Alþýðublaðið - 10.04.1926, Side 4

Alþýðublaðið - 10.04.1926, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐID urlandid, sem auðvaldið hefir flaggað með fyrir augum verka- lýðsins, þegar það hefir þurft að fá hann til að fórna lífi sínu til hagsmuna fyrir blóðuga stríðsá- girnd þess. —/og prestarnir hafa gengiö í lið með húsbændúm sín- um, auðvaldinu, sem á kirkjurn- ar og messuskrúðann, samvizku þeirra og trú. Þeir hafa snúið faóirvorinu í þágu stríðságirno- arinnar. I síðasta ófriði sneru enskir og þýzkir prestar faðir- vorinu, ákölluðu guð sinn og hröpuðu um ósigur yfir fjand- menn sína, og fólkið hefir látið blindast. Svo að milfjónum skift- ír heíir það gengið út í barátt- una með þá trú, að það væri að stríða og berjast fyrir guð sinn, föðurland siti og kónginn ■sinn, — en ástæðuna fyrir öllu þessu grátlega ástandi er að finna í uppeklinu, þar sem auðvaldið heíir kent börnunum sína eigin á- girndar- og peningagræðgis-Iífs- skoðun. Hér á landi þekkir auðvaldið sinn vitjunartíma. Skólarnir eru íyitir borgaralegum hégiljum, og ' barnssálin mótast á rangan hátt. Jafnaðarmenn í öllum löndum hafa skilið hæítu þá, sem börn- in eru i. Verkalýðurinn hefir sjálf- ur reynt, hvað það er, að vera þræll auðvaldsskipulagsins, og eins og gefur að skilja, hefir hann bundist samtökum gegn því, að hans eigin börn mótist í kreft- um hnefa auðvaldsins. Jafnaðarmenn berjast gegn nú verandi ástandi. Þeir halda því fram, að annað/sé betra, og þeir vita, að þróunin ber nýtt og bétra skipulag í skauti sínu, og að jafn- aðarstefnan sigrar hið gamla og úrelta. Þeir vita, að uppistöðu- atriði hins nú verandi ástands, eignarréttur einstaklingsins og frjáls samkepni, fullnægja ekki mannkyninu. Það er bandvitlaust fyrirkomulag og glæpsamlegt að halda því við. Þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir hinnar ríkjandi yíirráðastéttar, þrátt fyrir öll lög og frumvörp, er skipulagið í dauðategjunum. Dauðategjur þess eru ofsóknirnar gegn jafnaðar- mönnum. f ýmsum löndum er félagsskap- ur jafnaðarmanna bannaður, og svo að þúsundum skiftir hafa menn iátið lífið að eins fyrir að vera jafnaðarmenn, — menn, sem berjast gegn nú verandi ástandi og fyrir öðru nýju. Þegar þetta alt er athugað, hve stéttarbaráttan er komin á hátt stig, — hvers vegna í dauðanum eiga þá verkamenn að ala upp börn sín til að fórna þeim á altari auðvaldsins. Þeir sjá það líka, aö það er ekki rétt. Þeir hafa í flest- öllum löndum stofnað félagsskap meðal barna, og nú í dag er svo að milljónum skiftir meðlima í svo nefndu „Pionera“-sambandi („Pioner" þýðir brautryðjandi eða landnemi), íslenzkir jafnaðarmenn og starf- semi þeirra er enn á byrjunar- stigi, en í fáum löndum hefir jafnaðarstefnan fengið eins mik- ið fylgi á jafnskömmum tíma eins og einmitt hér, þótt ýmsum kunnii ef til vill 'að þykja það ótrúlegt. Auðvitað er hér á Iandi jafn- mikil þörf á starfsemi rneðal barnanna eins og annars staðar. Hér er auðvaldið sannarlega á barnaveiðum. Frá ' bláfátækum verkamannaheimilum, neðan úr dimmum kjöllurum og ofan af hanabjálkaloftum, hafa útsendarar þess teygt. svöng og klæðlítil börn, íarið með þau á sam- komur, í K. F. U. M. og annað. En yfir öllu þessu hér í bæ hefir skinið hið fallega og elskulega bros Sigurbjarnar í „Vísi“ og Knúts Zimsens, og kenzlan er sú sarna, sem tíðkast hjá auðvaldi allra ianda í skólum þess og fé- lögum, og börnin hlýða á og móta skoðanir sínar í formi auð- valdsins, alast upp og verða á- nauðugir vinnuþrælar þess i verk- smiðjum þess, við höfnina og í verzlunarbúðum þess. Nei, verkamenn! Þið, sem þræl- ið frá morgni til kvölds! Þið, sem þekkið, hvað það er að betla um vinnu! Þið, sem þurfið að þræla sýknt og heilagt til þess að geta látið litlu börnunum ykkar i té lífsnauðsynjar! Verkamenn! Þið, sem hafið heyrt grát barna ykkar yfir því, þegar þau hefir vantað mat, föt eða leikfang! Þið, verka- menn, sem þekkið, hvað það er að gefa barni sínu vatn í stað mjólkur og slærna garma í stað- inn fyrir góð og hlý föt! Hættið að ala börn ykkar upp í þágu vinnukaupenda ykkar! Alið þau sjálfir upp og látið ekki spillandi áhrif borgaralegrar skrílmenning- ar komast þar að! Alið börn ykk- ar upp í þágu ykkar eigin stétt- ar! Þau hafa hvort sem er ekki fæðst með bankabók undir hend- inni. Þau hafa fæðst með vinnu- skyrtuna á herðunum, af móður, sem hefir alt af orðið að vinna, og föður, sem hefir alt af orð- ið að þræla ,baki brotnu. V. S. V. furstanraa pýzku. Fyrir nokkru birtist hér í blað- inu símskeyti þess efnis, að um 10 milljónir Þjóðverja hefðu kraf- ist þess, að þjóðaratkvæði gengi um það, hvort ríkið ætti að taka eignarnámi eignir hinna afsettu þýzku fursta. Til þess að þjóðar- atkvæði væri látið ganga um mál- ið, þurfti að rninsta kosti áskorun 2 milljóna manna. — Jafnaðar- mennirnir þýzku voru þeir, sem áttu frumkvæðið að því að krefj- ast atkvæðagreiðslunnar. Hinn 4. marz síðast liðinn hófu þeir að- al-baráttuna fyrir þessum kröfura sínum, og svo fast sóttu þeir mál sitt bæði í ræðu og riti, að þeir fengu allmargt manna úr frjáls^ lyndu flokkunum til fylgdar við sig. Ein af aðalástæðunum til þess, að jafnaðarmenn gengu nú svo rösklega fram í því að knýja var sú, að þeir óttuðust, að í- fram atkvæðagreiðslu um málið, haldsstjórn Luthers myndi þá og þegar gera alvöru úr þeirri fyrir- ætlun sinni að greiða þýzku furst- unum svo hundruðum milljóna króna skift í „skaðabætur" án þess að hirða hót um það, þó að mikill hluti þýzku þjóðarinn- ar ætti við hina mestu neyð að búa. Til dæmis um það, að hér er eigi um neinar smáupphæðir að ræða, má geta þess, að Vilhjálmur fyrrv. keisari einn hefir heimtað hvorki rneira né minna en 500 miiljónir gullmarka! Jafnaðarmenn sýndu fram á það með rökum, að furstarnir höfðu notað sér að- stöðu sína, meðan þeir sátu að völdum, til þess að sölsa undir sig og sjúga út úr þjóðinni miklu meira fé en nemur eignum þeirra í Þýzkaíandi, og þeir sömdu eins konar frumvarp um það, bvernig

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.