Alþýðublaðið - 15.04.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.04.1926, Blaðsíða 2
n ALÞÝÐUBLAÐID j ALPÝPOSLiiaiI® | < kemur út á hverjum virkum degi. ► « Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við í J Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; i til kl. 7 síðd. I ; Skrifstofa á sama stað opin ki. ► í 9Va— lOVa árd. og kl. 8—9 siðd. f ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► < (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á » < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > ; hver mm. eindálka, ; < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ^ < (í sama húsi, sömu símar). Neðri deilð. Fyrirspurnir Jons Baldvmssonar og svör stjörnarmnar. Þeir Jón Þorl. og M. G. komu með svör sín í fyrra dag vi'ð fyrir- spurnum Jóns Baidv. 1. Vextirnir í tslándsbanka. Jón Þorl. þóttist ekki hafa getað feng- ið stjórn hans til að lækka út- iánsvextina í .sama mark og Landsbankinn gerði. Jón Baldv. benti honum á, að í þessu máli þyrfti hann að láta meira kveða að sér. Landsstjórnin ætti að geta ráðið svo stórum dráttum í rekstri bankans, eftir að hann hefir orðið að íeita hjálpar ríkisins og meiri hiuti bankastjóranna er stjórn- skipaður. 2. Enska lánid. Jón Þori. kvaðst hafa látið ofurlítið grenslast eftir því, hvort hægt myndi að ná kaupum á handhafaskuklabréfum, sem ríkið hefir Iátið seija í kaup- höilinni í Lundúnum. Taldi það ekki hægt, nema með „frjálsum" kaupum þar í kauphöllinni, sem væri ógerlegt. Annað hafði stjórn- in ekki gert í málinu. Jón Baldv. benti honum á þá ieið, sem danska stjórnin hefir farið, að semja um breytingu á slíkum lán- um. Þetta hefði henni tekist. 3. íslandsbankagullid. Jón Þorl. skýrði frá, að ríkið hefði í haust keypt 150 þús. doilara í gulli af íslandsbanka. Hafði honum lög- um samkvæmt Veriö greitt nafn- verð þess, kr. 3,73 fyrir dollarann, en bankástjórnin hefði krafist þá verandi gengis, kr. 5,06 Vá fyrir hvern dollar. Samkomulag hefði orðið um, að bankinn léti gullið af höndum gegn greiðslu nafn- veros og að áskildum rétti til málshöfðunar út af mismuninum, um 200 þús. kr. Hafi bankastjórnin látið höfða málið. Kvaðst hánn að vísu ekki búast við, að bank- inn ynni það, en áléit, að al- þingi gæti lokað dómstóialeiðinni fyrir honurn og íekið af honum undanþáguna frá gullinnlausn seðlanna. Jón Baldv. kvaðst hafa spurt um þetta til að fá sannleik- ann leiddan í ljós. Kvað hann stjórnina ekki hafa átt að taka við guilinu með neinurn eítirkaup- um. Benti á, að um gullkaupin eru lög, sem bankinn hefir viðurkent. 4. Tollmerking -á tóbaki. Lögin, sem ákveða hana, gengu í gildi hú um nýjárið, þegar einkasalan var lögð niður. Jón Þorl. uppiýsti, að hér í Reykjavík léti lögreglustjór- inn menn, sem eru í þjónustu hans, líma miðana á töbakið, og að kostnaður við framkvæmd þess hér í bænum hefði iyrstu þrjá mánuði ársins numið liðugum 6 þús. kr. Gerði hann ráð fyrir, að köstnaðurinn yrði 20 þús. kr. yfir árið í Reykjavík einni. Jón Baldv. rifjaði þá upp ummæJi sin og fleiri manna í fyrra um, að ’slík merking myndi reynast dýr. Þetta væri nú greinilega komið í ljós. Mikið hefði- verið gert úr