Alþýðublaðið - 14.04.1926, Side 3

Alþýðublaðið - 14.04.1926, Side 3
ALftÝÐUBLAÐlD TL ' ~ " .w ’ ... 3 Um daginn og veglnn. Næturlæknir er í nótt Guðmunclur Guðfinns- son, Hverfisgötu 35, sími 1758. Skákþing íslendinga. Því lauk í gærkveldi. Sigurður Jónsson, ölgerðarmaður, bar sigur úr býtum í 1. f 1., vann 7 skákir af 9, og er skákmeistari Islands. 1 2. fl. sigraði Elís Ö. Guðmundsson og í 3. fl. Bjarni Grímsson. Frá Vestmannaeyjum. (Eftir símtali í dag.) Allir bátar á sjó i gær, náðu allir landi, en sumir seint í gærkveldi. Þá var tek- ið að lygna. — Ágætur afli, en eingöngu í net. — Bátarnir frá Stokkseýri lágu undir Éiðinu um hádegi i dag. Námsskeið í heimahjukrun sjukra heldur Rauði krossinn 16. —28. apríl í Landsbankahúsinu. Sjá aug- lýsingu! Þetta er siðasta námsskeið- ið á vetrinum. Veðrið. Hiti urn alt land, 9—3 stig. Átt austlæg og suðlæg, víðast orðin hæg. Stinningskaldi í Vestm.eyj. Loftvægis- lægð við Suðvesturland. títlit: Aust- læg átt og skúrir á Suður- og Suð- ■vestur-landi, norðaustlæg á Norð- austurlandi, suðaustlæg og siðan austlæg og nokkur úrkoma a Austur- og Norðaustur-landi. I nótt senni- lega norðaustlæg átt á Norður- og Vestur-landi, breytileg annars staðar. Tannhjól brotnaði í gær í prentvél Alpýðublaðsins, og varð að fá blaðið prentað í anh- ari prentsmiðju. Seinkaði það út- komu þess. Hir.n ágæti vélasmiður O. Vestlund hefir nú gert við brotið. íþökufundur í kvöld. Tcgararnir. Þessir komu af veiðum í gær: Apríl með 105 tunnur lifrar, Baldur með 96, Menja með 60 og Snorri goði með 70. 1 morgun komu: Haf- steinn með 73 og Gyllir með 100 tunnur. Skipafréttir. Esja kom í gær. Villemoes og skip það,. er kom með kol til gas- Ódýrt. ísl. smjör á kr. 2,00 pr. V2 kg. Ostar, Kæfa og Kullu- pylsur með lágu verði Gunnar Jónsson, Sími 15SO. Vöggur. stöðvarinnar, voru á leið héðan, en sneru hingað aftur í nótt vegna ofveðurs. Vitabáturinn fer á morg- un til Borgarness í póstferð i staö „Suðurlapdsins". Björgunarskipið „Geir“ kom hingað í nótt frá Danmörku. Er það fengið hingað til að reyna að ná „Ásu“ út, ef nokkur tiltök þykja. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund................kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 119,34 100 kr. sænskar .... — 122,21 100 kr. norskar .... — 99,17 Dollar.........................— 4,563/4 100 frankar franskir . . — 16,05 100 gyllini hollenzk . . — 183,31 100 gulimörk þýzk... — 108,60 Heilsufarsfréttir. „Inflúenzan" hér hægfara. Enginn hefir dáið úr henni. Einnig hægfara „influenza" í Vestmannaeyjum og á Aluireyri. Annars yfirleitt gott heiisufar. Víðvarpið. I kvöld kl. 8 leikur Theódór Árna- son nokkur lög á fiðlu, með aðstoð Emils Thoroddsens. Verður þetta norskt kvöld. Skemtiskráin er þessi: I. Grieg: Violin Sonata í F: 1. Alle- gro combia, 2. Aliegretto quasi an- dantino, 3. Allegro molto vivace. II. Norskir þjóðdanzar og lög (Lange). III. Ole Buli: Sæterjentens Söndag. IV. Grieg: Solveigs Sang. V. Grieg: Norsk Dans No. 2. Jón eða Þörarinn. Deilt er nú um það innan íhalds- flokksins, h\ ort setja skuli efstan á landslista þess, Jón Þorláksson eða Þórarinn .á Hjaltabakka. Telja ýmsir þar í sveit Þórarni það til ágætis, að hann sé myrkfælinn við járn- brauiir. Er hann orðinn svo upp með sér, að hann er tekinn að stríða Jóni Þorl. í þinginu með járnbrautardraumi, sem ekki fái að rætast. í Leitis-sjó. „Morgunblaðið“ er orðið vant þvi að róa á sömu nrið 1 sama sjó, forarpollinn fyrir neðan hlaðvarpann á Leiti. Þar er setið sýknt og heil- agt og dorgáð i ákafa, og það er furðu fengsælt, enda er bréfbátn- um stjór'nað af dvergum þeim, 6em virtust vel til starfans fallnir. Þar er dreginn skötuselurinn ginstóri, sem aldrei lætur aftur, og tinda-- bikkjan, sem dregur nafn af því, hversu gráðug hún er í það að naga holdgranna hryggjarliði. Þessari vég- legu veiði klappa svo eigenclúrnir og kalla hana blessaðan gullfiskinn sirin. Þegar lágt er til tlands úr þessari fengsælu för, þá er hafinn Útsala Varuhússins heldur áfram i tvo daga enn þá. Vinnubuxur á 5 kr. og 6 kr., nærföt, settið á 5 kr. og 6 kr„ léreft, metrinn á 1.00. Grammofónplötur á2 kr. stk., 3 stk. fyrir 10 kr. Allar aðrar vörur eftir þessu. Hjartaás- smjerlikið er hezt. við hún svuntuleppúr Gróu gömlu. Á honum glampa gamlar og nýjar S’pánarvínsáuglýsingar. Þegar svo loks til lands er komið, byrjar út- sending hinnar verðmætu veiði. Skírdagsblað „Morgunblaðsins" í fyrra varð þjóðfrægt á sina vísu. Skírdagsblað þessa árs ætti að verða það á sama hátt. I því standa tvær smáklausur. í annari er svo mælt, að „við höfnina stí nú svo pröngt, að ekki koniist. par að nœrri öll pau skip, sem purfi afgreiðslu. — Flutningaskip liggi óafgreidd úti á ytri höfn“ (leturbr. mín). 1 hinni klausunni, sem heitir „Afleiðingar verkfallsins“, segir svo: „Síðan verk- fallinu lauk, hafa, komið 33 skip og öll verið afgreidd“ (leturbr. min). „Þetta er ihugunarefni fyrir verka- menn, sem vinna við höfnina og við afgreiðslu skipanna." Það er sannarlega íhugunarefni fyrir okkur, verkamenn, hyernig þessum frásögnum „Morgunblaðsins" ber saman. Þær hafa öll einkenni liins alþekta Morgunblaðs-„sann- leika", enda bera þær með sír, að þær eru fiskaðar í Leitis-sjó. Eða hvað finst ykkur, stéttarbræður? „Morgunblaðinu" fer fram frá skírdegi til skírdags! h. n. s.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.