Alþýðublaðið - 06.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.04.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID sínum, áætlar forstjórinn að bæta þurfi við 13 þús. kr. á ári. Þess- ari upphæð verður að bæta við eða leggja niður stöðina að öðrum kosti, því að allir hljóta-að sjá það, að tilgangslaust er að vera að halda uppi stofnun, sem ekki getur fullnægt sinni köllun. Það er því bara að kasta því fé bein- línis í sjóinn, sem svo er fariði með. En það er aðaltilgangur með Veðurfræðistofunni, að geta gefið sem réttastar veðurspár, Geti húrt það ekki, trúir henni enginn, svo að starfsemi hennar er þá einskis nýti. . . * Þess vegna verður að veita það, sem um er beðið, því það mun borga sig beztv ... * Veðurfréttasambandið við Græn- land og Austur-Kanada er ekki gott enn þá, en það hlýtur að vera þýðingarmikið, að það sé sem bezt. Þess ber að geta, að sjálfsagt er að forstjóri Veður- fræðistofunnar eða einhver veður- fræðingur sæki alþóðafundi veð- urfræðinga. . . . Veðurskeyta- stöðvar eru hér of fáar og veður skeytin of ónákvæm að því, er forstjóri segirk . , . í þessu máli leggur nefndin til: Ad teknar séu iil alvarlegrar athugunar og ráostöfunar til fram- kvœmdar umbœtur pœr, sem gert er ráð fyrir í bréfi til nefndarinn- ar frá formanni Vedurfrœoistof- unnar, dags. 1. okt. 1925, og vitn- <á& er í hér ad ofan. . Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Halldór Hansen, Mið- stræti 10, simi 252. „Eldvigslan" verður leikin annað kvöld í Iðnó (sbr. augl.). Sökum sjúkdómsforialla Öskars Quðnasonar verður sú breyt- ing á hlutverkaskipun, að Þórður Þórðarson leikur hlutverk Öskars, en Þorsteinn Ö. Stephensen stud. med. leikur Gretti Algarsson, er Þórður lék áður. íþöku-félagar eru beðnir að koma saman í Good- templarahúsinu í kvöld kl. 8,15. „Skjóna" heitir nýútkomin saga eftir Einar Þorkelsson fyrr skrifstofustjóra og lýsir æfi og kostum gæðahests vel og ítarlega. Skipafréttir. „Lyra" kom í morgun kl. 5 frá Noregi um Vestmannaeyjar. „Suður- land" hefir verið dregið á land til viðgerðar. Fór vitabáturinn í þess stað póstferð tjl -Borgarness um bænadagana. Togararnir. Fjórir franskir togarar komu inn um páskana að fá sér kol og salt. I morgun kom Magnús Heinason, færeyskur togari, með 35 tn. Auk þéirra, er áður var skýrt frá, kom Þórólfur á laugardaginn með 25 tunnur. Tryggvi gamli var þá með 46 tn., en Royndin með 81. Á páskamorguginn lét Þórður Ólafsson kolakaupmað- ur skipa kolum út í togarann Royn- din.' Einnig var þá skipað salti út í hann. Frönsk skúta með brotna aftursiglu liggur hér á höfninni. Kom enskur togari með hana í eftirdragi kl. 7 á skírdags- kvöld. Dánarfregn. Emil Vaage stúdent fékk blóðspýt- ing í fyrra kvöld. Var hann þá staddur á Laugaveginum. Hann var þegar fluttur í sjúkr.ah'úsið í Landa- koti, en andaðist litlu síðar. Þyngd postböggla. 10 kg. þunga böggla niá senda í pósti innan lands og til nokkurra annara landa, þ. á. m. til Danmerk- ur. Það er hámark löglegrar póst- bögglaþyngdar. Þrjá vita á að reisa við Breiðafjörð í sumar, á Krossnesi vestan Grundarfjarðar, í Höskuldsey og á skerinu Klofn- ingi við Flatey. Verða þeir tendr- aðir í ágústmánuoi. Ný kapölsk kirkja er í ráði að verði reist í Landa- koti á komandi sumri. Verður hún úr steini, vönduð mjög. og er bygg- ingarverðið áætlað 1 millj. króna. Hún á að standa andspænis sjúkra- húsinu. Veðrið. Hiti um land alt, mestur 8 stig (í Rvík), minstur 2 st. (á Seyðis- firði). Átt austlæg, hæg. Veðurspá: t dag: Austlæg átt, hæg á Norðurl. með vaxandi úrkomu sunnan lands, allhvass fyrir sunnan land. I nótt: Sennilega suðaustlæg átt, allhvöss og úrkoma á Suðurlandi. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. fegurð barnslegrar sálar í tilbiðjandi auð- mýkt, ekki sízt, ef sakleysið er geymt í skrautkeri líkamlegrar fegurðar. Það er eins og horfna æskuþráin vakni aftur, hrein og ósnortin af volki lífsins, og eins og menn gangi nær á tánum, roðni við og gleymi því, að menn hafi nokkurn tíma verið annað en saklaus börn. Og margur maðurinn, seni sollurinrt hefir verið búinn að fá fullmikil tök á og síðan hefir orðið fyrir slíkum á- hrifum, hefir aldrei rankað 'við sér af þeirri gleymsku og orðið að nýjum og betri manni. Það var. sízt að efa, að Guðrún hefði þegar í stað haft mikiráhrif á Smith majór, en þau áhrif voru gerólík þeim, sem verið var að lýsa. Það var ekki barassál hans, sem endurborin kendi hirínar fyrstu óljósu, mann- fælnu elsku, hinnar einu hreinu ástar, sem sennilega er til, — sem bljúg treystir öllu, vonar og gefur alt. Hinn veraldarvolkaði hugur hans rann annað skeið. Léttstígar liðu allar danzmeyjar þær, sem hann hafði séð um dagana á ýmsum fjölleikahúsum stór- borganna, um hina klauftroðnu refilstigu hinnar dauðu sálar hans, — þessar dísir, sem unria éinurn fyrir alla og öllum fyrir einn kvöld eftir kvöld, ef kvöldverður, fimm- pundaseðill og kampavínsflaska ér í. boði, klæddar í þann búning, sem lögreglusam- þyktirnar leyfa tepruminstan. Og vanhelgri hendi fletti hann í anda Guðrúnu klæðum og færðj hana í sama búning og þær og bar hana saman við þær, og hún hafði betur. Hvernig gat það annað verið? Jón gamli, sem sá, að majórnum bjó eitt- hvað í brjósti, fór þegar með mörgúm fögr- um orðum að lýsa því við hann, hve ríka von hann bæri í brjósti um það, að majórn- um líkaöi sem bezt við Guðrúnu -- auðvitað sem eldabusku —, og Eíríkur túlkaði þetta alt samvizkusamlega. En majórinn snéri strax við blaðinu og tók Jóni gamla mjög dátt, kallaðihann hrepp-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.