Alþýðublaðið - 10.04.1926, Page 3

Alþýðublaðið - 10.04.1926, Page 3
10. apríl 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 J. Þ. kannaöisí aö vísu við, aö hann hefði á þinginu 1921 greitt atkv. með heimildarlögunum, en nú var liann ekki á því að láta sannfærast. Tillaga P. Þ. var feld með 13 atkv. gegn 13 að við höfðu nafna- kalli. Gegn henni greifldu atkv. Ben. Sv. og 12 íhaldsmenn, aðrir en Hákon, sem var með henni ásamt hinum deildarmönnunum, nema Bernharð var ekki viðstadd- ur. Tillagan um, að húsaleiga haldist til annars vors án hækk- unar, var samþ. Sigurjón var einn á móti henni. Þannig breytt var svo frv. samþykt til e. d. með 16 atkv. gegn 8. Önnur mál. Frv. um fræðslu barna var, eins og gengið var frá því við 2. umr., afgreitt til e. d. með 16 atkv. gegn 4, urn veitingasölu og gistihúss- hald vísað til 3. umr., frv. um viðauka þann, er áður hefir verið skýrt frá, við lög um skipulag kaupstaða og sjávarþorpa og ljósmæðralaunafrv. tii 2. umr. og ítölsk og japönsk Hrisgrjðn nýkomin. GnnnarJónsson, Simi 1580. Vðggur. hinu síðartalda til allshn. Tvær umr. voru ákveðnar um kaupin á skipinu „Þór“. Frá 3. umr. fjárlaganna, sem byrjaði í gær og heldur áfram í dag, og öðru í sambandi við hana verður skýrt í næsta blaði. Efri deild. Þar var í fyrra d.ag frv. um ellistyrk(tarskrána) endursent n. d., frv. um veðurstofu afgreitt sem lög og frv. um aðstoðarskyldu við slökkviiiðið á ísafirði, um undanþágu frá bæjargjöldum (fasteignaskatti) í Reykjavík (fyr- ir kirkjur o. fl.) og um skatt af lóðum og húsum í Siglufjarðar- kaupstað öllum vísað til 3. umr. — 1 gær var. verzlunarbókafrv. felt eftir nokkurt þjark, frv. um forkaupsrétt nánustu skyldmenna eigenda á jörðum, þ. á. m. for- eldra hans, afgreitt sem lög, frv. um bryggjugerð í Borgarnesi vís- að til 2. umr. og samgmn. og um byggingar og landnámssjóð til 2. umr. og fjárhn. með 10 at- kvæðum gegn 1 (Gunnars), eftir að Jónas hafði haldið framsögu- ræðu í fullar tvær klukkustundir. Finska skáldið Eino Leino (f. 1878) er nýlátinn. Hann var ættjarðarskáld mikið og þýddi enn fremur mörg heimsfræg menningarrit á finsku. ÓI. Þ. Verklýðshreyfingin og bornin. Auðvaldið í öllum löndum legg- ur mikla og sterka áherzlu á starfsemi sína meðal barnanna. Það vinnur af áhuga að því, að ala börnin upp sem góða útverði fyrir hið borgaralega þjóðskipu- iag. Aðaláherzlan er lögð á, að þau elski og virði húsbóndann, sem vanalegast er vinnukaupandi þess. „Elskaðu guð, kónginn og föð- urlandið,“ er fyrsta boðorð auð- valdsins í skólunum, kirkjunum og félögunum, — guðinn, sem auðvaldið sýnir börnunum gegn um þess eigin sterkiituðu gler, gudinn, sem skipar öreiganum að hlýða húsbóndanum — „kapítalist- anum“ — í blindni, því að hans sé vaidið, — kónginn, sem lifir í höll sinni í óþverralegum mun- aði á kostnað hungraðra og mun- aðarlausra öreigabarna,*) — föd- *) í sambandi við kóngadýrkun burgeisanna er rétt að geta þess, að einn kennarinn við Barnaskóla Reykjavikur, Þorbjörg Friðriksdóttir, sagðij börnum einn daginn i vetur, að konungurinn’og drottningin gengju næst guði almáttugum, og börnin ættu að hugsa um þau með jafn- mikilli lotningu og guð. Þetta hefi ég eftir nokkrum skölabörnum. En ef þau herma ekki rétt, get ég þessa hér til þess, að Þorbjörgu Friðriks- döttur gefist kostur á að bera frásögu þessa til baka. Höf. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. auðséð á öllu, að hann ætlaði að fylgja henni áleiðis, en alt af bar þar að Maxwell um sama leyti, og varð aldrei neitt úr fylgd- inni. Sá hún þá enn hatrið í augum majórsins undir huliðshjálmi óttans. Jón gamli var alt af við og við á hnotskóg hjá veiðihúsinu. Lét hann sér alt vel líka, sem hann sá, og var hinn glaðasti. En Eiríkur með augað, sem ekki hafði búist við, að hann myndi hafa þurviðri upp úr ýkjum sínum og orðagjálfri um majórinn, fór áð leiða Jóni fyrir sjónir, hvar þetta alt myndi lenda, og fór heldur að draga úr hólinu og raupinu. En Jón gamli var enginn veraldarmaður, þótt smáslóttugur og blendinn væri. Hann hugsaði sem svo, að ókvongaður maður gæti ekki ætlað annað fyrir sér með stúlku, sem honum litist vel á, en að ganga að eigá hana. Að því leyti var hann hreinn og beinn /og hrekklaus eins og sveitamenn eru. Það var einn dag, þegar þeir félagar voru búnir að vera svo sem þrjár vikur í hús- unurn, að majórinn sendi Maxwell ofan í Borgarnes til aflafanga og til þess að vitja um póst. — Þó að enginn að vísu skrifaði majórnum til, þá átti hann samt von á pósti; — það voru blöðin, sem Uann hélt. Eiríkur með augað hafði verið órór undan- farna daga. Síðan majórinn var kominn í kvennasiangrið var lænan hætt að renna um landareign hans. — Og þegar hann nú sá Maxwell leggja af stað ofan í kaupstaðinn, þá stóðst hann ekki mátið lengur. Hann vildi tala við lækninn og fór til majórsins. „Herra majór!“ sagði Eiríkur og setti á sig mesta eymdarsvip. „Ég er veikur; ég hefi — hefi — heflj . . .“ Sannleikurinn var sá, að Eirikur vissi alls ekki, hvað hann hafði, því að rétti kv'illinn var ekki frambærilegur. En svo kom það loks: „Ég hefi þá ógurlegu tann- pínu; ég verð nauðsynlega að fá að fara til

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.