttöku hér í Reykjavík á
hvaða bylgjulengd sem er, þriðja
vöntun veðurskeytastöðva o. fl.
Alt eru þetta þýðingarmikil atr
riði. ... Til Veðurfræðistofunnar
eru nú .veittar úf landssjóði 4ö
þúsund krónur. En til þess að
stöðin nái fuilkomlega tilgangi