Alþýðublaðið - 10.04.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.04.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐID ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við Hveffisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9V2 —10Vs árd. og kl. 8-9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. j Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan 1 (í sama húsi, sömu símar). ,Verkltfðssamband Norðurlands4 Á síðasta Alþýðusambandsþingi var samþykt ákvörðun um að koma.upp fjórðungssamböndum í fjórðuhgurri landsins til þess að annast sérstaklega hreyfinguna þar, Norðlenzki verkalýðurinn reið á vaðið-og stofnaði 26. apríl síðas,ta árs „Verklýðssamband Norður- lands". Er nú ár síðan og því aokkur reynsla fengin fýrir, hvert gildi slík fjórðungssambönd geti haft fyrir verklýðshreyfinguna. Sambandið var stofnað af 4 fé- iögurri, en nú eftir eitt ár eru fé- lögin orðin.8 og þó að eins 3 af þeim í Alþýðusambandi íslands. Hafa verið stofnuð á árinu 3 jafn- aðarmannafélög: „Jafnaðarmanna- Félag Þingeyinga" á Húsavík, .Jafnaðarmannafélag Skagfirð- :nga" á Sauðárkróki og „Jafnað- armannafélag Siglufjarðar". Auk ?éss hefir verkamannafélagið ,Frám" á Sauðárkróki verið end- irreist og gengið i sambandið, og •>vo hefir verið stofnað „Verklýðs- :élag Glerárþorps". Er þettá gleði- egur vottur um vaxandi skilning vrerkalýðsins nyrðra á gildi sam- íakanná og aukinn pólitiskan aroska hans. Mun það að miklu eyli vera Verklýðssambandi Norð- xrland's að þakka, sem sent hefir nenn til þessara staða til að gang- ist fyrir félagsstofnununum og ifla þau félög, er fyrir voru. Þaö hefir því þegar sýnt sig, að /óetta verklýðssamband var fært .im að rækja það starf, sem stjórn \Iþýðusambandsins hefir ekki mnað. Það er miklu léttara fyrir itjórnir fjórðungssambanda að .tanda í sambandi við félögin, íalda þeim vakandi, senda þang- að menn til að flytja erindi eða halda fundi. Nú hefir reynslan sýnt, einkum þó í verkfallinu síð- asta , að full nauðsyn er á að treysta samtökin sem bezt úti um land, og reynslan af „Verklýðs- sambandi Norðurlands" sýnir, að með stofnun fjórðungsambanda er gott ráð fundið til að efla hreyf- inguna sem mest. Því væri það nú nauðsynlegt, að gengist yrði fyrir stofnun fjórðungssambanda á Vestfjörðum og Austfjörðum sem allra fyrst. Verkalýðurinn alls staðar á landinu þarf að geta staðið sem ein heild saman í stéttabaráttu sinni. Það þarf að koma upp félag alls staðar þar, sem verkalýður er, og það þarf að halda við félögum þar, sem þau eru þegar stofnuð. Sambands- stjórn í Reykjavík nær ekki til allra féíaganna, meðan samgöngur eru svo erfiðár, sem enn er. Þess vegna verður að skifta verkefninu og fá forgöngumönnum verklýðs- hreyfingarinnar í -hverjum fjórð- ungi það starf í hendur að létta störf Alþýðusambandsins með því að koma upp fjórðungssambönd- um. Og það er full þörf á, að gengið verði að starfi þessu með áhuga og atorku sem allra fyrst. Það getur óefað orðið verklýðs- hreyfingunni íslenzku að miklu liði. * AlpingL Neðri deild. Afnám húsaleigulaganna. I fyrra dag var frv. um afnám húsaleigulaganna til 3. umr. i n. d. Pétur Þórðarson flutti þá breyt.- till. við það, áð heimildarlögin frá 1921 væru áfram í gildi, svo að bæjarstjórnin gæti samið hús- næöisreglugerð. Jón Kjart. taldi illa gert, ef þessi heimildarlög væru látin standa lengur (Við bæjarstjórnina eða hvað ?(!!)) P. Þ. kvað ástæður þær, er húsa- leigulögin hefðu verið sett vegna, ekki hafa breyzt svo, að rétt væri að nema þau úr gildi. Leigjend- ur væru svo mikill hluti bæjár- búa, að þ"ingmenn gætu ekki látið sér liggja í léttu rúmi, að réttur þeirra væri fyrir borð borinn með afnámi laganna. Þau hefðu verið hemill á hækkun húsaleigu og hrakninga fátækra barnafjöl- skyldna, sem myndu verða miklir, ef þau yrðu afnumin, og eins væri fullkomin ástæða til að bú- ast þá við hækkun leigunnar. Myndu þó flestir kannast við, að hún væri nógu há. Þar sém hann samt sem áður bjóst við, að deildin samþykti afnám laganna, vildi hann þó freista að bjarga heimildarlögunum um reglugerð- arselningu. Það gætu komið fyrir þau atvik, þegar alt yrði látið laust, að ekki yrði vanþörf. á að gripa til þeirra. — Miiiri hluti allshn. hafði nú bætt því við till. sí'na um amám laganna, að . eigi megi „hækka leigu þess leigj- anda, er situr í húsnæðinu til þess tíma," þ. e. til 14. maí 1927. — Jón Baldv. benti á, að dýrt myndi leigjendum verða, ef skjóta 'þyrfti deilum, er rísa kynnu út af framkvæmd laganna þannig breyttra, til dómstólanna. Hins vegar starfi húsaleigunefndin ókeypis, og ættu méiín því hægara með að skjóta málum sín- um til hennar. Því hefði verið rétt- ara af meiri hlutanum að leggja cil, að lögin stæðu óbreytt fram á næsta ár, t. "d. til 15. febr. Bezt væri að fella frv. Þar næsta ráð væri, að samþ. tillögu P. Þ. Bæjarstjórnin myndi ekki hafa ætlast til, að heimildarlögin yrðu feld úr gildi, og væri líklegt, að hún notaði þau, ef aðallaganna misti við. Orðalagið á tillögu meiri hlutans væri eins og fyrir- boði þess, er verða myndi, ef lög- ín væru afnumin. — Jón Þorláks- $on kvaðst sem þingmaður Reykjavíkur mæla gegn tillögu s P. Þ. Kvaðst hann jafnvel heldur vilja hafa lögin eins og þau væru. Virtist hann ekki bera mikið traust til flokksbræðra sinna, er mynda meiri hlutann í bæjar- stjórninni. P. Þ. kvaðst hafa hald- ið, að bæjarstjórnin væri skipuð beztu mönnum, og undraðist orð Jóns Þorlákssonar, en kvaðst hon- um sammála um, að betra væri að frv. félli en að tillaga sín yrði samþykt, en af öðrum á- stæðum. Jakob var með tillögu P. Þ. og minti Jó'n Þörl. á, að stjórnarráðið yrði að staðfesta reglugerð, er bæjarstjórnin semdi samkvæmt lögunum, svo að hætt- * an af henni væri ekki mjög mik'il.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.