Alþýðublaðið - 14.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.04.1926, Blaðsíða 3
ALfeÝÐUBLAÐlD Um daginn og veginn. Næturlæknir er í .nóít Guðmundur Guöfinns- son, Hverfisgötu 35, sírni 1758. Skákping íslendinga. Því lauk í gærkveldi. Sigurður Jónsson, ölgerðarmaður, bar sigur úr býtum í 1. fl., vann 7 skákir af 9, Og er skákmeistari Islands. í 2. fl. sigraði Elís Ö. Guðmundsson og í 3. fl. Bjarni Grímsson. Frá Vestmannaeyjum. (Eftir símtali í dag.) Allir bátar á sjó í gær, náðu.altír landi, en sumir seint í gærkveldi. Þá var tek- ið að lygna. — Ágætur afii, en eingöngu í net. — Bátarnir frá Stokkséyri lágu undir Éiðinu um hádegi í dag. Námsskeið i heimahjúkrun sjúkra heldur Rauði krossinn 16. —28. apríl í Landsbankahúsinu. Sjá aug- lýsingu! Þetta er síðasta námsskeið- ið é vetrinum. Veðrið. Biti:um alt land, 9—3 stig. Átt austlæg og suðlæg, viðast orðin hæg. Stinningskaldi í Vestm.eyj. Loftvægis- lægð við Suðvesturland. tJttit: Aust- læg átt og skúrir á Suður- og Suð- ¦vestur-landi, norðaustlæg á Norð- austurlandi, suðáustlæg og siðan austlæg Og nokkur úrkoma a Austur- og Norðaustur-landi. 1 nótt senni- lega norðaustlæg átt a Norður- og Vestur-iandi, breytileg annars staðar. Tannhjól brotnaði í gær í prentvél Alþýðublaðsins, og várð að fá blaðið prentað í aiín- ari prentsmiðju, Seinkaði það út- komu þess. Hinn ágæti vélasmiðúr O. Ves'tlund hefir nú gert við brotið. ípökufundur í kvöld. Tcgararnir. Þessir komu af veiðutn í gær: Apríl með 105 tunnur lifrar, Baldur 'með 96, Menja með 60 og Snorri goði með 70. I morgun komu: Haf- steinn með 73 og Gyllir með 100 tunnur. Skipafréttir. Es'ja ko'm í gær. Villemoes og skip það,, er kom með kol til gas- Ódýrt ísl. smjör á kr. 2,00 pr. ]/2 kg. Ostar, Kæfa og Rullu- pylsur með lágu verði Gunnar Jdnsson, Simi 1580. Vðggur. stöðvarinnar, voru á leið héðan, en sneru hingað aftur í nótt vegna ofveðurs. Vitabáturinn fer á morg- un til Borgar.ness í póstferð í stað „Suðurlandsins". Björgunarskipið „Geir" kom hingað í nótt frá Danmörku. Er það fengið hingað til að reyna að ná „Ásu" út, ef nokkur tiltök þykja. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.....kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 119,34 100 kr. sænskar .... — 122,21 100 kr. norskar . . ., . — 99,17 Dollar .......— 4,568/4 100 frankar franskir . . — 16,05 100 gyllini hollenzk . . — 183,31 100 gullmörk þýzk... — 108,60 Heilsufarsfréttir. „Inflúenzan" hér hægfara. Enginn hefir dáið úr henni. Einnig hægfara „influenza" í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Annars yfirleitt gott neilsufar. \ Víðvarpið. 1 kvöld kl. 8 leikur Theódór Árna- son nokkur lög á fiðlu, með aðstoð Emils Thoroddsens. Verður þetta norskt kvöld. Skemtiskráin er þessi: I. Grie'g: Violin Sonata í F: 1. Alle- gro combia, 2. Allegretto quasi an- dantino, 3. Allegro" molto vivace. II. Norskir þjóðdanzar og lög (Lange). III. Ole Bull: Sæterjentens Söndag. IV. Grieg: • Solveigs Sang. V. Grieg: Norsk Dans No. 2. Jón eða Þörarinn. Deilt er nú um það insan íhalds- flokksins, hvort. setja skuli efstan á landslista þess, Jón Þorláksson eða Þórarinn á Hjaítabakka. Telja ýmsir þar í sveit Pórarni það til ágætis, að hann sé myrkfælinn við járn- brautir. Er hann orðinn svo upp með sér, að hann er tekinn að stríða Jóni Þorl. í þinginu með járnbrautardraumi, sem ekki fái að rætast. í Leitis-sjó. „Morgunblaðið" er orðið vant því að róa á sönru mið ;í sama sjó, forarpollinn, fyrir neðan hlaðvarpann á Leiti. Þar er setið sýknt og heil- agt og dorgáð í ákafa, og það er furðu fengsælt, enda er bréfbátn- um stjófnað af dvergum þeim, feem virtust vel til starfans fallnir. Þar er dreginn skötuselurinn ginstóri, sem aldrei lætur aftur, og tinda-" bikkjan, sem dregur nafn af því, hversu gráðug hún er í hað að naga holdgranna hryggjarliði. Þessari veg- legu veiði klappa svo eigendurnir og kallá hana blessaðan gullfiskinn sinn. Þegar lagt er til liands úr þessari fengsælu för, þá er hafinn. Úísal;s Vtfruhiissiiis heldur áfram í tvo daga enn þá. Vinnubuxur á 5 kr. og 6 kr., nærföt, settið á 5 kr. og 6 kr., lereft, metrinn á 1.00. Grammofónplötur á2kr. stk., 3 stk. fyrir 10 kr. Allar aðrar vörur eftir þessu. Hjartaás« smj0rlfkið er foezt. Ásgarður. við hún svuntuleppur Gróu gömlu. Á honum glampa gamlar og nýjar S'pánarvínsauglýsingar. Þegar svo loks til lands er komið, byrjar út- sending hinnar verðmætu veiði. Skírdagsblað „Morgunblaðsins" í fyrra, varð þióðfrægt á sína vísu. Skírdagsblað þessa árs ætti að verða það á sama hátt. i því standa tvær smáklausur. 1 annari er svo mælt, að „vid höfnina sé nú svo piöngt, ad ekki komist. par ad ncerri 611 pau skip, sem purfi afgreidslu. — Flutningaskip liggi óafgreidd úti á ytri höfn" (leturbr. mín). 1 hinni klausunni, sem heitir „Afleiðingar verkfallsins", segir svo: „Síðan verk- fallinu lauk, hafa, komið 33 skip og öll verið afgréidd" (lejtur.br.'. mín). „Þetta er íhugunarefni fyrir verka- menn, sem vinna við höfnina og við afgreiðslu skipanna." Það er sannarlega ihugunarefni fyrir okkur, verkamenn, hyernig þessum frásögnum „Morgunblaðsins" ber saman. Þær hafa öll einkenni hins alþekta Morgunblaðs-„sann- leika", enda bera þær með sár, að þær eru fiskaðar í Leitis-sjó. Eða hvað finst ykknr, stéttarbræður? „Morgunblaðinu" fer franí fra. skírdegi til skírdags! h. n. s.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.