Alþýðublaðið - 12.04.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 12.04.1926, Page 1
Gefid út af Alpýðuflokknum 1926. Drleiul sfimsfeeytl. Khöfn, FB., 10. apríl. Oflæii Mussolinis. Frá Rómaborg er simað, að Mussolini hafi sagt í ræðu: „Æðsta boðorð hinnar ítölsku þjóðar ætti að vera: Framtíðin liggur á hafinu. Fylgið mér fram til sigurs og drepið mig, ef ég hopa!“ Gagnbylting hafin i Grikklandi. Frá Vínarborg er. símað, að bylting sé hafin í Grikklandi. Er byltingin mögnuðust í Saloniki, og hefir flotinn verið sendur þangað. Konan, sem særði Mussolini. Frá Rómaborg er símað, að að- alskonan sé geggjuð. Ætlaði hún iíka að skjóta páfann. Kvað hún „himneska opinberun“ ráða gerð- um sínum. Samskot i Frakklandi. Frá París er símað, að Foch og Doumergue hafi komið af stað þjóðarhreyfingu til fjársöfnunar. Gjafaféð á að nota til þess að greiða innanlandsskuldirnar og til endurreisnar frankanum. Morðtiiraun.* Frá Moskva er símað, að gerð hafi verið tilraun til þess að myrða innanríkismála-þjóðfulltrú- ann. Liggur hann særður I Sjúkra- húsi. ' Khöfn, FB„ 12. apríi. Sáttatilraun i námudeilunni. Frá Lundúnum er símað, að fulltrúar aðilja í kolanámamálinu komi saman á fund á morgun (þriðjudag). Skoðanir manna eru rnjög skiftar um það, hvort sam- komulag náist nú um ágreinings- atriðin. Friðarfundarboð Abdels Krims. Frá París er símað, að Abdel Krim hafi boðið andstæðingunum á Mánudaginn 12. april. friðarfund í næstu viku, og hafi þeir játað að koma. Frá Amundsen. Loftskip Amundsens fór af stað í fyrra dag og fram hjá Lyon í nótt. Pað er væntanlegt til Puls- ham í kvöld. Pað heldur þar kyrru fyrir eitthvað, en fer siðan til Osló. Par stígur Amundsen á skipið. Verður farið um Leningrad með viðdvöl þar, til Kingsbay og þaðan norður á bóginn í maí. Landskjálftar og eldgos. Frá Moskva er simað, að af- skaplegir landskjálftar og eldgos séu á Kamtsjatka-skaga. Innlend tfidindi. ísafirði, FB„ 10. apríl. Minnihluta-ráðstöfun. Við atkvæðagreiðslu í dag var felt að stofna bæjarstjóraembætti á ísafirði. Alls greiddu atkvæði 554. 300 sögðu já, 216 nei, 30 seðlar ógildír og 8 auðir. Prjá fimtu greiddra atkvæða á Isafirði þarf til samþyktar. V. Vestm.eyjum, FB„ 11. apríl. Aflafréttir. Góður afli undan farna tvo daga. Mestur afli 2700 í róðri. Isl. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Uppsöl- «m, sími 1900. Lögregluþjónn á ísafirði er nýlega orðinn Ingólfur Krist- jánsson fró Skerðingsstöðum. Hettusött Barn á 4. ári, sem kom með „Is- landi“ frá Khöfn í síðustu ferð þess, reyndist. veikt af hettusótt og e. t. v. einnig af soghósta (kíghósta). Lét 84. tölublað. Jafnaðarmannafélag fslands heldur fnnd i kaupþingssalnum þriðjudaginn 13. þ. m. kl. 8lk e. m. , Umræðuefni: 1. Þjöðnýting. 2. Járnbrautarmálið, framh. umr. Lyftan verður i gangi frá kl. 8 — 8l/a. Félagar, fjölmennið! Stjórnin. landlæknir flytja það í sóttvarna- húsið. Telur hann mjög ósennilegt, að veikin breiðist út, þar eð sótt- vörn varð beitt svo bráðlega. Slys. Það slys vildi til í fyrra kvöld, að maður féll niður af Hauksbryggju og lenti á mölina í fjörunni. Var hann fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahúsið í Landakoti. Áliíið er, að hann muni ná sér aftur eftir áfallið. Hann heitir Jón Friðriksson og ú heima á Grímsstaðaholti. Sjóhrakningar. Eimskipið „Nordland", sem var hér um daginn, lenti nokkru síðar í sjóhrakningum norður við Strandir. Festist vír í skrúfuna, svo að vélin stöðyaðist, og munaði minstu, að skipið ræki upp undir Hælavíkur- bjarg um nótt í pálmarokinu. Sem betur fór, sleit vélin þó af sér virinn í tæka tíð og komst í gang, svo að skipi og áhöfn var borgið. Er í frásögur fært, hve hugprúðir skip- verjar voru, þegar helzt leit út fyrir, að þeir myndu allir farast. Þetta voru líka sömu hásetarnir, sem neit- uðu að bregðast verkamönnum hér í Reykjavík í verkfallinu. Veðrið. Hiti um land alt, 6—1 stig, og þurviðri. Átt suðlæg og austlæg, hæg. Loftvægislægð fyrir suðvestan iand. Ctlit: Suðaustlæg átt, hæg á Norður- og Austur-landi, vaxandi og nokkur úrkoma á Suðvestur-landi. í nótt suðlæg átt, úrkoma sunnan lands og e. t. v. allhvass á Suð- vesturlandi. Tákmnynd, Eitt tímaritanna flytur grein um íhaldsstefnuna með mynd, svo sem segir í efnisskrá þess, Menn skyldu ætla, að myndin væri tákn íhalds- stefnunnar. Jú, stendur heima! Hún er af — Jóni Þorlákssyni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.