kostnað- inum við rekstur Landsverzlunar- innar, en hann spurði þingmenn, hvort þeim virtist ekki, að, fljótt myndi verða að jafnast á við þann kostnað, ef árlega færu 40—50 þús. kr. í íóbaksmerkinguna eina, sem búast mætti við, samkv. þess- um upplýsingum ráðherrans, að yrði á öllu iandinu. Trygging góðs eftirlits væri jafnframf miklu mínni en áður og það miklu erfið- ara en á meðan verzlunin var ein. — Fyrst þóttist Jón Þorl. ekki vita um framkvæmd merkingarinnar utan Reykjavíkur, en síðar kann- aðist hann við, að kaupmenn úti um land önnuðust hana sjálfir. Sýndi Jón Baldv. þá fram á, hve ófullnægjandi slík aðferð vseri og hefði heldur ekki við lög að styðj- ast, og væri því óverjandi. Þaö megi þó ekki minna vera, en að tollpjónar lími miðana á. 5. Ullartollurinn og olíusamn-. ingurinn. Um þetta mál hafði Jón Þorl. látið digurbarkalegast, en þar urðu hrakfarir hans mestar. Þar hafði hann ekki annað til brunns að bera en þá upplýsingu, að olíusamningurinn var gerður áður en ullartollurinn var lagður • á, og svo klyfjar af „ef“-um og tilgátum um toilstríð. Klemenz upplýsti, að verzlunarfélag í Phi- ladelphíu, sem samband ísl. sam- vmnufélaga (S. I. S.) skiftir við, gaf S. I. S. þær uþplýsingar, í bréfi, að einasta ásíæðan til ullar- tollsins hefði verið hræðsla um, að íslenzkt fé kynni að hafa bland- ast við Merinófé eða enskt fé,. en ull af því fé væri í hærri toll- flokknum. Þá er þær upplýsing- að hefðu komið fram, hefði þá verandi stjórn snúið sér til Magn- úss Einarssonar dýralæknis, og hann þá skrifað ítarl^ga skýrslu um íslenzkt fé, og sýnt fram á, með óhrekjandi rökum, að slík kynblöndun hefði alls ekki átt sér stað. Var skýrslan síðan send vestur um haf. Væri dýralæknirinn ekki í neinum vafa um, að þessi skýrsla sín hafi orðið tií þess, að toliurinn var afnumin, þó að tals- verður dráttur hefði orðið á þeirri lausn málsins, en slíkt væri al- títt í stóru rikjunum, að töf yrði á afgreiðsíu slíkra mála. KI. J. kvað verzlunarfélagið, sem upp- lýsingarnar gaf, vera mjög vand- að, og ekki hefði það getað haft hvöt til að segja skakt frá um' ástæðuna fyrir tollinum. Það væri og óhugsandi, að tollstjórn Banda- ríkjanna hefði hafið tollstríð vegna olíusamningsins. Sú ásökun væri alt of þung, þegar hún væri ó- rökstudd, og væri jafnvel hættu- legt að koma fram með slíkar að- dróttanir. Þá vildi Jón Þorl. ekki Iáta skilja orð sín svo, að hann hefði dróttað neinu að Bandaríkja- stjórninni. — Klemenz skýrði frá því, að tímaskekkja hefði kom- ist inn í skýrslu danska sendiherr- ans í Bandaríkjunum, og því hefði hann ekki vitað annað, þar til nú nýlega, en að ullartollurinn hefði verið lagður á fyrri en gert var. — Jón Baldv. sýndi fram á, að svar J. Þorl. nú staðfesti alls ekki orð hans áður, þegar þings- ályktunartill. Jónasar var til umr. í þinginu. Beinast lægi við að álykta, að ókunnugleiki Banda- ríkjasíjórnarinnar á íslenzku fé hefði valdið því, að hærri tollur- inn var lagður á íslenzku ullina. 6. Vtdvarpsreglugerdin. Hana hafði Magn. Guðm. sett og bar pví að svara fyrir þær gerðir. Kom greinilega i Ijós í vöm hans;,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.